Stjarnan - 01.03.1942, Side 7

Stjarnan - 01.03.1942, Side 7
STJARNAN 23 Dýrmœtur gimáteinn, sem koátar ekkert Það var seint að hausti. Þrír nemend- ur voru að fara heirn frá skólanum, þeir voru heldur glettnir og kátir í skapi þegar þeir mættu gömlum gráhærðum manni, sem var að ganga upp að skrifstofu skól- ans. Þeir heiisuðu honum hver eftir ann- an á þennan hátt: “Hallo, faðir Abraham.” “Gott kvöld, faðir fsak.” “Hvernig ilíður þér, faðir Jakob?” Ókunni maðurinn sneri sér við um leið og' þeir gengu fram hjá og sagði: “Ungu menn,’ ’það var eitthvað það í mál- rómi hans, sem féklt þá til að staðnæmast og líta á hann. “Yður skjátlast, eg er hvorki Abraham, fisak né Jakdb. Eg er Sál sonur Kís, sem leitaði að ösnum föður síns, og sjá, eg hefi fundið þá.” Pfltarnir fundu að þeir unnu til sneyp- unnar svo þeir gengu þegjandi leiðar sinnar. En þeir voru alveg niðurbrotnir næsta morgun, þegar þeir sáu að maður- inn sem þeir höfðu verið að glettast við var háttstandandi vísindamaður, sem kom til að kenna sérstaka námsgrein í skólan- um, og það bætti ekki úr, að þessi náms- grein, sem hann átti að kenna, var ein af skyldunámsgreinum þeirra þetta árið. Þeir voru glaðlyndir, efnilegir ungir menn. Já, en þeir ásettn sér staðfastlega að vera kurteisir við alla, sem þeir mættu upp frá þessu. Maður veit aldrei hvernig maður hittir á. Kurteisi léttir erfiðleika lífsins, bæði fyrir þá sem sýna hana og þá, sem fyrir henni verða. Nú er alt á fleygiferð, svo mikið að gjöra og hugsa, að mönnum stundum hættir við að verða kærulausir og gleyma því að sýna kurteisi og vin- gjarnlegt viðmót. Ungur maður stóð á strætisvagni, sem var fullur af fólki. Þegar sæti losnaði, settist hann strax, þó umhverfis væri fjöldi af kvenfólki standandi. Vinur hans, sem nær stóð, benti honum á þetta, en hann svaraði: “Eg hefi engan tíma til að taka ofan, hneigja mig og segja: Gjörðu svo vel, hér er sæti, frú; aðrir geta gjört það ef þeir vilja.” Þessi ungi maður var að leita rér að atvinnu. Hann sagði samferðafólk- inu frá því sjálfur og bætti því við, að sér gengi illa með það. Hver skyldi furða sig á því. Auðvitað átt þú annríkt. Allir hafa mikið að gjöra, að minsta kosti þeir. sem nokkuð kveður að. En spiltu ekki fram- tíðar tækifærum þínum með þeirri heimskulegu hugsun að þú hafirækki tíma til að staðnæmast augnablik til að sýna góðvild og kurteisi. Ungur maður einn sótti um atvinnu. Gæti hann fengið þá stöðu, sem hann sótti um, þá var hann viss um að geta gengið á háskólann og þar að auki lært iðnaðar- grein um leið. Hann var einn meðal fjölda annara ungra, sem sóttu um plássið. “Eg þurfti ekki að les meðmælin, sem hann kom með,” sagði sá, sem réði Verkafólkið, “eg vissi strax að hann var maðurinn, sem við þurftum þegar eg sá nafn hans á um- sækjandalistanum. Eg hefi veitt Bob eftir- tekt seinustu þrjú árin. Eg gæti nærri því sett úrið mitt eftir honum, hann er svo stundvís og áreiðanlegur. Auk þess er hann hinn vingjarnlegasti og kurteisasti ungur maður, sem eg hefi kynst. Vér þurf- um fleiri lílta honum í verksmiðju vorri.” Lewis H. Brown þurfti að fá sér vinnu þegar hann kom aftur frá Frakklandi eftir stríðið mikla. Á leiðinni heim staðnæmd- ist hann fáeinar klukkustundir í Chicago og notaði þann tíma til að fá að skoða verksmiðjn Montgomery Ward'. Honum geðjaðist svo vel að öllu að hann leitaði uppi manninn, sem hafði leyft 'honum að fara í gegn og léð honum leiðsögumann, til þess að geta þakkað honum fyrir skemt- unina Þetta hafði þau áhrif að hann var ráðinn þar til að tala við alla verkamenn, siem komu þangað eða fóru þaðan. Þegar yfirmaðurinn, sem hann fyrst sýndi þakk- látsemi fór til Johns Manville félagsins, þá tók hann Lewis Brown með sér. Nokkr- um árum seinna var Mr. Brown gjörður að formanni Johns Manville félagsins —■ mikið vegna þess að hann tók tíma til að segja “þökk fyrir” við mann, sem hann hafði aldrei áður séð.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.