Stjarnan - 01.02.1943, Side 5
13
STJARNAN
Abraham væri svo ungur þá skrifaði hann
Pi'esti þeirra í Kentucky og bað hann
koma og jarða móður sína.
Gegnum margskonar reynslu og erfið-
leika komst Abraham áfram og var hinn
16. forseti Bandaríkjanna. Hann stóð
fast með sambandi ríkjanna og viðhaldi
g^undvallarlaganna, og á dimmasta tíma-
kili ríkjanna strengdi hann þess heit að
veita þrælunum frelsi, það komst í fram-
kvæmd 1. janúar 1863.
Nokkru fyrir dauða sinn hafði hann
sagt: “Það sem eg er og nokkurn tíma
vona að verða á eg móður minni að
þakka.”
Mættu þessar endurminningar hvetja
kristnar mæður til þess óþreytandi að
hjálpa börnum sínum að þroska göfugt
innræti. Gefist aldrei upp, en haldið áfram
að biðja fyrir börnum yðar og kenna
þeim réttlæti Guðs bæði með orði og
eftirdæmi. S. H. Carnahan.
Hugsunarlaus vani
Sálmaskáldið Dr. Jsaak Watts, dáinn
1148, mótmælti alvarlega að trúarbrögð
væru fyrirskipuð af ríkinu. 1 eftirfarandi
línum mótmælir hann því einnig að menn
blindandi fylgi trúarbragðasiðum, sem
ekki eru bygðir á Heilagri ritningu.
•^f tilviljun einni var troðin þessi braut,
Þar tízkunni og hefðinni lýtur blinduð
hjörð,
seni ánauðarhlekki að eigin vilja hlaut.
°g enginn svo hugrakkur finst á vorri
jörð
að dirfist til baka frá villu að snúa við.
En vér skulum samtaka sýna þrek í þraut
°g þolgóðir knýja fram hinn æðri sið.
“Hve hugsunarlaust menn stundum
fylgja vananum sýnir sig í samtali, sem
emn af safnaðarmönnum vorum í Lund-
unaborg átti við umsjónarmennina í
Westminster Abbey.
Það var siður að hafa guðsþjónustu i
þessari kirkju á hverjum einasta degi,
þá
voru 10 boðorðin lesin upp, og eftir
hvert boðorð tók söfnuðurinn undir og
bað: “Drottinn miskuna þig yfir oss og
gef oss löngun til að halda þetta boðorð.”
Einn af meðlimum safnaðar vors vann
hjá orgelfélagi því, sem leit eftir orgel-
inu í þessari kirkju. Einn dag þegar þessi
^naður, Edward Mylrea að nafni, hafði
fokið við einhverja aðgjörð á orgelinu
falaði hann við þá af eftirlitsmönnunum,
sem viðstaddir voru. “Það er eitt, sem
núg langar til að þér skýrið fyrir mér,”
sagði hann. “Guðsþjónusta er haldin hér
hvern einasta dag vikunnar. Hér er guðs-
Þlónusta á hverjum laugardegi, sem er
sjöundi dagur vikunnar. Þér lesið upp
boðorðið sem segir: “Sjöundi dagurinn er
hvíldardagur Drottins Guðs þíns þá skaltu
ekkert verk vinna.” Söfnuðurinn tekur
undir og segir: “Drottinn, miskuna þig
yfir oss og gef oss löngun til að halda
þetta boðorð.” Svo gangið þið allir út
og gangið að yðar daglegu vinnu. Hvernig
stendur á þessu?”
Einn af eftirlitsmönnunum, klappaði
saman lófunum og sagði: “Já, við gjörum
það. Mér hefir aldrei komið þetta til
hugar fyrri.”
Hann gaf enga skýringu. Það sem
byrjað var af hendingu eða hugsunarlaust,
því halda menn áfram svo öldurn skiftir,
og þúsundir manna fylgja fjöldanum í
blindni, þeir gleyma boðorðinu og stað-
næmast aldrei til að hugsa, þó var fyrsta
orð boðorðsins endurtekið: "Minsiu,
Minsiu að halda hvíldardaginn heilag-
ann."
Fyrst allir að lokum verða að mæta fyr-
ir dómstóli Drottins, þar sem boðorð Guðs
verða mælisnúran í dóminum, þá er það
sannarlega náð og miskun Guðs að hann
sendir hinn síðasta náðarboðskap til allra
manna: “Óttist Guð og gefið honum dýrð,
því komin er stund dóms hans.” Op. 14:7.
Það þarf að hrópa til fólksins svo það
vakni til umhugsunar, en haldi ekki áfram
í hugsunarleysi að fótumtroða Guðs boð-
orð. W. A. Spicer.
+ + -♦-
Nálægt 75 þúsund Grikkir búa í Chi-
cago. Þeir lifa í voninni um að Banda-
ríkin gangi sigrandi af hólmi í stríðinu.
f borginni og héraðinu umhverfis eru 300
grísk félög, sem starfa og styðja að því
að sigur verði unninn.