Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 2
82 ST JARNAN og fjárframlög til herkostnaðar hafa mikið meira en tvöfaldast. En þetta er aðeins ein hliS málsins, því meðul og aðferðir til eyðileggingar hafa margfaldast miklu meira á því sama tíma- bili. Ramsay MacDonald hafði meðal annars sagt á þjóðþinginu fyrir nokkru síðan : “Mönn_ um er farið að finnast að það sé eitthvað djöfullegt í hamförum þeiim, sem eiga sér stað til að fjölga her, sjóliði og loftskipum til hern- aðar.” Nú skulum vér lesa orð spámannsins þar sem hann lýsir ástandinu í hinum síðasta hildarleik syndarinnar. “Þeir eru djöfla and- ar, sem gjöra tákn og ganga út til konunga allrar heimsbygðarinnar, til að safna þeim saman til striðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda. “Op. 16:14. Þegar vér athugum þennan spádóm þá bregða orð MacDonalds ljósi yfir tímann sem yfir stendur. Hin yfirvofandi hætta. “Sjá, eg kem eins og þjófur, sæll er sá, sem vakir og geymir klæði sín til þess hann gangi ekki nakinn um kring og menn sjái blygðun hans.” Op. 16:15. í þessum orðum gefur frelsarinn hina síðustu aðvörun um hina yfir- vofandi eyðileggingu heimsins, það er eins og innskotssetning í miðjum, spádóminum, sem segir frá, hvernig herflokkunum verði safnað til Harmageddon stríðsins, meðan, síðasta plág. an stendur yfir. Þegar vér athugum ástand heimsins, eins og það nú er, þá sjáum vér ótví- rætt undirbúninginn undir hið síðasta stríð, sem mun leiða algjörða eyðileggingu yfir heim- inn. Svo árum skiffir höfum vér verið alvar- lega aðvaraðir um hina komandi eyðileggingu, og nú virðist sem skuggarnir séu farnir að lengjast og illviðrisskýin séu farin að draga upp yfir hinum ráðþrota heimi. “Dimm ský skyggja yfir sjóndeildarhring þjóðanna. Rússar og Japanar eru búnir til bar- daga, Frakkar, Rússar og Czechoslovakar hafa gjört samning sín á miili móti Þjóðverjum, sí- feld stríðshætta hvílir yfir Evrópu . . . Heim- urinn er óttasleginn. Eins og f járkreppuvand- ræðin séu ekki nóg, þá bætist við hættan um yfirvofandi stríð.” (Pictorial Review, Sept. 1934). Fyrsta greinin í ágústblaðinu Review of Reviews, hefir þessa yfirskrift: “Lexían frá 1914 til 1934.” Grein þessi er skrifuð af einum hinum nafnkunnasta söguritara Englands, sem nú er uppi. Hann talar um atvikin, sem leiddu til stríðsins mikla, og bendir svo á kringum- stæður þær, sem heimurinn stendur nú augliti til auglitis við. Hann segir: “Aldrei síðan stríðinu var lokið hefi eg séð jafn mörg dimm og þykk ský á lofti.” Því næst talar hann um það sem í skyndi er framkvæmt til að búa -sig undir hið voðalega komandi stríð. Svo bætir hann við: “Það er skuggaleg mynd, en eg er hræddur um að hún sé engu ljósari heldur en hún hefir verið máluð.” William Philip segir í Panama “Star & Herald” 30. ágúst 1934: “Kapphlaup heimsins í herbúnaði magnast æ :meir og meir. Allar hinar voldugri þjóðir horfa óttaslegnar út yfir sjóndeildarhringinn og efla stríðsvarnir sínar.” Vakið, vinnið, biðjið. Á þessum vandræðatímum, þegar vér sjáum alstaðar hjá fólki angistarfulla eftirvænting þess er yfir allan heiminn mun koma,” þá sannarlega ættu þeir, sem kannast við gildi Guðs boðorða, að gefa gaum að áminningu frelsarans: “Sæll er sá, sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að liann gangi ekki nakinn um kring.” “Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera ílekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.” Op. 16:15.; 2. Pét. 3:14. Kraftur til að lijálpa öðrum. Á slíkum tíma sem þessum, sem nú stendur yfir, megum vér ekki láta oss nægja að hugsa einungis um sjálfa oss. Vér, Guðs börn, sem væntum komu frelsara vors, verðum að hafa hjörtu vor fylt af hans kærleika, svo vér leit- umst við að hjálpa þeim, sem umhverfis eru, og með gleði sýnum hyaða sjálfsafneitun sem þörf er á, þeirn til frelsunar. Meðan vér sjá- um hvert táknið á fætur öðru, sem bendir á að koma Krists er i nánd, þá þrá hjörtu vor svo alvarlega og innilega, að öðlast þann kraft, sem hrífur hjörtu allra einlægra sálna, til að búa sig í skyndi undir bráða endurkomu Drottins vors og frelsara. Hungraður og eftirvœntingarf idlur. “Yfirstandandi tími er mjög þýðingarmik- ill fyrir alla lifandi menn. Stjórnmálamenn og þeir, sem ríkjum ráða, menn, sem hafa mikla ábyrgð á hencli og njóta trausts annara, hugs- andi rnenn og konur af öllum stéttum, gefa ná- kvæmar gætur að öllu, sem fram fer umhverfis oss .... Þeir sjá hve alvarlegt ástandið er í öllum jarðneskum efnum, og þeir kannast við að einhver alvarlegur atburður er fyrir hönd- um — að heimurinn er að nálgast reiknings- lokin.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.