Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.06.1936, Blaðsíða 8
48 STJARNAN það að vera vanræktur. “L,áttu það eiga sig.” Þetta er orðtak letingjanna, sem áreiðanlega íeiðir til afturfai'a. “Vanræksla,” er svefnsýki kæruleysisins. Hvílíkan fjölda góðra áforma og framkvæmda hefir ekki vanrækslan drepið í fæðingunni. Já, það er satt: “Öllum hlutum fer aftur ef þeir eru vanræktir.” Vanræktu þess vegna ekki skyldu þína eða nokkuð gott, sem þú getur gjört. A. Warren. Spádómar Biblíunnar taka það skýrt fram að á síðustu dögum verði erfiðir tímar fyrir íbúa heimsins; harðindin verða að líkindum mest í f járhagslegu tilliti. Guð hefir séð svo fyrir að gegn um krepp- una sem yfir stendur, meðan verið er að ljúka við starf hans í hei'minum, þá skuli enginn skortur vera á fé til að hrinda því áfram. Til þess börn hans hafi nóg fé til útbreiðslu fagn- aðarerindisins, þá hefir hann lofað ríkulegri blessun sinni í tímanlegum efnum þeim, sem trúlega gefa af fé sínu til útbreiðslu hans ríkis. Eg óttast fyrir að margir séu í miklu meiri fjárkreppu heldur en vor himneski faðir ætlast til. Eg er hræddur um að sumir eigi erfiðara fjárhagslega, og njóti ekki eins fullkomlega gleðinnar í Guði, eins og þeir gætu gjört, ef þeir væru trúir í því að gefa Guði hvað Guðs er. Einn af þjónum Drottins hefir sagt: “Eg sá að surnir afsökuðu sig frá að gefa til efl- ingar Guðs ríkis af því þeir væru í skuld . . . Vegna eigingirni þeirra og ágirndar getur Guð ekki lagt blessun sina yfir störf þeirra og fram- kvæmdir.” R. H. Smávegis Fyrsta desember 1935 unnu 800,079 manns í þjónustu Bandaríkja-stjórnarinnar, og fengu náttúrlega kaup sitt fyrir hjá henni. 110,795 af þeiiin voru í höfuðistaðnum. Það er sagt að þeim fjölgi sem flýja frá ítalíu til Austurríkis, til þess að komast hjá því að verða sendir í herinn til Ethiópíu. En nákvæmar fréttir um þá er ekki unt að fá. Ung stúlka, sem er afbragð allra annara í reikningsliist er nú í París á Frakklandi. Há- skóla prófessor einn spurði hana hve marga daga, klukkustundir, mínútur og sekúndur sá STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgefendur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. maður hefði lifað, seim væri rétt 46 ára að aldri. Eftir augnabliksþögn svaraði hún ispurn- ingu hans. Franskir prófessorar könnuðust við að tölur hennar væru réttar. Ein deild Þj óðasambandsins, sem kallast Nansen skrifstofan hefir á lista sínum yfir eina miljón manna, sem verða að fá hjálp. Rúm 120,000 af þessu fólki hafa mist stöðu sina þessi síðastliðnu ár. Bæði vegna aldurs og annara orsaka getur það ekki hjálpað sér sjálft. Alt þetta fólk er eins statt i því tilliti að það á ekkert land. Þó ótrúlegt og óskiljan. legt sé, þá hefir það enga lagaheimild til að vera nokkursstaðar. Það er sent yfir landa- mærin og hrakið þannig land úr landi, og stund- um látið sitja lengi í fangelsi, þótt það hafi ekkert til saka unnið nema það að vera til. Nú er prentað Nansen frímerki, sem á að selja til að hjálpa þessu fólki. Áætlað er að Bandaríkjakonur eyði um 200 miljón dollurum árlega í fegurðarbúðum, svo þær geti sýnst yngri og fegri. Um 30,000 slík. ar búðir finnast í landinu. 25430 Gyðingar fluttu frá Warshaw í Pól- landi til Palestínu árið sem leið. Ákafir hvirfiibyljir hafa nýlega gengið yfir suðurríkin, sérstaklega Missisippi, Alabama og Georgíu. Þeir hafa orsakað mikið eignatjón, meitt þúsundir manna, og drepið 376 manns, eftir því sem síðustu fréttir greina frá. Nú kvað vera komin ný uppfynding, sem stöðvar bíl ef keynsluimaðurinn fellur í svefn. Þegar hann linar tökin á hjólinu þá blæs horn og bíllinn stöðvast. Eg er svo innilega þakklát hinum göfugu, samvizkusömu viðskiftamönnum mínuirn, sem standa í skilum við Stjörnuna, þeir létta mér svo mikið erfiði og áhyggjur. Guð mun blessa þá og uppfylla þarfir þeirra. N. Johnson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.