Stjarnan - 01.02.1943, Side 2

Stjarnan - 01.02.1943, Side 2
10 STJARNAN Þegar Jesús kemur innan skams til að dæma lifendur og dauða, þá verður of seint að athuga afstöðu voru gagnvart honum og orði hans, “því hann mun leiða alla hluti fyrir dóminn yfir öllu sem hui- ið er, hvort sem það er gott eða ilt.” Préd. 12:14. Rannsökum því sjálfa oss í ljósi Guðs orðs, og þegar vér finnum eitthvað í fari voru, sem ekki er í sam- ræmi við Guðs heilaga vilja þá játum synd vora, biðjum um fyrirgefningu, biðjum um náð og kraft Guðs heilaga anda til að sigra þá synd eða freistingu, sem áður hefir orðið oss yfirsterkari. “í dag vér skulum skifta um skjótt, skal synd á flótta rekin. Hver veit nema sé nú í nótt náðin í burtu rekin.” Dýrmæt eru þau fyrirheit, sem Jesús gefur þjónum sínum. “Ef nokkur þjónar mér sá fylgi mér, og hvar, sem eg er þar mun og þjónn minn vera, og þann sem mér þjónar mun faðirinn heiðra.” Jóh. 12:26. S. J. Settu þér takmark til að keppa að Guð hefir ákveðinn tilgang með líf vort. Lesið Efes. 1:3.4. “Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, er oss hefir fyrir Krists blessað með alskonar andlegri og himneskri blessun. Eins og hann einnig hefir útvalið oss í honum áður en veröldin var grundvölluð, til þess að vér skyldum vera heilagir og flekk- lausir fyrir hans augliti, og af elsku fyrir- hugað oss, eftir velþóknun vilja síns, barnarétt hjá sér fyrir Jesúm Krist.” Já, Guð hefir tilgang með líf vort. Að eðlisfari erum vér allir syndarar, en fyr- ir náð og kraft Guðs getum vér líkst honum, öðlast guðlega náttúru, og orðið synir og dætur lifanda Guðs. Ef vér er- um fúsir að játa syndir vorar og snúa frá þeim, þá er hann reiðubúinn að fyrir- gefa og hreinsa oss af allri synd. Hann vill skrýða oss skikkju síns réttlætis. Þá mun hann fylla hjörtu vor þeim friði, sem yfirgengur allan skilning. Þá mun kær- leiki Guðs fylla hjörtu vor og vér vera öðrum til blessunar um leið. Þá munum vér segja öðrum frá hans frelsandi náð, og daglega fagna í voninni um að fá bráð- um að sjá augliti til auglitis hann sem elskaði oss og frelsaði af vorum syndum með blóði sínu. Þannig verðum vér erf- ingjar Guðs og samarfar Krists að arfi þeim, “sem oss er geymdur á himni, sem óforgengilegur er, flekklaus og aldrei fölnar.” Þá höfum vér fengið nýja lífsstefnu. Ný áhugamál fylla sál vora. Líf vort verður þá ekki lengur tilgangslaust, heldur fylgir einni fastri stefnu, sem er sú að þóknasí og þjóna honum, sem vér höfum lært að elska. Þá verður áhugamál vort aðeins eitt. Takmarkið sem vér keppum að verður það sama og hans, sem kallaði okkur frá myrkrinu til síns aðdáanlega ljóss. Hans áhugamál verða vor áhugamál. Þá verður líf vort hér undirbúningsskóli fyrir hið komandi líf. Jafnvel hinir dimmu sorgar- dagar, sem geta orðið hlutskifti vort verða þá upplýstir vonargeisla. Hin dýrðlega von um að mæta ástvinum vorum aftui mun lýsa upp líf vort eins og gullnir geislar hnignandi sólar. Hvílíkur munur er milli þess lífs„ sem lifað er tilgangslaust án staðfastrar trúar og vonar, og þess lífs, sem er örugt og grundvallað á Guðs fyrirheitum. Það er ekki ætíð létt og greiðfær sigling á lífs- ins sjó, en Jesús er áreiðanlegur leið- sögumaður og ekkert að óttast þegar hann er með óss. Hann getur sagt við vind og sjó: “Þegiðu, vertu kyr,” hvað sem bylgj- urnar sýnast óttalegar. Bæði veður og sjór hlýða honum. Hann leiðir oss far- sællega í höfn. Vér þurfum ekki að óttast að fara um borð í skipið Síon, þar sem Jesús er inn- anborðs. Hann hefir borgað fargjaldið með sínu dýrmæta blóði. Treystið honum fyrir oss á leiðinni til hins himneska föð- urlands. Oss kemur til hugar reynsla Ethan Allens, vantrúarmannsins í Nýja- Englandi. Hann var kallaður inn til dóttur sinnar, sem lá fyrir dauðanum. Hún sagði: “Pabbi, eg fer að deyja. Mamma segir að Jesús sé til og líf eftir dauðann. Eg er deyjandi, eg verð að ákveða mig. Hverjum á eg að trúa, Jesú, mömmu minnar eða vantrú þinni?” Hinn hausti hermaður titr-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.