Stjarnan - 01.10.1936, Síða 7

Stjarnan - 01.10.1936, Síða 7
STJARNAN 8 7 * * > Endurgjald hlýðninnar Nokkrar samkomur voru haldnar í Mont- rose, Colorado, og fáeinir menn og konur tóku á móti sannleikanum, þar á meðal ungur giftur maÖur, sem vann í búÖ hjá föður sínum. Faðir hans reyndi að hindra hann frá að halda hvíld- ardaginn heilagan. Þegar það lánaðist ekki fékk hann kunningja sína til að reyna við hann, að láta hann hætta )>ví, en þegar það alt reynd- ist árangurslaust, þá sagði 'hann syni sínum að hann gæti ekki lengur látið hann vinna hjá sér Upp á ákveðið kaup, ef hann vildi ekki vinna lengur á laugardögum, en bauðst til að gefa honum vissar prócentur af því sem hann seldi. Þegar ungi maðurinn seinna sagði frá þessu bætti hann við: “Eg sagði pabba og vinum .hans, að eg gæti ekki svarað öllum spurningum þeirra og mótmælum, en eitt væri eg viss um, og það var það, að eg hefði lært sannleika Guðs orðs og fundið frelsara minn, og þegar eg kynt- ist orðinu betur múndi eg geta svarað öllum spurningum þeirra.” Ungi maðurinn og kona hans lögðu þetta mál fram fyrir Guð í bæn. Prócenturnar, sem hann fékk af sölunni fyrsta mánuðinn voru rúmir 400 dalir, en kaup hans áður hafði verið 125 dalir á mánuði. Faðir hans varð nú svo grarnur að hann sagði honum upp vinnunni. Ungi maðurinn tók því mjög rólega. Hann leig-ði sér litla búð og fór að verzla fyrir sjálfan sig. Honum hefir gengið mjög vel. Hann setur stórt auglýsingarblað fyrir gluggann á hvíldardögunum og á því stendur: “Þessi búð er lokuð til sólarlags á laugardög- um.” Tveimur mánuðum eftir að hann byrjaði verzlun sína hafði hann þrjá menn í þjónustu sinni. Sumir af safnaðarfólkinu hvöttu hann til að reynast Guði trúr, þótt faðir hans væri svo harður og ósanngjarn, þeir sögðu honum að maður mætti búast við að mæta mótspyrnu og erfiðleikum. Ungi maðurinn svaraði: “Eg hefi ekki mætt neinu þessháttar ennþá. Eg er ham. ingjusamari en nokkru sinni fyr, mér gengur betur að verzla, og framtíðin hefir aldrei verið bjartari útlits en hún er nú.” Legg hönd þína í Guðs hönd Eg ætlaði að fara yfir götuna, en á stétt- inni stóð lítil stúlka og grét. Eg spurði hvað að henni gengi, en hún svaraði snöktandi: “Eg þori ekki að fara yfir götuna, eg er hrædd við stóra hundinn þarna.” Hún benti á stóran hund, sem stóð skamt í burtu. “Eg skal halda utan um hendina á þér og svo getum við fylgst yfir götuna, svo þú þarft ekki að vera hrædd,” sagði eg við hana. Hún tók því vel og gekk óhrædd yfir. Legðu hönd þína, legðu sjálfan þig í hönd frelsara þíns alveg tregðulaust, þá hefir þú ekkert að óttast. í stað hræðslu mun sál þín þá fyllast fögnuði og þakklæti. B. S. Skynsamur hestur Fyrir nokkru síðan þegar tveir menn voru að flytja ýmsar vörur upp að Leklemsvatni í Verdal í Noregi, þá kom fyrir eftirtektarvert atvik. Vegur þeirra lá í gegnum eyðiengi, sem not- að var til beitar fyrir hesta. Hvert skifti sem þeir keyrðu fram hjá einum vissum stað, kom hneggjandi hestur til þeirra. Til að byrja með gáfu þeir lítinn gaurn að þessu. En síðasta skiftið sem þeir komu upp með flutning, stóð hesturinn í vegi fyrir þeim og þeir gátu ekki komist fram hjá honum. Þeir hugsuðu þá að eitthvað mundi valda þessu og fóru að rann- saka hvað umhverfis væri. Nú fór hesturinn strax inn á stíg, sem lá niður skóginn; þeir fóru á eftir honum, og fundu þeir þá brátt ungan hest, sem hafði fallið ofan i mýri, sem hann komst ekki upp úr sjálf- ur. Þeir fengu sér ínannhjálp og náðu hestin- um upp eftir mikla fyrirhöfn. Hann hefir að Hkindum dottið ofan í daginn áður og var, sem vænta mátti mjög þjakaður. Hesturinn, sem á þennan hátt útvegaði fé- laga sínum hjálp, var gömul hryssa. Hún stóð hjá meðan verið var að bjarga hestinum og horfði á hvað fram fór. R. H. E. S.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.