Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 5
STJARNAN 85 Áhugamál og gleðiefni hinna heilögu ÞaÖ var neyÖ hins glataða mannkyns, sem leiddi Jesúm til aÖ yfirgefa hallir himinsins, til aÖ frelsa mennina. Heimurinn var glataÖur og faðirinn gaf son sinn til að frelsa hann. Manns. ins sonur kom til þess að leita þess, sem glatað var og frelsa það. Jesús er gjöf Guðs til mann. anna og hann er sífelt að leita þeirra sem hann kom til að frelsa. íbúar himinsins hafa meiri áhuga fyrir því að frelsa syndara heldur en nokkru öðru. Frelsun sálna er hið mesta fagn. aðarefni á himnum. Það er hið mesta áhuga- mál og hin æðsta gleði 'hinna heilögu á himnum. Mönnum er falið það starf að vera sam- verkamenn Guðs i því að frelsa syndara. Jesús sagði við nokkra, sem hann kallaði til fylgd- ar við sig: “Fylgið mér, og eg mun gjöra yður að mannaveiðurum.” Hver einasti maður, sem fylgir Jesú mun verða mannaveiðari. Hver söfnuður, sem fylgir Jesú eftir mun veiða menn. Mannaveiðar hljóta að vera aðal áhuga. mál allra þegna Guðs ríkis. Sumir söfnuðir virðast hafa áhuga fyrir öllu öðru en mannaveiðum. Hvað mundu menn hugsa uro þá fiskimenn, sem alt af væru að bæta net sín, beita færi og ráðgjöra hvað þeir ætluðu sér, ef þeir svo aldrei rendu færi eða legðu net í sjó eða vatn. En þegar vér at- hugum það að þúsundir kristinna safnaða hafa ekki fjölgað einum einasta meðlim í eitt eða fleiri ár, ætli það sé þá ekki eitthvað í ólagi, og að menn vanræki starf sitt að veiða menn. Það er fagur lærdómur innifalinn í reynslu Davíðs konungs. Hann sagði: “Hver vill sækja mér vatn í brunninn í Betlehem, sem er þar við hliðið?” Þrír íhinir hraustustu menn hans ruddu sér braut gegnurn fylkingar Filiste- anna og náðu vatni úr uppsprettunni og færðu honum. Davíð er hér fyrirmynd upp á Krist. Hann þráir og þyrstir líka, en aðeins eitt svalar þorsta hans. Hann segir: Ó, að menn vildu leiða til mín þá, sem eg lét líf mitt fyrir.” Hver vill vera sj álfboðaliði hans og færa honum þá? Hann reiðir sig á hina hraustu menn sína til að ryðja sér braut gegnum hervirki óvinarins, tor. trygni, kæruleysi, vantrú, heimselsku, og synd í öllum myndum, til þess að veiða menn og konur og leiða til hans. Ó, að vér hefðum fleiri hrausta rnenn í ísrael, sem óttast engan nema Guð, sem fúslega gefa sig fram og segja: “Hér er eg, Drottinn, sendu mig.” Eg vil fara og færa þér einn. Þú getur reitt þig á að eg færi þér einn árið 1936. En til þess að taká slika ákvörðun þarf himneska hugsjón. Fögnuður í þjónustu Drottins. John G. Paton, hinn nafnkunni trúboði til Suðurhafseyjanna heimsótti Canada einu sinni. Það er sagt að einu sinni meðan hann var i Canada keyrði hann í vagni með öðrum presti, sem benti honum á heimili þar sem vantrúar- maður bjó með dóttur sinni. Prestur þessi sagði Mr. Paton að dóttirin hefði nýlega tekið á móti Kristi. Þá spurði Mr. Paton: “Trúir hún þá í sannleika á Jesúm Krist?” Þegar hann var fullvissaður um það, sagði hann með lotn- ingu: “Guði sé lof,” og gleðitárin runnu niður kinnar hans. Hann þekti hana ebki, hafði aldrei séð hana og bjóst aldrei við að mæta henni, en hann lifði í svo nánu sambandi við Guð, að fréttin um frelsun einnar sálar fylti hjarta hans óútmálanlegri gleði, svo hann gat tekið þátt í fögnuði himinsins yfir syndara sem bætti ráð sitt. Slíka reynslu getur einungis sá öðlast, sem lifir með Guði. Bróðir minn og systir, tekur þú þátt í á- hugamálum himinsins og hinna heilögu, sem þar búa? Hefir þú lagt net þín til að veiða menn? Ert þú, sem einstaklingur og söfnuður sá, er þú fylgir, starfandi að því :að veiða menn, frelsa sálir, eða lætur þú þér nægja einungis að tala um það? “Þetta málefni að leita þess, sem glatað er og frelsa það, er mjög alvarlegt. Vor eilífa velferð er undir því komin. Söfnuð- irnir veslast og deyja út vegna þess ]?eir hafa vanrækt að nota hæfilegleika sína til þess að láta ljós sitt lýsa öðrum mönnum.” Hvernig er þín eigin kristilega reynsla, kæri bróðir ? Minstu þess að vér erum Krists erind. rekar og höfum boðskap að flytja. Vér erum vitni hans og höfum undraverða sögu að segja. Hvers vegna ekki gjöra hana heyrum kunna í dag. Engin jarðnesk stjórn eða voldugt félag hefir kallað þig til þess, heldur hefir Guð sjálf_ ur útvalið þig sem vitni sitt til að kunngjöra öðrum fagnaðarboðskap frelsisins í Jesú Kristi. Gakk þú að verkinu. Lát orð Páls postula hringja í eyrum þér: “Vei mér ef eg ekki pré- dika fagnaðarerindið.” R.H.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.