Stjarnan - 01.03.1942, Blaðsíða 2
18
S TJ A RNAN
þjónusta í fjögur þúsund ár hafði fórn-
færingarlamb sem miðpunkt sinn, og það
átti að vera til þess að kenna öllum, sem
hlut áttu að máli og minna þá á að Guðs
Lamb mundi koma og gefa líif sitt fyrir
yfirtroðslumennina, að hinn saklausi
mundi deyja fyrir hina seku. Hvílíkur
heiður það var sem veittist Jóhannesi skír-
ara, að vera forgöngumaður Krists til að
greiða honum veg. Hvílík lotning og gleði
hlýtur að hafa fylt hjarta hans er hann
hrópaði: “Sjá það Guðs lamb, sem ber
heimsins synd.” Jóh. 1:29.
Jesús Kristur var umtalsefni allra
hinna guðinnblásnu manna, sem Guð not-
aði til að rita Biiblíuna. Pétur postuli
segir: “Um hann vitna allir spámenn.”
Post. 10:43. Nafn Jesú kemur fyrir yfir
þúsund sinnum í Nýja Testamentinu. Til
að skilja Biblíuna verður þú að hugsa um
Jesúm og horfa á hann.
Maður nokkur gaf syni sínum landa-
bréf af Bandaríkjunum í ótal smápörtum
og sagði honum að setja það saman. Föð-
urnum til mestu undrunar setti drengur-
inn það alt rétt saman á örstuttri stund'u.
Þegar hann var spurður hvernig hann
hefði getað það svona fljótt, sneri hann
við landabréfinu og sýndi föður sínum
mynd að Sam frænda á ranghverfu landa-
liréfsins. Hann setti manninn saman og
réð gátuna á þann hátt. Ef vér horfum
á Jesúm og hugsum um hann þá munum
vér geta ráðið marga erfiða gátu lífsins,
og Biblian verður eins og ný bók fyrir oss.
Hver er; þessi Jesús, sem öll ártöl sög-
unnar eru miðuð við? Hvað segir hann
um sjálfan sig? Hann talar hispurslaust.
Þegar vér heyrum svör hans sjáum vér að
enginn maður hefir heimfært til sín það
sem smiðurinn frá Nazaret gjörir tilkall
til. Annaðhvort er hann alt, sem hann
segist vera, eða hann er sá mesti svikari,
sem uppi hefir verið. Þeir, sem afneita
guðdómi Krists hrósa honum allir fyrir
hið háleita hugarfar hans, hreinleika lifs
hans og göfgi framkomu hans. Hann er
hafinn á loft sem mesti siðabótarmaður,
fullkomnasta fyrirmynd og leiðsögumaður.
En þetta gæti ekki verið svo ef það sem
hann segir um sjálfan sig væri ósatt eða
orðum aukið.
Nú skulum við athuga hvað Jesús segir
um sjálfan sig. í Jóh. 10:27-30 talar hann
um sig sem Guð. Fólkið ætlaði að grýta
hann fyrir það, sem það áleit guðlast, “að
þú, sem ert maður gjörir sjálfan þig að
Guði.” 33. vers. Hann kvaðst hafa verið
uppi á undan Albraham Jóh. 8:58. Hann
kom frá himni til að opinbera Föðurinn.
Jóh. 6:38. J bæn Krists, sem vér lesum
í Jóh. 17:5 segir hann: “Gjör mig nú
vegsamlegan, Faðir, hjá sjálfum þér með
þeirri dýrð, sem eg hafði hjá þér áður en
heimurinn var.”
Hann kvaðst vera hinn fyrirheitni
Messías. Þegar samverska konan lét í
ljósi trú sína á hinum komandi Messías
sagði hann: “Eg sem við þig tala, eg er
það.” Jóh. 4:26. Jesús kvaðst vera al-
máttugur: . “Alt vald er mér gefi^ð á himni
og jörðu.” Matt. 28:18. í annað skifti
segir hann að Faðirinn. hafi gefið alla
hluti i hans hönd. Jóh. 3:35. Hann
kvaðst vera óskeikull. “Himin og jörð
munu forganga, en mín orð munu ekki
forganga.” Matt 24:35. Hann kvaðsl
vera vegurinn og sannleikurinn. (Jóh.
14:6), upprisan og lifið (Jóh. 11:25),
dyrnar, hið lifandi brauð, hinn sanni
vínviður og' ljós heimsins. (Jóh. 10:7;
6:51; 15:1; 8:12).
Hann kvaðst vera syndlaus. Jafnvel
óvinir hans stóðu orðlausir er hann spurði
þá:‘ “Hver yðar getur sannað upp á mig
synd?” Jóh. 8:46. Hann lét í ljósi að
hann gæti verið alstaðar nálægur, er hann
bauð lærisveinum sínum og hvatti þá til
að fara út um heiminn til að flytja fagn-
aðarerindið: “Sjá, eg er með yður alla
daga, alt til veraldarinnar enda.” Matt.
28:20. Hann kvaðst vita ókomna hluti:
Þetta hefi eg sagt yður áður en það kemur
fram. svo þegar það er fram komið að þér
þá trúið að eg er sá sem eg er.” Jóh. 13:19.
Heilir kapítular segja frá spádómum, sem
hann flutti. Hann fyrirgaf syndir. Hann
sagði til limafallssjúka mannsins: “Vertu
hughraustur, sonur, þér eru þínar syndir
fyrirgefnar.” Matt. 9:2. Hann þekti hugs-
anir manna. Jóh. 2:25.
Þetta er vitnisburður Jesú. Enginn
maður mundi voga að segja slíkt um sjálf-
an sig. Ef nokkur gjörði það, mundi hann
álitinn vitskertur og enginn trúa honum.
Tesús gjörði kröfú til alls þessa og miljónir
miljóna manna trúa orðum hans. Hann
hvatti menn til að koma til sín, svo þeir