Stjarnan - 01.02.1943, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.02.1943, Blaðsíða 1
STJARNAN FEBRÚAR, 1943 LUNDAR. MAN. O, þá himnesku náð Hjartans þakklæti fyrir öll bréfin, pen- ingana og heillaóskirnar fyrir áramótin. í einu bréfinu var setning, sem er vel vert fyrir oss alla að athuga. Bréfritarinn segir: “Inndælar eru frásögurnar um englana, sem hjálpuðu gamla manninum að afhenda bækurnar og hinum að kom- ast yfir vatnið.” Svo bætir hann við: "Ó, þá himnesku náð að komast í svo náið samband við hinn Almáttuga, í þess- um heimi, sem virðist vera svo spiltur.” Frá Guðs hálfu er ekkert því til fyrir- stöðu að vér, hver einasti einn, geti kom- ist í verulegt lifandi samband og sam- félag við Guð. Ailir vildu gjarnan óska að þeir gætu beðið Guð þannig að þeir fengju alt sem þeir beiddu um, en því miður eru þeir tiltölulega fáir, sem eru fúsir til að mæta skilyrðum þeim sem útheimtast til að geta notið þessara einka- réttinda, sem öllum standa þó til boða. Jesús segir: “Ef þér eruð stöðugt í mér og mín orð hafa stað hjá yður þá megið þér biðja hvers þér viljið og það mun yður veitast.” Jóh. 15:7. Jesús var rétt ný- búinn að setja fram líkinguna um vín- viðinn. “Eg em vínviðurinn þér eruð greinarnar, sá sem er stöðugur í mér og eg í honum, hann ber mikinn ávöxt, því án mín megið þér ekkert.” Jóh. 15:5. Sam- band vort við Jesúm verður að vera eins verulegt eins og lifandi greina við stofn sinn. Safi stofnsins framleiðir blöð, blóm og ávexti á greininni. Líf vort verður fyrir trú á Guðs orð og hlýðni við það að vera í svo fullkomnu samræmi. við höfund lífsins, að það sé hann, sem á- formar, framkvæmir og starfar í oss og fyrir oss, þá mun líka hans heilagi andi stjórna óskum vorum og bænum, og það er ekkert vafamál að slíkar bænir fá áheyrn. Jóhannes postuli, þegar hann var orðinn gamall maður, gaf þennan vitnisburð: “Hvað, sem vér biðjum hann um fáum vér hjá honum, af því vér höldum boð- orð hans og gjörum það sem honum er þóknanlegt.” I Jóh; 3:22, þú, sem les þessar línur, lifir þú í nánu samfélagi við Guð? Fær þú bænheyrslu hjá honum hvað sem þú biður um? Ef ekki þá rannsakaðu hvað muni standa í vegi. Heldur þú hans boð- orð. Heldur þú öll hans boðorð? Þar sem engin bein skipun er gefin, hvorki boð né bann, hugsar þú þá um hvað Drottni muni vera þóknanlegt? Er þér meira á- hugamál að njóta velþóknunar Guðs held- ur en hylli og álits ástvina þinna og fólks- ins umhverfis þig? Ert þú lifandi grein á hinum sanna vín- við, Jesú Kristi? Vera má þú svarir: “Eg vel vera það. Eg vona eg sé það.” Að óska og vona er gott, svo langt sem það nær, en það er ekki nóg. Margir munu standa fyrir utan þegar dyrunum er lokað sem óskuðu og vonuðu að komast í Guðs ríki, en sem aldrei komu því í fram- kvæmd að "Gjöra föðursins vilja." Sjá Matt. 7:21. “Hafi einhver ekki Krists anda, þá er sá ekki hans.” Róm. 8:9. Rann- sakaðu líf þitt og breytni. Ber það vott um að andi Krists stjórni lífi þínu? Er samtal þitt viS náungann Guði til dýrðar og mönnunum til blessunar? Er tal þitt um náungann innblásið af kærleika Krists? Eru áhrif þín með Jesú eða móti honum? “Sá sem ekki er með mér er á móti mér, sá sem ekki samansafnar með mér hann sundurdreifir”, segir Jesús.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.