Stjarnan - 01.02.1941, Page 1

Stjarnan - 01.02.1941, Page 1
STJARNAN FEBRÚAR, 1941 LUNDAR, MAN. Mœlikvarði kœrleikans Eg var staddur á járnbrautarstöð og athygli mín var leidd að konu, sem var að handfara kápulöfin á ungum manni, sem stóð fyrir framan hana. Hún horfði stöðugt í andlit honum og eg sá hún var að tala við hann þó eg heyrði ekki hvað hún sag'ði, en af öllu mátti ráða að þetta var sonur hennar. Þegar eg gætti ná- kvæmar að sá eg að ungi maðurinn var með handjárnum festur við þann, sem átti að taka hann í fangelsi fyrir einhvern glæp, sem hann hafði framið. Vesalings móðirin gaf engu gaum sem fram fór um- hverfis meðan hún stóð þarna til að kveðja son sinn. Tárin runnu niður kinnar henn- ar er hún talaði við sakfelda drenginn sinn. Það var auðsjáanlegt, að kærleik- ur hennar breiddi yfir glæp hans, og hún skammaðist sin ekki að sýna að hún elsk- aði hann. Kona ein með tveimur ungum sonum sínum fór inn í strætisvagninn um þann tíma dags, sem umferðin var mest. Yngri drengurinn sem var ósköp lítill sat við hlið móður sinnar, en sá fjögra ára gamli sat í sætinu á móti henni. Hann horfði mest af tímanum út um gluggann, en af og til leit hann á móður sína. Þegar strætis- vagninn stöðvaðist lil að taka á móti fleiri farþegum j)á hvíslaði hann svo hátt að vel mátti heyra: “Mamma, mamma,” svo þegar hún leit yfir til hans sagði hann: “Mamma, mér þykir ósköp vænt um þiig.” Gleðibros lék um varir móðurinnar, en farþegarnir þögnuðu allir og litu á litla drenginn, sem talað hafði. Kærleikurinn er hið sterkasta afl heimsins. Kærleikur til Guðs í hjörtum ^ai'na hans, kærleikur foreldranna til barna sinna, kærleikur barna til foreldr- anna og heimilisins, kærleikur til föður- lands og vina, kærleikur til náungans, þetta er það, sem heimurinn þarfnast nú á dögum fremur öllu öðru. Það mundi gjöra hamingjusamari bæði þá sem elsk- uðu og hina, sem nytu kærleikans. Vöntun á kærleika leiðir til vonleysis og örvæntingar. Hvað getur verið gleði- snauðara líf heldur en þess manns, sem hvorki elskar ástvini sína, heimili né land sitt. En framar öllu þessu er það þó kær- leikurinn til Guðs, sem fullnægir .hjarta mannsins. Vér vitum það er Guð, sem veitir oss öll þægindi lífsins, hann sem er skapari og viðhaldari allra hluta. Jó- hannes postuli segir: “Eg bið þess minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu eins og sálu þinni vegnar vel.” 3. Jóh. 3:2. Vér vilj- um gjarnan sjá aðra auðsýna kærleika, g'óðvild og umburðarlyndi. Það vekur löngun hjá sjálfum oss til að láta orð vor og gjörðir stjórnast af kærleika. Þráir þá kærleika Guðs í hjarta þitt, vinur minn? Þráir þú að láta leiðast af hans heilaga anda, svo að ávöxtur andans megi koma fram í lífi þínu? “Iværleiki, gleði, friður, langlundargeð, góðlyndi, góð- vild, trúmensku, hógværð, bindindi.” Gal. 5:22. Þetta eru ávextir andans og sá, sem lifir slíku lífi er sann-hamingjusamur. Það er mögulegt að njóta þessa ham- ingjusama lífs í þessum heimi þó spiltur sé. Jesús lifði slíku lífi, og fleiri hafa gjört það hér á jörðunni. Jesús segir oss hvernig þetta er mögulegt: “Ef þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð.” Jóh. 14:15. Það er ánægjulegt að búa á því beim- ili þar sem kærleikur og hlýðni haldast í hendur, þar sem kærleikurinn stjórnar framkvæmdum allra á heimilinu, bæði í orðum og verkum.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.