Stjarnan - 01.02.1936, Side 8

Stjarnan - 01.02.1936, Side 8
16 STJARNAN minni Deiluna miklu. Amma lag'Öi bókina til hliðar og las hana aldrei, en þegar hún dó, 16 árum seinna þá fékk föðurbróðir minn bókina og las hana. Hún varð verkfæri Guðs til að leiða mig, frænda minn og fjölskyldu hans, til þekkingar á sannleikanum. Sá, sem seldi ömmu minni bókina er staddur hér í dag.” Hvílíkt gleðiefni fyrir gamla manninn að vita að starf hans hafði borið svo góðan ávöxt. W. A. S. Hann átóðát prófið Guðs andi starfar ennþá í hjörtum manna. Vér sannfærðumst um þetta á samkomum, sem haldnar voru í Hot Springs, Colorado nýlega. Ungur fjölskyldumaður hafði kornið stöðugt á samkomurnar, og virtist rnjög hrifinn af því sem hann heyrði. Hann tilheyrði spilafélagi þorpsins, og tók þátt í öllum skemtunum félags- lífsins. En smám saman eftir því sem leið á samkomurnar gaf hann upp hverja skemtunina á fætur annari. Vér vissurn að hann átti í stríði við sjálfan sig. Konan hans þurfti bráðum að fara á sjúkrahúsið, og hann þurfti að borga niður allmikla upphæð upp í húsið, sem hann var að kaupa. Ofan á þessi útgjöld bættist að hann bjóst við að missa vinnuna, ef hann færi að halda heilagan hvíldardag Drottins, því hús- bóndi hans var ekki vinveittur sannleikanum. Síðustu vikuna, sem samkomurnar voru haldnar, var hvíldardagshaldið tekið fyrir, og önnur efni, senr mest reyna á trú og hugrekki manna, svo var þeim boðið að gefa sig fram sem vildi taka á móti frelsaranum og feta í fót_ spor hans í hlýðni við öll Guðs boðorð. Það gladdi oss innilega að sjá þennan unga rnann gefa Guði hjarta sitt. Eftir samkomuna talaði hann við mig, og það var í sannleika hughreyst- andi að sjá hve glaður og öruggur hann var, þrátt fyrir alla erfiðleika. Hann var reiðubú- inn að missa alt fyrir Krists og sannleikans sakir ef þörf gjörðist. Hann var svo sann- færður um að Guð mundi finna veg fyrir sig. Daginn eftir sagði hann eiganda verzlunar- innar frá áformi sínu, og kvaðst ekki lengur geta unnið á laugardögum. Eigandinn sagði að hann yrði að eiga um það við formanninn í búðinni þar sem hann vann. Formaðurinn þverneitaði að gefa honum hvíldardaginn frían, en leyfði honum að vinna þar tvær vikur leng- STJARNAN kemur út einu sinni á mán- nði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgeferidur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. ur, meðan hann væri að útvega sér vinnu ann- arsstaðar. Næsta hvíldardag á eftir var ungi maðurinn skírður. Hann gat ekki fundið aðra vinnu í þessar tvær vikur, en hann misti alls ekki kjarkinn. Eigandi verzlunarinnar heimsótti unga mann- inn einmitt kvöldið sem tírni hans var uppi, rétt þegar hann var nýkominn heirn, og sagði hon- um frá að hann hefði látið formanninn fara, og bauð nú unga manninum betri stöðu og hærra kaup en hann hafði áður haft. .Það kostaði þennan unga mann trú og sjálfsafneitun að hlýða Guði, en Drottinn sann- arlega endurgalt honum hlýðni hans og trú- mensku. A. H. Johns. Smávegis Tyrkneska stjórnin hefir skift niður stóru landflæmi, sem henni tilheyrir, og gefur tvær til fimm ekrur hverjum f jölskylduföður meðal bændanna. Ógiftu mennirnir verða annaðhvort að ná sér í konu eða fara á mis við þau hlunn- indi að eignast þessar jarðir. Þegar keisarinn í Ethiópíu frétti að menn vantaði villidýr fyrir dyragarðinn í New York, þá bauðst hann til að gefa börnunum í New York 4 ljón og eitt pardusdýr. Hann varð ekki lítið hissa er honum var sagt hvað ljón voru í háu verði í Bandaríkjunum, því í Addis Ababa kostar fullorðið ljón aðeins 3 doilara, en ljóns- hvolpur minna en einn dollar. Danir eru að byggja brú yfir sundið milli Fjóns og Jótlands. Þetta er stærsta og vold- ugasta brúin, sem bygð hefir verið í Evrópu. Sundið er hálf míla á breidd. Það verður skip. gengt fyrir stærstu skip undir brúna, hún kem_ ur til að kosta 9 miljónir dollara og á að verða fullgjörð snemma á þessu ári.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.