Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN líferni? Er Jesús, sem sjálfur er syndlaus, og heilagur f ús til að bera vorar syndir ? í Jesajas 53. kap. 5. og 6. versi lesum vér þessi dýrmætu orð um Jesúm: “Hann var særður vegna vorra synda, og kraminn vegna vorra nnisgjörða, hegningin, sem vér höfðum tilunnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villur vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.” Þannig er séð fyrir forlíkun og afplánun syndarinnar í frelsisáformi Guðs. Laun synd- arinnar er dauði. Þessi hegning syndarinnar, dauðinn, er lögð á Jesúm, sem aldrei drýgði synd. Jesús bar vorar syndir, hann leið dauð- ann á krossinum fyrir vorar yfirtroðslur. “Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum dánir frá syndinni lifa réttlætinu.” I. Pét. 2 -.24. Þetta réttlæti sem þannig er tileinkað oss er Guðs réttlæti. Því “þann sem þekti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyld- um verða réttlæti Guðs í honum.” 2. Kor. 5 :2i. Ó, hve undraverður þessi sannleikur er: Jesús leið þá hegningu sem vér höfðum tilunn- ið, til þess vér mættum njóta þeirrar dýrðar, sem hann hefir tilunnið. Hann var fordæmdur fyrir vorar syndir, sem hann átti engan hlut í, til þess vér mættum öðlast hans réttlæti, sem vér áttum alls engan hlut í. Hann leið dauðann, sem vér áttum að líða, svo hann gæti gefið oss hið eilífa lífið, sem með réttu var hans. Ó, hvílík dýrðleg umskifti. Þótt maðurinn, sem þráir réttlætið sé kraftalaus í sjálfum sér til að ná því takmarki, og geti ekki afplánað sínar fyrri syndir, þá hefir Guð búið svo um að hann getur orðið réttlættur. Kærleiksáform Guðs mönnum til frelsunar, var einnig skýrt fyrir spámönnum Gamla Testamentisins. Jesa- jas talar um það í 61. kap. 10. versi er hanu segir: “Hann hefir klætt mig klæðum hjálp- ræðisins, hann hefir sveipað mig í skikkju rétt- lætisins.” Með öðrum orðum, hið saurgaða klæði mannsins réttlætis, sem í Guðs augum er ranglæti, er hulið með náðargjöf Krists, hinu hreina hvíta líni hans eigin hlýðna, heilaga líf- ernis. Þannig stöndum vér frammi fyrir lög- máli Guðs, réttlættir fyrir blóð Krists, sem vitnað er um af lögmálinu og spámönnunum. “En nú hefir réttlæti Guðs, sem vitnað er um af lögmálinu og spámönnunum opinberast án lögmáls. Það er réttlæti Guðs fyrir trú á 11 Jesúm Krist, öllum þeim til handa sem trúa, því að ekki er greinarmunurinn. Þvi að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar, af náð hans, fyrir endurlausnina sem er í Jesú Kristi. En Guð framsetti hann í blóði hans, sem náðarstól fyrir trúna, til að auglýsa réttlæti sitt—með þvi að Guð hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir—til þess að auglýsa rétt- læti sitt á yfirstandandi tíma, til þess að geta sjálfur verið réttlátur, og réttlætt þann, sem hefir Jesú trú. Hvar er þá hrósunin? Hún er útilokuð. Með hvaða lögmáli ? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. Vér álítum því að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka . . . Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því, heldur staðfestum vér lögmálið.” Róm. 3:2i-3i. Grundvallarreglan, lögmál Guðs er óbreytt. Réttlæting syndarans fyrir trúna á Krist breytir alls ekki lögmáli Guðs, heldur staðfestir hún lögmálið. Jesús þvoði oss af vorum synd- um með sínu blóði. Eögmálinu var ekki breytt til að mæta þörf vorri. Jesús borgaði vora skuld með sínu eigin blóði. Réttlætingin er þannig óverðskuluð náðargjöf. “Eins og því að mis- gjörð eins leiddi fyrirdæming yfir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins, réttlæt- ing til lífs fyrir alla menn.” Róm. 5:18. Þannig er líf Krists tilreiknað þeim sem á hann trúir, honum til réttlætingar. Til að byrja með stöndum vér allir í saurugum klæðum, en þráum réttlæti Guðs. Jesús hefir skikkju úr hreinu líni, hans eigið heilaga, réttláta líf, og býður það án peninga og endurgjalds, hverjum sem vill taka á móti því. Það er hans eigið réttlæti. Þegar vér fyrir trúna tökum á móti réttlæti Krists, þá erum vér fyrir hans úthelta blóð réttlátir fyrir Guði. Þá erum vér í sam- ræmi við Guðs heilaga lögmál. “Og réttlættir af trúnni höfum vér frið við Guð, fyrir Drott- inn vorn Jesúm Krist.” Róm. 5:1. Þegar vér nú erum hreinsaðir og réttlættir, umliðnar syndir allar fyrirgefnar fyrir Jesú úthelta blóð, og vér höfum öðlast réttlæti Guðs fyrir trúna, þá er nauðsynlegt að vér verðum framvegis varðveittir frá synd fyrir íbúð Guðs heilaga anda, þannig að Jesús lifi sínu réttláta, heilaga lífi í oss. Vér þurfum að skilja þetta, að réttlæti Krists, sem vér erurn réttlættir með er tilreikn- að oss, en réttlæti það sem helgar oss verður að vera gróðursett í oss, Jesú réttlæti fram-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.