Stjarnan - 01.02.1936, Side 2

Stjarnan - 01.02.1936, Side 2
IO STJARNAN sjáum þetta staðfest með því að líta á það frá öðru sjónarmiði. Hvað er Guðs réttlætif Ef ranglæti er brot á io boðorðunum leiðir þá ekki af sjálfu sér, að það er réttlæti að halda io boðorðin? Þessu er einmitt þannig varið, eins og vér getum séð ef vér lesum sálminn 119, 172 vers. “Öll boðorð þín eru réttlæti,” og í 138 versi stendur: “Þú hefir skipað fyrir regl. ur þínar með réttlæti.” Ef öll boðorð Guðs og reglur hans eru réttlæti, og maður hlýðir þeirn, þá er viðurkent að hann gjörir réttlæti, Guðs réttlæti. Ef einhver maður hefði haldið öll Guðs boðorð, frá byrjun til enda lífs sins, þá væri hann réttlátur rnaður, því hann hefði fylgt Guðs réttlæti. Jóhannes postuli bendir á þetta í fyrsta pistli sínum, 3. kap. 7. versi: “Sá, sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og hann (GUÐ) er réttlátur.” Svo niðurstaðan verður sú, að mælikvarði Guðs réttlætis eru 10 boð- orðin, og að Guðs réttlæti verður mannsins fyrir fullkomna hlýðni við það lögmál. Þetta er skýrt bæði af því, sem að framan er bent á hvað sé ranglæti, og hvað bent er á að sé rétt- læti, og enn fremur fyrir orðið sem segir: Sá, sem réttlætið iðkar, það er, heldur boðorðin, “Hann er réttlátur eins og hann (Guð) er rétt- látur.” Hvað eru margir réttlátirf Hve margir hafa sýnt svo fullkomna hlýðni, að þeir á þann hátt hafi öðlast Guðs réttlæti sem er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir inngöngu í Guðs ríki. í Róm. 3:10 lesum vér þessi orð: “Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.” Ástæðan fyrir því er gefin í 23. versinu: “Þvi að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” Mæli- kvarðinn er þarna, en enginn hefir náð tak- markinu, því allir hafa brotið Guðs boðorð svo “Enginn er réttlátur, ekki einn.” Þegar vér nú þráum að innganga í Guðs ríki, og öðlast réttlæti hans svo vér náurn inn- göngu, og sjáum að vér þurfum að laga líf vort í samræmi við Guðs boðorð, en heyrum svo að enginn er réttlátur, ekki einn, hvað eiguin vér þá að gjöra? Einhver mundi svara: “Vér skulum strax fara að hlýða Guðs boðorðum, sem eru mæli- kvarðinn fyrir réttlæti hans.” Það mundi nægja ef vér ekki hefðurn umliðið líf að svara fyrir, og það stendur oss öllum í vegi. Tökum til dæmis ef maður um tvítugs aldur er óumventur, og óráðvandur, blátt áfrarn þjóf- ur. Svo snýr hann sér og tekur sér þann fasta ásetning að hætta að stela, og hann stelur aldrei framar. Getur ráðvendni hans i framtíðinni afrnáð fyrri syndir hans og óráðvandni? Nei. Hann getur blátt áfram verið ráðvandur, en ó- ráðvendni fyrri tíma stendur á móti honum samt sem áður, þótt hann frá þeim tíma lifi í fullkominni hlýðni, sem enginn maður getur gjört í sínum eigin krafti. Lögmálið var aldrei gefið í þeim tilgangi, að frelsa menn. “Fyrir lögmál kemur þekking syndar,” Iesum vér í Róm. 3:20. Eögmálið sýnir hvað er rétt og rangt, en það hreinsar mann ekki af ranglætinu. Jakob postuli likir því við spegil. Jak. 1:23-23. Til hvers er spegillinn ætlaður? Blátt áfram til að sýna manninum hvernig hann lítur úr. Spegillinn getur ekki þvegið burtu óhreinan blett eða breytt útliti mannsins. Honum er ekki ætlað það. Iiann sýnir aðeins hvað að er, en bætir ekki úr því. Eins er því varið með lögmálið. Það er spegill Guðs til að sýna mönnunum að þeir þurfa hreinsunar, svo nær það ekki lengra. Iilýðni vor í framtíðinni getur ekki forlíkað fyrir undanfarnar syndir. Eini vegurinn til frelsunar. Hvað eigum vér þá að gjöra? 1 neyð vorri og þrá eftir að öðlast réttlæti Guðs, þá snúurn vér oss að fagnaðarerindinu, því þar er réttlæti Guðs opinberað. í I. Pét. 2:22 lesum vér: “Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í hans munni.” Fyrst hann drýgði ekki synd, þá hlýtur hann að hafa haldið boðorð föðursins, því “Syndin er lagabrot.” Jesús hélt Guðs Íögmál. Hann segir sjálfur: Eg hefi haldið boðorð föður míns.” Jóh. 15:10. Þar sem hann aldrei drýgði synd, en hélt ávalt boð- orð Guðs, þá var hann réttlátur. Hann hafði Guðs réttlæti, því, “Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og hann (Guð) er réttlátur.” I- Jóh. 3 7. Það er þó gleðilegt að finna einn, sem er fuilkomlega réttlátur, en svo vaknar spurning- in: Hvernig getum vér, sem brotið höfum Guðs boðorð öðlast réttlæti hans? Það hug- hreystir oss að vita um Jesúm, sern kom í lík- ingu syndíugs holds en syndgaði þó aldrei, heldur hélt boðorð föðursins, svo hann var réttlátur fyrir Guði, og nú lesum vér hjá Jere- mía um Jesúm að “þetta mun verða nafnið er menn nefna hann: “Drottinn er vort réttlæti.” Jer. 33:16. Getur Guð látið réttlæti og lög- hlýðni sonar síns hylja vort rangláta óhlýðna

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.