Stjarnan - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.03.1942, Blaðsíða 3
STJARNAN 19 mættu öðlast hvíld, og öðlast líf. óteljandi fjöldi hefir komið til hans og vitnar um að hann hefir staðið við orð sin. Vér get- um komist að einungis einni niðurstöðu viðvíkjndi því sem Jesús sagði um sjálfan sig: að það er alt satt. Hann er vor guð- dómlegi freslari, sem getur frelsað til hins ýtrasta alla, sem koma til Guðs fyrir hann. Einhver hinn öruggasti grundvöllur undir trú vorri um guðdóm Krists er það, að nálægt 300 spádómar um hann í Gamla Testamentinu eru allir uppfyltir í lífi hans. Það er sagt um Apollos, að hann “sköru- lega hrakti Gyðinga opinberlega í orðavið- skiftum, og sannaði af Ritningunum, að Jesús væri Kristur.” Post. 18:28. Var hægt að finna nokkra sterkari sönnun heldur en uppfylling spádóma Gamla Testament- isins í lífi Jesú? Hinn sanni Messías eða Ivristur hlýtur að vera sá, sem spámenn- irnir töluðu um. Um hann vitna aJlir spámenn. Post. 10:43. Líf Krists var svo nákvæmlega fyrirsagt í ritum spámann- anna, að það má lesa æfisögu hans í Gamla Testamentinu. Það er undr- unarvert að sjá æfisögu manns skráða fimm hundruð árum áður en hann fæðist. Sjö hundruð árum fyrir fæðingu Krists sagði Mikka spámaður í hvaða þorpi hann mundi fæðast: “Og þú Betlehem Efrata, lítil til að vera meðal Júda þúsunda, frá þér skal sá koma, sem verða mun drotnari í ísrael og uppruni hans vera frá aldaöðli og eilífðar dögum.” Spádómurinn var uppfyltur. Frásagan er undraverð. Jósep og María bjuggu í Nazaret, menn mættu því búast við að Jesús fæddist þar, en flestum er kunnugt um skipun Ágústusar keisara Rómverja að manntal skyldi tekið um allan heim. Jósep fór því til ættlborgar sinnar Betle- hem, og þetta bar til einmitt á þeim tíma þegar þeir daga fullnuðust að barnið skyldi fæðast. Það var engin ágiskun hjá Mikka, þessi spádómur. Einungis hann, sem sér endann frá byrjuninni gat sagt þetta fyrir. , Engin reynsla í lifi Krists hefir að lík- indum mætt meiri mótmælum, vantrú og háði, heldur en það, að hann fæddist af meyju án manns tilverknaðar. En þetta var einnig sagt fyrir. Það er partur af æfisögu hans, sem rituð var mörg hundruð árum áður en hann kom í heiminn. Getn- aður Krists ber vott um almætti Guðs orðs. Það er leyndardómur guðrækninnar. Spá- dómurinn var gefinn hundruðum ára fyr- irfram að Guð sjálfur mundi gefa tákn: “Sjá, mey mun barnshafandi verða og son fæða, þann mun hún heita láta Immanúel.” (Guð með oss). Jes. 7:14. Uppfylling þessa spádóms stendur í Matt. 1:18-25. Undraverðir eru Mka spádómarnir um líf og starf Ivrists. Hvenær hann mundi byrja starf sitt og hvaða ár hann yrði krossfestur, “þegar fylling tímans var komin.” Gal. 4:4; Jesús byrjaði starf siti og lauk við það á þeim ákveðna tíma, sem bent er á í Dan. 9:25. Það er sagt frá starfi Jesú sem heild í Jes. 61:1-3. Hann gekk um kring og gjörði gott. Spámennirnir skrifuðu um innreið Krists til Jexmsalem. Sak. 9:9. Þeir minn- ast einnig á niðurlægingu hans og hvernig hann var svikinn. Sálm. 41:9. Þeir nefna jafnvel fjárupphæð þá, sem hann var svik- inn fyrir. Sak. 11. 12. 13., þögn hans þeg- ar hann var áklagaður, og að hlutkesti var varpað um klæðnað hans. Alt þetta var bókstaflega uppfylt. Greftrun hans upp- fyllir einnig spádóm, sem um hana var ritaður. Jesús var fátækur, en það var sagt fyrir að legstaður hans mundi verða hjá ríkum manni. Jes. 53:9. óvinirnir hafa eflaust ætlast til að Jesús yrði jarð- aður með glæpamönnunum, en Guð lét ríkan mann sjá um útför hans og sá mað- ur jarðaði hann í sinni eigin gröf. Upp- risa Krists og himnaför er einnig sögð fyrir í spádómunum. Sáhn. 16:10; 24: 7-10. Allir þessir spádómar uppfyltir i lífi Jesú frá Nazaret, eru ómótmælanleg sönn- un þess, að hann er Messías, hinn eilífi Guðs sonur, hinn fyrirheitni frelsari. Lítillækkun Krists. Páll postuli segir: “Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists að hann gjörðist fátækur yðar vegna þótt hann ríkur væri, svo þér auðguðust af hans fátækt.” 2. Kor. 8:9. Hans undraverða náð og kærleikur sýnir sig því betur þegar vér athugum stöðu hans áður en hann lítillækkaði sig. Hann var ríkur. Hann var stjórnari him- insins ásamt Föðurnum, skapari alheims- ins, Sonur Guðs, sem serafar og kerúbar hlýddu og þjónuðu með gleði. Hugsið yður

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.