Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.07.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 5i stóli. Hann mun gleÖjast yfir því á morgni upprisunnar að Jiann hafÖi fengið syndir sínar fyrirgefnar og var tilbúinn aÖ fara. Tíminn bíÖur aldrei eftir manni og dauÖ- inn kemur oft á óhentugumi tíma. Vér dirfumst ekki að segja við Guðs anda eins og Felix sagði við Pál: “Far burt að sinni, en þegar eg fæ tóm, mun eg láta kalla þig.” Tækifærið kemur ef til vill aldrei aftur. Þessi fjögur atvik hafa fest mér í minni hve nauðsynlegt það er að vera sífelt viðbúinn að mæta Jesú í friði. Til þess að vera það, verð eg að láta ljós mitt lýsa öðrum mönnum, svo að þeir af félögum mínum, sem annars kynnu að glatast, megi finna frelsarann og öðlast eilíft líf. “Ver- ið þess vegna víðbúnir, því mannsins sonur mun koma á þeirrí stundu sem þér sízt ætlið.” Paul Blincoe. “ Hún er ný á hverjum morgni” Árið var nærri liðið. Fyrir gÖmlu Mrs. Norman hafði það verið leiðinlegir dagar og langar nætur, og fáar gleðistundir inn á milli. Nú sat hún við borðið til að neyta fátæklegs morgunverðar. Hún var heldur ólystug eftir venju. Það var alt annað en gleðiefni að líta fram á annan nýársdag. Auðvitað vár hann ekkert frábrugðinn öðrum dögum, sagði Ihún við sjálfa sig. Allir dagar voru jafnir fyrir hana. En hún gat ekki stilt sig um að minnast liðinna tíma. Ef framtíðin líktist liðna tím- anurn þá — nei, hún mátfi ekki hugsa til hinna gleðisnauðu komandi daga, það.tók allan kjark frá henni. Alt í einu stóð hún upp og setti frá sér matinn, sem hún hafði varla bragðað. Nú heyrðist létt fótatak fyrir utan húsið og svo var barið að dyrurn. Það var Esther, ljósgeislinn hennar, sem Ihún nú fyrir augna- blik hafði gleymt. Hún opnaði dyrnar og inn kom glaðleg lítil stúika. “Góðan daginn frænka Jane. Ó, veiztu hvað? Pabbi hefir fengið vinnu, reglulega vinnu, fyrir margar vikur eða heilt ár, það er sú mesta náð sem við höfum fengið lengi. Eg á að fá nýja skó og mamma nýjan kjól, og alt sem við þurfum.” “Það gleður mig, barn, það gleður mig innilega,” sagði frænka Jane, og mátti sjá að hún meinti það. Það var þó gott. Þarna var f jölskylda, sem mat svo mikils hvað sem þeim hlotnaðist. En íivers vegna gat hún aldrei fengið neitt, sem gladdi hana? Hvað var rangt? Hversvegna var hjarta hennar svo tómt og gleðisnautt? Hvað meinti barnið með “mestu náð?” Hún talar alt af svo leyndardómsfult. Hún áttaði sig brátt er hún snöggvast sá eins og raunasvip bregða fyrir á litla andlitinu. “Frænka Jane, eg vildi þú hefðir einhvern til að hjálpa þér og vinna fyrir þig.” “Þey, barn. Mér líður vel. Eg er gömul og það gjörir ekkert til með mig.” Litla stúlkan leit alvarlega út. Henni þótti vænt um gömlu konuna sem ætíð var reiðubúin að hlusta á sögur hennar og taka þátt í sorg hennar og gleði. Fyrsta daginn sem hún hafði farið í skólann meðan hún var alveg ókunnug í þorpinu, þá hafði hún séð Jane, sem var að binda uppi rósateinpng íyfir 'framan húsið. Ester heilsaði upp á hana og frænka Jane veif- aði hendinni til hennar. Síðan hafði henni alt af þótt vænt um gömlu konuna, og hún hljóp inn til að sjá hana nærri á hverjum degi. Og hvílikt gleðiefni voru ekki þessar heimsóknir fyrir gömlu konuna sem var svo einmana. “Frænka Jane, ef þú gætir fengið það, sem þig langar mest til, hvers mundir þú þá óska þér.” “Ester,” sagði hún hikandi. Það var langt síðan að nokkur hafði hugsað um hvað hana langaði til. “Eg veit það ekki, en hvað imeintir þú með því að vinnan hans pabba þíns væri mesta náð ?” “Ó, þú veizt að Biblían segir að Guð veiti oss nýja náð á hverjum morgni og við höfum verið að hugsa um það. Stundum er það eitt- hvað lítið, en það er samt alt af ný náð á hverjum degi. Og vinnan sem pabbi fékk er einhver sú stærsta sem við höfum fengið, við vorum í svo mikilli þörf fyrir hana.” Nýja náð. Hún var allan daginn að hugsa um þetta. Ef hún aðeins hefði gömlu Bliblíuna sina þá gæti hún lesið um það. En Biblían hafði brunnið, eins og flest annað sem hún átti, stuttu eftir að Bennie dó. Svo flutti hún í þennan gamla kofa þar sem hún gat haft dá- iítinn matjurtagarð og svo haldið í sér lífinu á þessum litlu eftirlaunum sem hún fékk. Hún hafði aldrei getað sparað nóga peninga til að kaupa sér Biblíu aftur, svo hugsaði hún heldur

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.