Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 4
44 STJARNAN alt, sem þegar ókomni tíminn verður nútíS, þá er eg tilbúinn og fylgi Jesú fet fyrir fet. Eg hefi þurft að vera í iðninni ólatur, en eg hefi líka verið í andanum brennandi, Drotni þjón- andi. Jæja, þetta, sem eg hefi sagt, hljómar eins og sjálfshrós, en það er það ekki. ÞaÖ er fyrir orð vitnisburðarins og blóð lambsins að eg sigra. Eg þarf aðeins að líta á mitt saurg- aða klæði, sem eg hefi varpað frá mér, til að íklæðast réttlæti Krists, til þess að auðmýkja mig í duftið. Eg hefi skrifað þetta, kæri bróðir, Guði til dýrðar og til þess að gleði þín mætti verða fullkomin.” Sólskinsblettur í lífi hans. Fyrir nokkrum mánuðum síðan tók eg mér far með :skipi sem ætlaði til Hawaii eyjanna. Eg var settur í svefnklefa með tveimur öðrum farþegum. Eg hafði gjört mér von um að Guð mundi á einn eða annan hátt nota mig til að vitna um sig á þessari sjóferð. Annan mann- inn sá eg sjaldan, því hann kom ekki inn til að sofa fyr en um miðnætti. Hinn var mjög við- feldinn maður. Hann var læknir á einu hinna nafnkunnustu sjúkrahúsa í Ameríku, og stend- ur hátt í áliti læknastéttarinnar. Þessi maður var einnig uppgötvari og hafði víða farið. Hann hafði verið tvö ár með Admiral Byrd suður við heimskaut, og var með honum vetr- arlangt í Litlu-Ameríku. Nú var hann aftur á leið til Suðurheimskautsins. í Honolulu bjóst hann við að mæta öðrum heimskautafara, svo ætluðu þeir báðir að fara til Aucklands á Nýja Sjálandi, þar átti að vera til reiðu norskt skip handa þeim útbúið í heimskautaferðina. Við byrjuðum að ræða um hitt og þetta. Eg sagði honum frá læknaskóla vorum ,og af því hann var læknir sjálfur sýndi hann mikinn á- huga fyrir því máli. Svo sagði eg honum frá heilsuhælum vorum, lyfsölubúðum og sjúkra- húsum alt umhverfis heiminn og læknum þeim og hjúkrunarkonum, sem þar starfa. Eg sagði honum einnig frá skólum vorum og trúboðs- starfi í öllum löndum. Hann virtist vera hrif- inn af þessu, og svo flutti eg honum fagnaðar- erindið sjálft. Eg sagði honum dálítið frá minni eigin reynslu, hvernig eg fyrir fáum ár- um síðan hefði snúið baki við heiminum, og hvílíkan fögnuð og frið eg hefði öðlast. Þegar við nálguðumst Honolulu, þá bað eg til Guðs að hann vildi leggja mér orð i munn, svo eg gæti að skilnaði sagt eitthvað við hann, sem festi í huga hans sannleika þann, er eg hafði flutt honum. Síðasta kvöldið áður en við gengum til hvílu sneri eg samtalinu aftur að fjölskyldu hans. Eg mintist þess að hann hafði sagt mér hve mjög hann elskaði hana, svo eg sagði nú við hann: “Doktor, þú átt hættulega ferð fyr. ir höndum, mögulegt að þú snúir aldrei aftur til að sjá fjölskyldu þína.” Hann varð mjög alvarlegur á svip og svaraði: “Það er satt. Eg veit vel hvílíkar hættur eru á slíkum ferðum.” Svo hélt eg áfram: “Þetta er ef til vill í síðasta sinn sem við mætumst. Á morgun komum við til Honolulu, þú til að halda áfram ferð þinni, en eg til að dvelja þar um tima. Viltu að við föllum á kné saman hér og biðjum Guð að varðveita þig og ástvini þína, blessa þig og þá, og gjöra þig að blessun bæði fyrir þá og aðra.” Hann tók þessu vel og við féllum þar á kné í bæn. Eg bað aðeins stutta bæn, og bað sérstak- lega að Guð vildi á einhvern hátt nota þennan mann sér til dýrðar og mönnum til frelsunar. Að lokinni bæninni beið eg augnablik, og hann bar fram fimm orð, en eg skildi aðeins hið síð- asta þeirra: “Amen.” Þegar við stóðum upp sneri hann isér að glugganum og strauk tár af augum sér, svo greip hann hönd mína og sagði: “Vinur rainn, eg hefi haft margskonar reynslu á ferðum mínum umhverfis heiminn og á hættulegum stöðum, en þessi stund hefir verið sólskinsblettur í lífi mínu. Eg er þér mjög þakklátur. Viltu halda áfram að biðja fyrir mér ?” “Já, Doktor, það skal eg með ánægju gjöra, en nú langar mig að biðja þig að gjöra nokkuð fyrir mig. Viltu gjöra það ?” “Ef það er mögulegt þá vil eg,” svaraði hann. “Ef eg sendi þér eitthvað að lesa, viltu þá lesa það með því trausti til Guðs að hann flytji þér þann boðskap sem í því er?” Hann kvaðst vilja það. “Svo ef tækifæri gefst næsta vetur, þegar þú verður að sitja um kyrt með þessum mönnum suður við heimskautið, viltu þá lesa það fyrir þá?” Hann lofaði að gjöra það ef hann hefði tækifæri. Svo gengum við til hvílu. Næsta morgun lentum við í Honolulu. Um leið og hann kvaddi mig sagði hann: “Gleymdu nú ékki.” Eg fór inn á trúboðsstöð vora og keypti “Deiluna miklu,” í mjúku leðurbandi og skrifaði ávarp innan á fyrstu blaðsíðuna, svo fékk eg eitt hefti líka af “Þessi breytilegi heimur.” Eg fór með þessar bækur til gjald- kera skipsins og bað hann afhenda lækninum þær, eftir að skipið hefði siglt út úr höfninni

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.