Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 6
86 STJARNAN Vertu trúr Hinir trúuðu meðal vor hafa litla hugmynd um hvað það kostar fólk í heiðnum löndum að slíta sig lausa frá trú, siðum og venjurn þeim, sem forfeður þeirra hafa fylgt svo öidum skift- ir. Jesús segir: “Ef einhver kernur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn og bræður og systur, og jafnvel sift eigið líf, hann getur ekki verið lærisveinn rninn .... Þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öllu, sem hann á, verið lærisveinn minn.” Lúk. 14 Í26.23. Það ber sjaldan við heima, að sá sem kýs að fylgja Jesú þurfi bókstaflega að uppfylla þau skilyrði, sem Jesú nefnir hér. En á Ind- landi kemur það oft fyrir, að ef maður tekur þá stefnu að trúa á Jesúm og fylgja honum, að hann þá verður að yfirgefa konu og börn, föður og rnóður, heimili sitt og eignir, og alt, sem honum er kærast í lífinu. Stundum eru ættingjar hans svo reiðir, að líf hans er í hættu. Vegna hættunnar, sem það hefir í för með sér, þá eru margir, sem hika sér við að játa Jesúm opinberlega. Eg er sannfærður um að það eru margir hér á Indlandi, sem trúa á Jesúm, en sem, eins og Nikódemus, ekki koma fram opinberlega, en andi spádómsins hefir fullvissað oss um, að margir þessara tnunu kannast við frelsara sinn opinberlega áður en náðartíminn er á enda. Þetta er gleðiefni fyr- ir þá, sem starfað hafa, og oft án þess að sjá mikinn árangur. Vér sjáum oft að trúbræður vorir á Ind- landi eru fúsir til að líða fyrir Krists nafns sakir, margir mundu reynast trúir og gefa líf sitt hans vegna, ef þess væri krafist. Indversk stúlka ein giftist ungum innlendum manni. Bæði voru trúuð, en foreldrar mannsins höfðu fallið til baka, og börðust nú á móti sannleika Guðs orðs, og misþyrmdu tengdadóttur sinni, þau bæði leituðust við að tala hana uppi og ofsóttu hana. Einungis þeir, sem kunnugir eru á Indlandi geta gjört sér hugmynd um meðferð þeirra á tengdadóttur sinni, svo grimmileg var hún. En unga konan var trú og staðföst, og umburðarlynd og þolinmóð gagnvart þeim, sem ofsóttu hana. Loks hepnaðist foreldrunum að snúa syni sínum líka burtu frá sannleikanum, svo hann gekk í lið með þeim á móti Guðs börnum. Brátt breyttist einnig framkoma hans gagnvart kon- unni. Einn dag þegar hann barði hana með höndum og fótum, þá sagði hún: "Eg veit að hjarta þitt er ekki með þegar þú ert að berja mig. Hjarta þitt elskar mig alveg eins og þegar við giftumst, það eru aðeins hendur þínar og fætur, sem hlýða skipunum foreldra þinna.” Þolinmæði hennar og umburðarlyndi bræddi hjarta imanns hennar, svo hann bað hana fyrir. gefningar. Nú urðu þau bæði hamingjusöm aftur og elskuðu hvort annað. Þannig sigraði trúmenska, þolinmæði og kæríeikur þessarar indversku konu bæði mann hennar og seinna foreldra hans, svo þau sneru sér aftur til Guðs. Indland hefir án efa fjölda dætra, sem eins og þessi eru sannar hetjur. Ef til vill eru þær fáurn kunnar, og öðlast enga viðurkenningu hér. En laun þeirra verða mikil þegar Jesús kemur að samansafna sínum út- völdu. Guð gefi oss: náð til þess fúslega að líða fyrir hans nafns sakir, og meðan vér líðum að vera þolinmóðir, hógværir og kærleiksríkir, eins og hann sem “ekki illmælti þótt honum væri illmælt.” T. J. Michael. Hafðu Guð í ráðum með þér Verzlunarmaður kom einu sinni til Georges Muller og sagði honum að hann væri rétt að því kominn að leggja stórfé í fyrirtæki, sem hann vænti að mundi gefa góðar tekjur, og þær skyldu einnig verða til eflingar Guðs ríkis, en hann óskaði fyrst að ráðfæra sig við Muller, og að þeir sameiginlega legðu það fram fyrir Guð í bæn. George Muller varð því miður að segja honum að rétt sem stæði hefði hann áríðandi skyldum að gegna, en ef hann vildi bíða litla stund, þar til þeimi væri lokið, þá mundi það vera honum gleðiefni að hjálpa honurn það sem hann gæti. “Nei,” svaraði maðurinn. “Eg verð strax að taka ákvörðun rnína, ef eg bíð, þá missi eg tækifærið og einhver annar nýtur þess.” Hann framkvæmdi áform sitt, án þess að bíða eftir Guðs leiðbeiningu. Hann setti allar eigur sínar í fyrirtækið — og tapaði öllu.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.