Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.10.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 83 Vér tilfærum hér nokkur orÖ úr tímariti, sem lesið er af miljón áskrifendum: “Hein> urinn er niÖurbrotinn og vonlaus, þreyttur og blindur, skjögrandi á snös eyÖileggingarinnar. Hann hlustar á svikafull loforð haröstjóra og ræningja, sem reyna aÖ eyÖileggja trúarbrögö og þjóðstjórn. En það er heimur, sem er hungr- aður og eftirvæntingarfullur.’’ Hvílík viður- kenning um ástand það, sem nú er. Þefta eru alvarleg orð, en þau fela þó i sér von: “Hungr- aður og eftirvæntingarfullur.” Nú, á þessum alvörutíma, þegar forlög heimsins liggja á metaskálunum, eigum vér þá að reynast ótrúir köllun vorri? Vér, sem trúaö hefir verið fyrir hinni mestu ábyrgð, sem nokkurn tíma hefir hvílt á mönnum. Aldrei fyr en nú á öllu því tímabili, sem syndin hefir ríkt, hefir það sýnt sig eins fullkomlega að heimurinn er glataður án Krists, og að hann er nú á barmi eyðileggingarinnar. Vér, sem höf_ um í 'höndum vorum lífsins brauð handa hinum glataða heimi, eigum vér, hvað sem það kostar sjálfa oss, að daufheyrast við neyðarópinu frá hinuim aðþrengdu, sem eru í dauðans hættu? Festið í minni orðin: “Hungraður ■ og eftir- væntingarfullur.” “Þeir eru margir, sem trúlega hafa gengið í því ljósi, sem skinið hefir á veg þeirra. Þá hungrar og þyrstir eftir því að hevra meira um Guð og hans vilja. Alt umhverfis í heiminum eru menn og konur, sem horfa vonaraugum til himins. Bænir, tár og andvörp sfíga upp frá sálum, sem þrá ljós og náð, sem þrá Guðs heilaga anda. Margir eru nálægt Guðs ríki og bíða þess aðeins að þeir séu leiddir inn.” Minnist fávísu meyjanna. Það gleður hjörtu vor að vita, að margir eru að vakna upp af hinum andlega svefni, og starfa nú með áhuga og ósérplægni að því, að leiða aðra til frelsarans, þeir styðja með gleði alheims starfið, til útbreiðslu kristindómsins. Þetta ætti að vera áhugamál allra kristinna manna. Eg ætla að leyfa mér að aðvara yður, sem sofið áhyggjulausir rétt á tímamótum eilífðarinnar. Ef yður er ant um yðar eigin eilífu velferð, ef þér elskið frelsarann, sem lagði alt í sölurn- ar og jafnvel gaf út líf sitt fyrir yður, þá vakn- ið. Vaknið upp og búið lampa yðar. Gjörið alt, sem í yðar valdi stendur, til að leita hinna glötuðu og leiða þá til Krists. íklæðist réttlæti Krists, og standið reiðubúnir til að mæta brúð- gumanum. Frá djúpi hjartans, sem þráir að sjá yður öll frelsuð í Guðs ríki, bið eg yður: “Ver viðbúinn að mæta Guði þínum.” E. E. Andross. Söngurinn frelsaði líf hans Sólin gylti pollinn í indverska þorpinu, þar sem fjöldi fólks var saman kominn til hátíða- halds á tjarnarbakkanum. llmur reykelsisins og hljómurinn af söng fólksins barst með vind- inum. Það átti að vera tilbeiðsla þar og hátíða- hald í heila viku til heiðurs Govri, regngyðj- unni. Á hverjum degi kom hópur af fólki, sem báru bakka með alls konar fórnum til að færa gyðjunni. Á undan þeim gekk venjulega lítill drengur rauðklæddur, á honum héngu margir töfragripir, sem áttu að veifa “lukku.”- Um leið og hann gekk áfram hringdi hann bjöllu. Puja hafði þetta embætti nú. Hann var munaðarlaus drengur, sem hafði gengið á krist- inn skóla í þorpinu. Honum geðjaðist ekki að þessu starfi, af því’hann hélt að það rnundi ekki vera frelsaranum þóknanlegt, því hann hafði lært að þekkja og elska Jesúm. Plann óskaðJ að hann hefði ekki lofað að hringja fyrir heiðna fólkið við tilbeiðslu þess. Það voru ennþá eftir 5 dagar af þessu 'hátíðahaldi og Puja á- setti sér að afsegja að fara næsta dag. Morg- uninn eftir vakti amma hans hann áður en lýsti af degi, og bauð honum að flýta sér, svo hann yrði tilbúinn fyrir hátíðahald dagsins. “Eg get ekki hringt bjöllunni í dag,” sagði hann ákveðið. “Eg ætla aldrei framar að gjöra það.” Hvernig sem amma hans áminti hann og 'hótaði honum, hafði það engin áhrif. Loks koniu þorpsbúar allir þangað, og vegna þess þeir héldu að þessi framkoma drengsins mundi orsaka annaðhvort ílóð eða voðalega þurka, þá urðu þeir gramir mjög. Loksins tóku þeir Puja, bundu hann og fluttu út í skóg, svo villidýrin skyldu drepa hann. Þorpsbúar héldu þetta væri eina ráðið til að forða uppskeru sinni frá eyðileggingu. Puja vissi að Guð elskaði hann. Nú var hann bæði hræddur og í hættu staddur, svo

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.