Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN FEB. 1936 LUNDAR, MAN. Réttlæti Guðs “Leitið fyrst GuÖs ríkis og hans réttlætis.” Matt. 6:33. Þessi orÖ, sem Jesús talaÖi fyrir 19 öldum síÖan eiga fullkomlega við oss, sem nú lifum. Með því að lesa versin næst á undan sjáum vér, að Guð álítur miklu meiri nauðsyn fyrir mann- inn að öðlast réttlæti Guðs heldur en tímanleg gæði, svo sem fæði og klæði. Þeir, sem að lok- um óska að innganga í Guðs ríki, verða að eiga réttlæti Guðs. Jesús sjálfur, í texta vorum, teng- ir saman réttlæti Guðs og ríki hans. Þegar spámaðurinn Jesajas minnist á hina frelsuðu, þá talar hann urn réttlætið og ríkið i sambandi hvort við annað með þessum orðum: “Látið upp hliðin svo réttlátur lýður rnegi inn ganga, sá er trúnaðinn varðveitir.” Jes. 26:2. Og Páll postuli þegar hann talar urn fagnaðarerindið segir: “Eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar. erindi Krists .... því að réttlæti Guðs opin- berast í því. Róm. x :i6, 17. Vér veitum því eftirtekt að það er lögð á- herzla á að maðurinn skuli sækjast eftir Guðs réttlœti. Þetta bendir á að eitthvað sé til, sem kallað er réttlæti, en er ekki Guðs réttlæti og getur ekki uppfylt þörf mannsins. Rcttlœti mcmnsins í qaqnstœði við réttlæti Guðs. í fjallræðu Krists, hvaðan texti vor er tek- inn, þá talar Jesús um réttlæti sem alls ekki nægir til að veita mönnum inngöngu í Guðs ríki: “Því eg segi yður- að ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, kornist þér alls ekki inn í hirnna- ríki.” Matt. 3 :20. Þessir fræðimenn og Farí- sear þóttust vera réttlátir og gjörðu rnörg góð. verk. En fyrir Guðs augliti gilti hvorki góð- verk þeirra né trúarjátning, nema þeir snéru sér og öðluðust Guðs réttlæti, svo þeir yrðu endurfæddir, annars mundu þeir ekki fá inn- göngu í Guðs ríki. Þetta réttlæti, sem menn þykjast hafa er gagnstætt Guðs réttlæti. Jesajas líkir því við “saurgað klæði.” Jes. 64:6. En réttlæti Guðs, er skrýðir hans heilögu, sem innganga í ríkið, er líkt við “skinandi og hreint lín.” Opinb. 19:8. f samanburði við réttlæti Guðs hið skínandi, hreina lín,” þá virðist sem réttlæti mannsins, “saurgað klæði,” sé ekkert annað en ranglæti. Hvað er ranglæti? Eátum oss nú athuga augnablik hvað er ranglæti fyrir Guðs augliti. “Alt í-anglæti er synd.” I. Jóh. 5:17. Þetta er skýrt og skiljan- legt: “Alt ranglæti er synd.” . En hvað er synd? Svarið við þeirri spurn- ingu er jafn skýrt: “Syndin er lagabrot.” I. Jóh. 3 .-4. Ef alt ranglæti er synd, og syndin er lagabrot, þá komumst vér að þeirri niður- stöðu að alt ranglæti er lagabrot. Næst er að vita: B.rot á hvaða lögum er það sem er synd ? “Eg þekti ekki syndina nerna fyrir lögmálið, þvi að eg hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki lögmálið sagt: “Þú skalt ekki girnast.” Róm. 7:7_ Það var Páll postuli sem ritaði þetta. Hann lifði og starfaði eftir upprisu og himnaför Krists. Þeir, sem vilja telja oss trú urn að lögmálið hafi verið afnumið við krossinn ættu að athuga að það sem benti Páli á hvað væri synd, það bendir oss einnig á hvað er synd. Páll, sem lifði eftir krossinn eins og vér, sagði að lögmálið: “Þú skalt ekki girnast,” hefði bent honum á hvað var synd, og þetta var 10 boðorða lögmálið. Með öllum þessum textum, “Alt ranglæti er synd,” “Syndin er lagabrot,” “Eg þekti ekki syndina . . . hefði ekki (10 boðorða) lögmálið sagt: Þú skalt ekki girnast,” þá komum vér að þeirri niðurstöðu að samkvæmt Ritningunni er alt ranglæti yfirtroðsla 10 boðorðanna. Vér

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.