Stjarnan - 01.02.1943, Qupperneq 6
14
STJARNAN
Sagan hans afa
“Afi, segðu mér sögu áður en eg fer
að hátta,” bað Dóris eitt kvöld, og bætti
svo við: “Segðu mér sögu um þig þegar
þú varst lítill drengur.”
“Hef eg nokkurn tíma sagt þér hvernig
eg fann það út að það borgar sig best
að vera ráðvandur?” spurði afi.
“Nei, segðu mér það.”
“Það var fyrir löngu síðan þegar eg- var
um 7 ára gamall. Eg var á heimléið frá
skólanum og mætti vagni, sem staðnæmd-
ist á götunni. Eg þekti þá, sem í honum
voru og einn þeirra sagði við mig: ‘Tvar,
viltu gjöra mér greiða? Viltu fara til
skósmiðsins inn í þorpinu og sækja til
hans stígvélin mín, sem hann átti að
gjöra við? Hér eru 25 cent handa þér fyr-
ir hjálpina.”
Hann fékk mér skínandi silfurpening
og eg fór strax eftir stígvélunum, en
þegar þangað kom var verkstæði hans
lokað, svo eg gat ekki náð í stígvélin.
Á leiðinni heim hafði eg hendina í vasa
mínum og hélt á peningnum, einhver innri
rödd sagði við mig: þú átt ekki þessa
peninga, jafnvel þó þú gætir ekki náð í
stígvélin til að færa eigandanum þau. Þú
verður að skila honum peningunum.
“Gjörðir þú það?” spurði Dóris.
“Já, eg fór beina leið heim til hans og
sagði honum að skósmíðaverkstæðið hefði
verið lokað, svo eg hefði ekki getað náð
í stígvélin, svo eg kæmi aftur með pen-
ingana, því eg hefði ekki getað unnio
fyrir þeim. Maðurinn brosti klappaði mér
á kollinn og sagði: Þú ert ráðvandur
drengur, ívar, þú mátt eiga peningana."
Eg hljóp alla leið heim til að segja
mömmu frá þessu, eg var svo glaður.
Nokrum dögum seinna kom eg inn í
þorpið og mætti skósmiðnum á götunni.
“Góðan daginn ívar,” sagði hann, “eg
mætti manni nýlega, sem sagði mér að
þú værir ráðvandur drengur, þú vildir
ekki halda í peninga, sem þú hefðir ekki
unnið fyrir. Mér geðjast vel að slíkum
drengjum. Eg ætla að gefa þér þetta.”
Um leið rétti hann mér 25 cent. Eg var
svo forviða að eg gat ekkert sagt nema
“þökk fyrir.”
“Þetta var góð saga afi,” sagði Dóris
brosandi. “Hún er nú lengri en þetta”,
sagði afi. “Nokkrum dögum seinna fékk
eg bréf í póstinum, það var frá manni
sem var góður vinur föður míns. “Eg
hef heyrt þú sért ráðvandur drengur,”
skrifaði hann. “Eg sendi þér hér með litla
gjöf.” Innan í bréfinu var nýr dollar seðill.
Eg lærði þá lexíu þann dag, sem eg hef
aldrei gleymt.
“Það borgaði sig að vera ráðvandur”,
sagði Dóris.
“Það borgar sig ætíð,” svaraði afi. “Það
borgar sig þó þú fáir ekki peninga fyrir
það, þú verður svo glaður og hamingju-
samur af því að vita að þú gjörir rétt.”
E. C. Palm.
Billy og fiðlan hans
Billy Boyd, flýtti sér gegnum þorpið
með fiðluna sína undir hendinni. Hann
var á leið til prófessor Hayden til að fá
lexíu að leika á fiðlu. Hann fór þangað
einu sinni í viku. Eins og hann var vanur
staðnæmdist hann fyrir framan búðar-
gluggann hjá Kelly, þar voru svo mörg
strengjahljóðfæri til sýnis. Fallegast af
þeim öllum var stór fiðla, sem var rétt
út við hornið á glugganum. Hann gat
með aðdáun horft á hana svo mínútum
skifti. En hann vissi hún mundi vera svo
dýr að það væri óhugsandi fyrir hann
að geta keypt hana. Litla gamla fiðlan
hans var líka brúkanleg ennþá, hann gat
vel æft á hana.
Hann brosti eins og hann væri að kveðja
vin sinn og hélt áfram leið sína, en brátt
varð hann reglulega skelkaður. Hann sá
barn í hættu. Hann hljóp, sem fætur
toguðu yfir að þjóðveginum, þar á miðri
brautinni var lítill drengur. Hraðfærir
bílar þustu framhjá honum þar sem hann
sat grátandi af hræðslu. Lítill hundur
gelti ákaft skamt frá. Billy flýtti sér,
lagði fiðluna í grasið við veginn og beið
rólegur tækifæris að ná í barnið, svo
skaust hann út á brautina, náði í dreng-
inn og bar hann yfir að götujaðrinum.
Til mestu skapraunar fyrir Billy hafði
litli hundurinn leikið sér með fiðluna
hans og dregið hana út á þjóðveginn, og