Stjarnan - 01.02.1941, Qupperneq 7
15
stjarnan
allan heim. Hvar sem Biblían er lesin
'erður skýr fyrir mönnum sú skylda að
halda sjöunda daginn fyrir hvíldardag. En
margir halda því fram samt sem áður að
('Uð sé ekki svo nákvæmur eða smámuna-
samur að hirða um hver dagurinn sé hald-
inn heilagur. Þeir álíta þetta ekki áríð-
andi málefni. Allskonar afsakanir eru
^rambornar af þeim, sem vilja koma sér
hjá að halda Guðs boðorð. En Guð hefir
aldrei burttekið hlessun þá, er hann lagði
yfir hvíldardaginn þegar hann helgaði
irann. Lögmál Guðs, sem einnig felur í
s^r hvíldardags-boðorðið, er endurskin
eiginlegleika hans, og grundvallarlög ríkis
hans, og hefir þess vegna ævarandi gildi.
Sumir líta á hlýðni við kröfur lögmálsins
sem væri það þrældómsok, en spámenn
°g postular Drottins líta á það alt öðru-
vísi. “Og eg vil ganga um rúmgóðan veg
því eg leita skipana þinna.” Sálm. 119:45.
Jakob postuli, sem skrifaði pistil sinn
eftir himnaför Krists, kallar Guðs lögmál
“konungleg boðorð” og “hið fullkomna
frelsislögmál.” Jak. 2:8-12 og 1:25. Hlýðni
við öll 10 boðorð Guðs er hin fullkomnasta
guðsþjónusta, vegur heilagleikans, leiðin
til að öðlast og njóta eilíflega ltærleika,
friðar og gleði. f fjallræðunni sagði Jesús
meðal annars: “Ekki munu allir þeir,
sem til mín segja, herra, herra, koma í
himnaríki heldur þeir einir sem gjöra
vilja míns himneska föður. . . . Hver sein
heyrir þessa mína kenningu og breytir
eftir henni, honum vil eg líkja við for-
sjálan mann, sem bygði hús sitt á bjargi.”
Matt. 7:21-24. En hinum óhlýðnu líkir
hann við mann sem bygði á sandi og þegar
regn og stormur dundi á féll það hús, “og
hrun þess var mikið.”
Allir kristnir mens hljóta að viður-
kenna gildi Guðs boðorða. “Einungis þau
trúarbrögð, sem koma frá Guði geta leitt
til Guðs . . . þau hreinsa hjartað og endur-
nýja hugarfarið, þau gjöra oss færa um
að þekkja Guð og elska hann. Þau gjöra
oss fúsa til að hlýða öllum hans skipun-
um. Þetta er sönn tilbeiðsla.
Jesús sagði: “Eg hélt boðorð föður
míns.” Jóh. 15:10. Hann gaf okkur full-
komna fyrirmynd í hlýðni við öll Guðs
boðorð. Engin óhlýðni við Guðs boðorð
verður afsökuð á hinum mikla dóms og
reiltningsskapar degi, ekkert ranglæti mun
sleppa hjá fyrirdæmingu. Fyrir kraft
Krists geta allir þeir, sem meðtaka hann,
hlýtt ölluin Guðs boðorðum. (Róm. 8:3, 4).
í síðasta kapítula Nýja testamentisins
stendur: “Sælir eru þeir, sem breyta eftir
hans hoðorðum, svo þeir nái að komast
að lífstrénu og inegi inn ganga um borgar-
hliðin inn í borgina.” Op. 22:14.
H. ./. D.
Hver er sinnar lukku
smiður
Starfsmaður einn á fólksflutningalest
þurfti að fá hærra kaup. Börnin voru
orðin mörg og mikil útgjöld, svo hann og
kona hans töluðu um þetta, og það var
afráðið að hann færi til yfirmannsins og
segði honum að hann þyrfti meira kaup.
En er hann kom að skrifstofudyrum hús-
bónda síns, þá brast kjarkur hans, hann
gat ekki gefið neina ástæðu fyrir því hvers
vega þeir ættu að hækka kaup hans, svo
hann gekk í burt og ásetti sér að gjöra
eitthvað til að vekja eftirtekt á sér, svo
kaup hans yrði hækkað. Hann gaf gætur
að samverkamönnum sínum og sýndist
þeir vera hv-er öðrum líkir. Þeir gjörðu
skylduverk sín en aldrei meira. Hann
reyndi nú að hugsa upp eitthvað er til
bóta gæti orðið. Hann stakk upp á að
menn þyrftu að hafa handklæði á lest-
unum. Nú ásetti hann sér ennfremur að
vera kurteisari við farþega, hjálpa þeim inn
í lestina og út úr henni, sérstaklega kon-
um og börnum.
Einn dag var þar gamall maður, sein
lagði spurningar fyrir hann. Hann svar-
aði honum kurteislega og gaf allar þær
leiðbeiningar, sem hann gat. Það hittist
nú svo á að maður þessi var einn í stjórn-
arnefnd þessarar járnbrautar. Nokkru
seinna þurfti félagið lestarstjóra og þessi
maður var kosinn, og í þessari nýju stöðu
sinni fékk hann miklu hærra kaup en
áður.
Nú kyntist hann lestarstjórunum og
ásetti sér að skara fram úr þeim. Hann
hugsaði um hag félagsins og gjörði upp-
ástungur sem spöruðu félaginu þúsundir
dollara. Þar af leiðandi kusu þeir hann