Stjarnan - 01.03.1941, Side 8

Stjarnan - 01.03.1941, Side 8
24 ST J ARN'AN Læknirinn sneri sér til Kriáts Einu sinni var lítill drengur fluttur á sjúkrahúsið til að ganga undir uppskurð. Læknirinn lagði hann á uppskurðarborðið og sagði: “Nú átt þú að sofna stundar- korn.” “Ef eg á að fara að sofa, þá verð eg fyrst að lesa kvöldbænina niína,” svar- aði drengurinn, svo spenti hann greipar og bað: “Nú legg eg aftur augun mín, en öndin hvarflar Guð til þín. Þinn almáttuga ást- arvæng, lát yfirskyggja mína sæng.” Læknirinn hafði tár í augum er hann byrjaði uppskurðinn. Um kvöldið náði hann í Biblíuna, sem lengi hafði legið ó- notuð, og er hann lauk henni upp varð honum litið á Jóh. 6:37. “Alt sem faðir minn gefur mér kemur til mín, og þann sem til mín kemur mun eg ekki burt reka.” Svo féll hann á kné fyrir frelsara sínum og gaf sig honum á vald í bæn og trausti til hans fyrirheita. Upp frá þeim degi var líf læknisins gjörbreytt, og allir gátu séð af framferði hans að hann var Jesú lærisveinn. E. S. Smávegis Þrjú pund af mat og 4 pund af vatni er nægilegt til að viðhalda lífi manns. En þetta kæmi að litlum notum nema maður um leið gæti andað að sér 34 pundum af lofti hverjar 24 klukkustundir. 4-4-4- Þýzku yfirvöldin í Noregi hafa tekið undir sig alt byggingarefni tii herbúnaðar. Afleiðingarnar eru þær að Norðmenn geta ekki framkvæmt áform sitt með að endur- reisa borgir og bæi, eftir því sem norska vikublaðið “Norges Industry” segir frá. 4-4-4- Frá Noregi fréttist að 5,000 atvinnu- iausir menn eig'i að fara til Þýzkalands til að fá vinnu. 4-4-4- Nærri 100 þúsund verkamenn í verk- smiðjum Japana fengu leyfi að fara heim í 10 daga að hjálpa til við uppskeruna. STJARNAN kemur út einu sinni á nián- uði. Verð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshazva, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Skýrsla hefir komið frá Noregi um skaðann, sem leiddi af stríðinu fyrir eignir einstaklinga. Meðal annars voru 15,000 heimili að meira eða minna leyti eyðilögð. Verð þeirra var metið 140 miljónir króna. Með þessu er ekki talin eyðileggingin í Narvik, Harstad eða Bergen. Auk alls þessa hefir ákaflegur skaði orðið á opin- berum stofnunum og almennings eignum. 4-4-4- í Bandaríkjunum eru 1539 jarðgöng fyrir járnbrautir að fara í gegn, lengd þeirra er samtals 320 mílur. 4-4-4- Sagt er að fleiri vísindamenn komi frá Utah að tiltölu heldur en frá nokkru öðru ríki. Ef Canada og Newfoundland eru undantekin þá eru flestir útlendir vísinda- menn i Bandaríkjunum fæddir á Rússlandi. '4-4-4- Bermuda hefir 32,000 íbúa og þeir hafa vfir 18,000 reiðhjól. 4-4-4- Bláhvalurinn, sem álitinn er stærsta skepna heimsins getur orðið 150 skippund að þyngd, það er á við þyngd 35 fíla. 4- 4- 4- Herra von Ribbentrop á Þýzkalandi kann ekki ítölsku og Ciano á ítalíu skilur ekki þýzku, svo þegar þeir mæta á ráð- stefnu, verða þeir að tala ensku, það mál skilja þeir báðir. 4-4-4- Samkvæmt uppástungu Lord Beaver- brooks umsjónarmanns loftskipa fram- leiðslunnar, hafa brezkar húsmæður gefið aluminum potta sína og pönnur.. Sagt er að þetta verði nóg efni í 500 doftskip. 4-4-4- Áreiðanlegar fréttir hafa heyrst um það að eitt þúsund brunnar séu grafnir á mán- uði hverjum í Bandaríkjunum til að leita að olíu. Sumir eru aðeins nokkur fet á dýpt en aðrir alt að 2 mílum, og kostnað- urinn er metinn um 250 þúsund dollarar.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.