Stjarnan - 01.08.1939, Blaðsíða 5
STJARNAN
vera, því Alan gat ekki lesið. Snagarnir
1 klæðaskápnum voru líka Imerktir með orð-
um og myndutn, eins var plássið fyrir skóna
’unan á klæðaskápskurðinni. Svo kendi faðir
ians honum að raða fötunulmi, hverju átti að
kasta í ruslakörfuna og yfir höfuð hvernig átti
aö 'hafa skrifstofuna vel útlítandi.
Mest gaman hafði þó Alan af viðskifta-
hókinni, sem faðir hans hafði keypt fyrir
hann í io centa búðinni Fyrir ofan hverja
hlaðsíðu hafði hann skrifað : “Alans skrifstofu-
störf.” Xil dæmis: “Fötin hengd upp” . . .
Leikföng á réttum stað.” Auðvitað gat Alan
69
ekki lesið, en hann þekti brátt hvað skrifað
var á hverjum stað. Það voru líka myndir
til skýringar. Á hverju kvöldi að loknulm
kvöidverði fór faðir Alans upp á skrifstofuna
til að sjá hvort alt stæði heima, og ef alt var
í reglu, ritaði hann undir: “O.K.—D.J.B.”
með svörtu bleki, en ef eitthvað var úr lagi
eða hafði gieymst, þá setti hann rautt merki
við það og dró rauða iínu neðan undir á
blaðsíðunni. Alan hefir lært að allir góðir
skrifstofustjórar forðast rauðu merkin. Og
enginn gæti kallað menn á stórri skrifstofu
“stelpu.” —Ncitioml Kindergarten Ass’n.
Dýrmœtt loforö
Það eru f jöldamörg dýrmæt loforð í Biblí-
unný Þau eru fyrir alla, sem í lifandi trú
tileinka sér þau og mæta skilyrðum þeim, sem
þau eru bundið við. Það eru engin skilyrðis-
taus loforð í Biblíunni. Tökum til dæmis
Opinb. 22:17. “Hver sem vill, taki ókeypis
lífsvatnið.” Takið eftir: Maður verður að
wlja fá það, og svo taka það.
í. 2. Kor. 8:12 lesum vér: “Ef að viljinn
góður, þá er hver þóknanlegur eftir því
sem hann á til, en ekki eftir því sem hann á
ekki til.” Hér virðist postulinn vera að tala
um gjafir. En það má einnig merkja að gefa
sinn mannlega vilja undir Guðs vilja. Hvort
sem heldur er um að tala þá verður fyrst að
vera góður vilji, það er, alveg ákveðinn á-
setningur að vera með hug og hjarta og vilja
undirgefinn Guði.
Þegar Guð gaf soninn gaf hann alt, svo
vér mættum frelsast. Sem endurgjald biður
hánn að þú og eg viljum í raun og veru
þiggja gjöfina, og meðtaka frelsun. Þetta er
berlega íátið í ljósi í skipun Krists til læri-
sveina sinna, og til vor í gegnum þá.
“Jesús 'kom til þeirra talaði við þá og
sagði: Alt vald er mér gefið á himni og
jörðu. Farið því og kristnið allar þjóðir,
skírið þá til nafns föðursins og sonarins og
hins heilaga anda, og kennið, þeim að halda
alt það, sem eg hefi boðið yður. Og sjá, eg
er með yður alla daga, alt til enda veraldar-
innar.” Matt. 28:18-20.
Þessi blessuðu fyrirheit ættu að vera dýr-
mæt hjarta hins trúaða. Það er satt, Jesús
talaði þetta til lærisveina sinna, en það er
eins vissulega talað til vor svo sannarlega sem
vér erum hans lærisveinar.
Athugið hvað innifelst í fyrirheitinu:
“Sjá, eg er með yður . . alt til enda veraldar-
innar.” Það gat ekki verið að líkamans ná-
vist, því hann hafði tekið á sig mannlegt hold
og var í sannleika Imeðlimur mannkynsins,
svo hann gat þess vegna ekki verið nema í
einum stað í einu. Hvernig gat hann þá sam-
tímis verið hjá þeim og á himnum hjá föð-
urnum ? Svarið er auðvelt. Að líkamanum
tii er ihann á himni hjá föðurnum, en fyrir
sinn heilaga anda með hverjuta sem trúaður
er hér á jörðunni. Að þessu er þannig varið
sézt skýrt af orðum Krists í Jóh. 16:7-14.
“En eg segi yður sannleikann, það er yður
til góðs að eg fari burt, því fari eg ekki burt,
mun huggarinn ekki koma til yðar, en þegar
eg er farinn mun eg senda hann til yðar. Og
þegar hann kemur mun hann sannfæra heim-
inn um synd, og um réttlæti og um dóm; um
synd af því þeir trúa ekki á taig; en um rétt-
læti af því að eg fer burt til föðursins, og
þér sjáið mig ekki lengur; en um dóm af því
höfðingi þessa heims er dæmdur. Eg hefi
enn margt að segja yður, en þér getið ekki
borið það að sinni; en þegar hann sannleiks
andinn kemur, mun hann leiða yður í allan
sannleikann, því að hann mun ekki tala af
sjálfum sér, heldur mun hann tala það sem
hann heyrir og kunngjöra yður það sem ’kolmá
á. Hann mun vegsama mig, því af mínu mun
hann taka og kunngjöra yður.”
Að efast um þessi.orð, er að svifta sjálfa
oss samfélagi við frelsara vorn, fyrir heilagan
anda, en að hafa hans anda er alveg ómiss-
andi til þess daglega og stundlega að geta
sigrað i stríði voru við synd og freistingar.
Skipunin, sem gefin er að kristna allar