Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.02.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN 15 verð ánægÖari og kemst betur áfram í þessari grein.” “Svo þú vilt heldur vera búSarmaÖur held- ur en yfirskoðari reikninga.” “Alls ekki. Eg skal segja þér í trúnaÖi, eg ætla mér að verða verzlunarstjóri. Eg er viss um að eg mun geta sint því starfi.” Hér er annar ungur maður, R. B. Bilkorsky. Hann á heima i sólbjörtu Californíu. Eftir ítrekaðar, árangurslausar tilraunir til að fá vinnu, kom hann heim aftur og piægði fáeinar ekrur af óræktuðu landi, sem faðir hans átti, og fór að.ala upp ánamaðka. Viðskiftamenn hans voru fiskimenn, hænsnaræktendur, og mienn, sem ræktuðu ávaxtatré. Hinir síðast- nefndu setja ormana í jörðina kringum trén, svo þeir haldi moldinni lausri kringum ræturn- ar. Nú upp á síðkastið hefir hann grætt mikið á maðkaræktinni, þvi vísindamenn hafa fundið upp ráð til að ná olíu úr möðkunum, sem er eins góð til áburðar eins og hin annálaða högg- orma olía. “Já, tvær leiðir standa þér opnar, önnur til sjálfstæðis og velmiegunar, hin til eymdar og niðurlægingar. Hverja velur þú ? Y. I. Þiggðu það sem þér er boðið Kona nokkur hafði. svo mánuðum skifti verið áhyggjufull út af velferð sálar sinnar. Einu sinni mætti hún presti sínum og hann spurði hana hvort hún hefði öðlast fullvissu um fyrirgefning synda sinna. “Ekki ennþá,” svaraði hún. “Eg hefi lesið mikið í Biblíunni og beðið til Guðs, en eg hefi enga huggun öðl- ast.” Presturinn reyirdi að sýna henni að frels- un og fyrirgefning syndanna var gjöf, sem Guð bauð henni, og alt sem hún þyrfti að gjöra væri að þiggja g.jöfina og þakka Guði fyrir. Konan aðeins hristi höfuðið og kvaðst ekki geta skilið það. Nú var klukkan að verða 5, svo konan bauð prestinum að koma heim með sér og hafa kvöldmat. Hann þáði boðið, í von um að geta talað betur við hana um Guðs náð í Jesú Kristi. Þjónninn var sendur út, svo var borðbæn lesin og konan fór að hella cocoa í bolla og rétti hann að prestinum. í stað þess að taka við bollanum sagði hann: “Viltu gjöra svo vel að gefa mér bolla af cocoa ?” “Gjörðu svo vel,” sagði konan og rétti hon- um bollann. “Eg vildi þér þóknaðist að gefa mér bolla af cocoa,” svaraði hann. “Eg helti þessu í bollann handa þér,” svar- aði konan. Presturinn féll á kné og sagði: “Eg grát- bæni þig um að gefa mér bolla af cocoa.” Konunni varð bilt við er hún sá hvernig presturinn hagaði sér. Hún stóð upp lafhrædd. Hún hélt hann hefði mist vitið. Hún hefði ef_ laust hringt bjöllunni til að kalla á þjóninn, hefði ekki presturinn hughreyst hana með því að segja: “Það er ekkert að, eg ætlaði einungis að reyna að kenna þér Íexíu. Þér þótti ein- kennilegt að eg skyldi ekki taka við bollanum af þér, heldur halda áfram að biðja þig um hann, en einmitt á þennan hátt hefir þú hagað þér gagnvart Guði. Þú hefir beðið og grátbænt hann um frelsun og fyrirgefning syndanna, þótt hann stöðugt í sínu orði hafi boðið þér gjöf eilífs lífs segjandi: “Hve'r sem vill hann taki gefins lífsins vatn.” Guðs andi opnaði nú skilning konunnar, svo hún trúði Guðs orði og tók á móti Jesú. Hún féll á kné og þakkaði Guði fyrir hans frelsandi náð. Ó, að allir, sem lesa línur þessar vildu þiggja Guðs náð í Jesú Kristi og taka undir með sálmaskáldinu: “Frelsisins bikar vil eg upplyfta og ákalla nafnið Drottins.” Drottinn Jesús segir sjálfur: “Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver sem á mig trúir hefir eilíft líf.” Jóh. 6:47. Z. Eftir marga daga “Saga mín byrjar fyrir 32 árum síðan, það var áður en eg fæddist,” sagði ungur maður oss á tjaldbúarsamkomu í Washington ríkinu. Svo endurtók hann nokkrar setningar eftir E. G. White, sem hafa orðið svo mörgum til hjálp- ar og hughreystingar í starfi þeirra: “Það er satt að sumir, sem kaupa bækur vorar leggja þær á hylluna . . . En Guð vakir yfir orði sínu, og sá tími kemur að menn taka niður bækurnar til að lesa þær.” “Fyrir 32 árum síðan,” hélt ungi maðurinn áfram, “kom bókasölumaður og seldi ömmu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.