Stjarnan - 01.03.1941, Síða 1
STJARNAN
MARZ, 1941 LUNDAR, MAN.
Trúarbrögð og heilbrigði
Er nokkuð samband milli trúarbragða
og heilbrigði eða líkamshreysti? Með öðr-
Uin orðum: Er nokltuð sameiiginlegt með
kristindóminum og heilbrigði líkamans?
Heilög Ritning gefur oss skýringu á þessu.
“Vitið þér ekki að þér eruð Guðs must-
eri og að Guðs andi býr í yður. Hver
sem skemmir Guðs musteri þeim mun Guð
hegna, þvi Guðs musteri er heilagt og
þetta musteri eruð þér.” I. K'or. 3:16.17.
“Eða vitið þér ekki að líkami yðar er
musteri Heilags anda, sem í yður býr, sem
þér hafið frá Guði og þér eruð ekki yðar
eigin eign.” I. Kor. 6:19.
Þessar Ritningargreinar sýna, að mað-
urinn hefir ábyrgð gagnvart líkama sín-
um, og það er partur af hans kristindómi
að varðveita hann svo hann skemmist
ekki. Líkami vor og kraftar er eitt af
því sem oss er ætlað að annast og gjöra
Guði reikningsskap fyrir. Það er þess-
vegna áríðandi málefni hvernig vér förum
með heilsuna.
Nokkur orð frá hinum nafnkunna vís-
indamanni Herbert Spencer má vel heim-
færa hér: “Ef hægt væri að koma mönn-
um í skilning um að það er skylda að varð-
veita heilsuna, þá mundi það leiða til þess
að menn smámsaman bæru jafnmikla um-
hyggju fyrir likamlegri eins og andlegri
velvegnun. Það lítur út eins og fáir skilji
að þeir hafa siðferðislegar skyldur gagn-
vart líkama sínum.” Orð og skoðanir
manna bera það með sér að þeir álíta sig
hafa rétt til að fara með líkama sinn eins
og þeim sjálfum líkar. Sjúkdómar sem
þeir líða vegna óhlýðni sinnar við lögmál
náttúrunnar álita þeir óverðskuldaða erfið-
leika, en ekki afleiðingar breytni sinnar.
Jafnvel þó hinar erfiðu afleiðingar heilsu-
leysis þeirra, sem ástvinir og hin komandi
kynslóð verður að líða, séu ekkert léttari
heldur en það sem ástvinir glæpamanns-
ins verða að bera, þá álíta þeir sig alls ekk-
ert seka í því. Öll brot móti heilbrigðis-
lögunum er synd.
Allir vita að Guð gaf þjóð sinni ísraels-
mönnum vissar heilbrigðisreglur, jafnvel
þó þeir viti ekki hverjar þær eru. En hitt
vita ekki allir, að þessar hreinlætis og
heilbrigðisreglur, sem gefnar voru fyrir
hér um bil 3,000 árum sían, eru af nútíðar
læknum álitnar framúrskarandi góðar.
Eitt ákaflega áríðandi atriði, sem
menn höfðu með að gjöra í stríðinu mikla
1914—1918, var heilsa hermannanna, tii
að leiðbeina mönnum hvernig bezt mátti
var.ðveita heilsu hersins, þá var það Pró-
fessor Percival Wood sem hélt fyrirlestur
fyrir yfirmönnum hersins á Egyptalandi.
Þar hrósaði hann Móses mikið fyrir sið-
ferðislegan kraft, djúpskygni og vizku, sem
enginn gæti jafnast við. Prófessorinn tal-
ar aðeins um Móses, en athugar ekki að
hann var sendiboði Guðs sem flutti fólkinu
Guðs lög og skipanir. Svo fær Móses alt
hrósið, sem Guði ber fyrir þessi ágætu lög.
Prófessor Wood talar um Móses sem
höfund heilbrigðislaganna og segir að
hreinlætisreglurnar í Móse-bókunum hafi
verið og séu enn í miklu igildi. “Jafnvel
á vorum tíma,” segir hann, “er Gyðinga-
þjóðin óhrekjandi vitni þess, hve skýran
skilning Móses hafði á því sem snerti lík-
amlega heilbrigði þjóðarinnar.” Hann
segir enn fremur: “Varnarmeðulin móti
sjúkdómum — þó það ef til vill hafi verið
að honum óafvitandi —- byrjaði með
Móses.” Svo gefur hann nokkur dæmi.
Hann segir að alment teljist svo til að 100
af hverjum 1,000 tæringarveikum deyi, en
hjá Gyðingum eru það aðeins rúmir 30.
Af öðrum þjóðflokkum taldist svo til að
336 geðveikir fyndust meðal hverra 1,000,-
000 manna, en meðal Gyðinga ekki fleiri
en 45.