Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 4
12 STJARNAN kvæmt í voru eigin lífi. HiÖ fyrra gefur oss rétt til Gut5s ríkis, hiS síÖara undirbýr oss fyrir það. Vegsömum Guð fyrir hans ómetanlegu náð- argjöf. Hátum oss trúarörugga reiða oss á réttlæti Krists til að hreinsa oss af allri synd, og veitum honurn inngöngu í hjörtu vor, svo líf hans og kraftur rnegi verða vort, og vér þannig varðveitumst hreinir fyrir samfélagið við hann. Guð gefi að bæn Páls postula í Efes. 3:17- 19 megi verða vor stöðuga daglega reynsla: “Að Kristur anegi fyrir trúna bua í hjörtum yðar, og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. Svo þér fáið ásarnt öllum heilögum skilið hver sé breiddin, lengdin, hæðin og dýpt- in, og komist að raun um kærleika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.” W. G. Turner. Ögleymanlegur atburður Það var ófriðartími. Herdeild vor tók sér náttstað undir hárri f jallshlið. Menn voru skip- aðir til að standa á verði meðan hermennirnir sváfu. Um miðnætti hrukku menn upp úr fasta svefni við óp og öll, hófaspark og skothvelli, neyðaróp særðra og deyjandi manna. Einn varðmannanna hafði fallið í svefn. Lítill flokk- ur óvinanna hafði smeygt sér inn á milli útvarð. anna og reið í skyndi gegn á milli hermannanna, sem sváfu í röðum á vellinum, þeir skutu á mennina sofandi og skildu marga eftir særða og dauða. í dögun voru lík hinna dauðu lögð í röð sér. Það mátti ennþá sjá i andlitsdráttum þeirra þjáningarnar sem þeir höfðu liðið, því engin blæja var lögð yfir andlitin. Herdeildinni var skipað í ferhyrning umhverfis líkin. Þegar bú- ið var að þessu, eins og herforinginn skipaði fyrir, þá var hinn seki varðmaður leiddur inn í ferhyrnda fylkinguna, og látinn ganga með hægð fram hjá líkum félaga sinna, og þegar hann kom að hverjum einstökum var honum skipað að falla á kné og horfa á andlit hins látna, meðan trumbuslagari deildarinnar lék með hægð líksöngslagið. Enginn nema sá, sem sjálfur hefir verið sjónarvottur að þessum atburði getur gjört sér í hugarlund hve voðalega alvarleg þessi stund var. Angistin, sem afmáluð var á andliti varð- mannsins, er hann með hægð gekk fram hjá félögum sínum, sem nú voru liðin lík vegna vanrækslu hans, var svo grípandi ög átakanleg að 33 löng ár hafa ekki getað afmáð hana úr endurminningu þess sem viðstaddur var. Enn- þá er skýrt í huga hvert einstakt atvik i þessari voðalegu sjón. Snemma næsta morgun mið- uðu hermennirnir byssum sínum á mann, sem með bindi fyrir auguum stóð fyrir frarnan opna gröf. Þegar hleypt var af byssunum heyrðist lágt andvarp og gröfin tók á móti varð- manninum, sem með vanrækslu sinni hafði or- sakað dauða félaga sinna. Nú er eg hermaður Krists, varðmaður á múrum Zíonsborgar. Alt umhverfis mig eru menn og konur, sem sofa í synd. Hér á þessu stræti eru menn og konur, sem eg á að aðvara og vera þeim ilmur lífsins til lífsins. Hinn himneski foringi rninn væntir þess að eg vari þá við vélurn og árásurn óvinarins. Fyrir þekk_ ingu sannleikans er mér gefið að sjá hreyfingar hins vonda og skilja tilgang hans gagnvart bræðrum mínum. Hann nálgast rneir og meir. Það er komið að miðnætti. Gegn um árin endurhljóma ópin og köllin, skothvellirnir og neyðaróp hinna deyjandi rnanna. Eg sé í anda 24 líkin, og með óútmál- anlegan angistarsvip á andliti sínu manninn ganga fram hjá þeim, hann, sem var sök í dauða þeirra. Guð gefi mér náð til að vera trúr varð- maður. p. p, Potter. Einu sinni fórst þýzkt verzlunarskip við strendur Sþánar. Mennirnir fórust allir, en bylgjurnar skoluðu á land einhverju af fatnaði sjómannanna ásamt flekurn skipsins. Spán- versk pappírsverksmiðja keypti fötin og ætiaði að búa til pappír úr þeim. í einum vasanum fanst eintak af Nýja Testamentinu, það var sent til þýzka fulltrúans í Madrid. Á titilblaði bókarinnar stóð: Markus Nothmann 1864. Las bókina í fyrsta skifti af því systir mín bað mig þess. 1 annað skifti las eg hana af áhyggju fyrir velferð sálar minnar. í þriðja skifti og öíl önnur skifti hefi eg lesið hana af kœrleika til frelsara míns. Þetta var blessunarríkur vitnisburður. E. s.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.