Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN OKTÓBEE, 1936 LUNDAE, MAN Sjá brúðguminn kemur Vér gleÖjumst í fullvissunni um það aÖ GuÖ er “miskunnsamur, líknsamur, þolinmóður, gæzkuríkur, og harla trúfastur, sem auðsýnir gæzku þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, af- brot og syndir.” En vér megum aldrei gleyma því, að hann er réttlátur ekki síður en miskunn. samur. “En hann lætur syndirnar þó eigi með öllu óhegndar.” Mós. 34:6,7. Reiði hans gegn syndinni verður fullnægt þegar iðrunarlausir syndarar verða að lokum eyðilagðir. í náð sinni er hann þolinmóður við syndarann, en í réttlæti gagnvart alheiminum og til að auglýsa sitt eigið réftlæti, verður hann að afmá synd. Sá alvárlegi endurgjaldstími nálgast óðum. Það er erfitt fyrir oss að skilja það, að Guð muni algjörlega eyðileggja syndarann og afmá synd af jörðunni, en engurn sannleika er haldið skýrara fram í Biblíunni heldur en þess- um. “Af því að dómi yfir verkum ilskunnar er ekki fullnægt þegar í stað, þá svellur mönn- um móður til þess að gjöra það sem ilt er.” Préd. 8:11. “En ;með harðúð þinni og iðrunar- lausu hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiði- degi og opinberunar Guðs réttláta dóms.” Róm. 2 :5. Ó, hve dýrmætt er að vita, að nú er tæki- færi fyrir alla, sem vilja, til að frelsast frá syndinni og reiðinni, fyrir trúna á hann, sem dó fyrir oss. Sá dagur kemur samt sem áður, að þeir, sem viljandi hafna, eða með kæruleysi vanrækja að meðtaka náð Drottins, munu í angist sinni hrópa: “Uppskeran er liðin, aldinskurðurinn á enda, en vér höfum eigi hlotið 'hjálp.” Jer. 8:20. Þeir, sem með fyrirlitningu hafa stöðugt hafnað Guðs framboðnu náð munu á þeim degi i vonlausri örvæntingu kalla til fjallanna og hamranna: “Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambsins. Því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta stað- ist.” Opinb. 6:16, 17. 7'ákn til aðvörunar. Plinn mikli dagur kemur ekki án þess mönn- um verði gjört aðvart. Nálægð hans verður auglýst með órækum kennimerkjum, sem allir geta skilið. Jesús sagði: “Og tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum, og á jörðunni angist meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur hafs og brimgný. Og Imenn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbygðina, því að kraftar himnanna munu bifast.” “Þannig skuluð þér vita, að þegar þér sjáið alt þetta, þá er hann í nánd, fyr- ir dyrum.” Lúk. 21:25,26; Matt. 34:33. Alkunnur rithöfundur hefir lýst ástandi heimsins þannig: “Alstaðar í heiminUm, er hætta og óvissa, skelfing ótti og kvíði grípur hjörtu manna. Hver þjóðin tortryggir aðra. Sjálfselska og eigingirni, sem gengur undir yfirskini föðurlandsástar, grefur grundvöllinn undan félagslífi og viðskiftum manna. Er orð- ið of seint að snúa við? . . . Það sjást þegar merki þess að mannkynið er farið að skilja 1 hvílíkri hættu það er statt.” Annar rithöfundur notar þessi alvarlegu orð: “Það lítur út eins og vér séum að nálgast endir heimsins . . . og göngum á móti hinni síð_ ustu eyðileggingu.” Herbúnaður. Eitt af því helzta sem bendir á að hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins, sem spámennirnir tala um, sé í nánd er samkepni allra þjóða í her- búnaði. Það er sagt að 1913 hafi allur her heimsins, að meðtöldum varaherdeildum, verið 29,095,288 og að kostnaður, sem laut að hern- aði hafi þá verið 1,300,285,334 dollarar, en 1934 var tala hermanna stigin upp í 38,473,994 og fé lagt fram til herkostnaðar 3,195,150,370 dollarar. I síðastliðin 20 ár hefir hermönnum fjölg- að í heiminum um nær því 10 miljónir manna,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.