Stjarnan - 01.08.1944, Side 2

Stjarnan - 01.08.1944, Side 2
58 STJARNAN vér önduðum inn. Guð segir hjá Ez. 18:4, “Sú sál, sem syndgar hún skal deyja.” Allir * hafa syndgað og eru því að náttúrunni til dauðanum undirorpnir. “En Guð elskaði svo heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” Jóh. :16. Jesús leiddi í ljós lífið og ódauðleikann með fagnaðarerindinu. 2. Tím. 1:10. Jesús segir: Alt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín, og þann sem til mín kemur mun eg alls ekki burt reka . . . Þetta er vilji hans er sendi mig að af öllu því ,sem hann hefir gefið mér, skuli eg ekki láta neitt glatast, heldur uppvekja það á efsla degi. Þetta er vilji föður míns að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og eg mun uppvekja hann á efsta degi." Jóh. 6:37-40. Alstaðar er það endurkoma Krists og upprisan á efsta degi, er haldið er fram sem von Guðs barna. En hvar eru menn þá og hvert er ástand þeirra milli dauðans og upprisunnar á efsta degi? Guðs orð segir oss: “Þeir, sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en þeir dauðu vita ekki neitt, og hljóta engin laun framar. Bæði elska þeirra og hatur og öfund er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólunni.” “Alt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi, né þekking né vizka.” Préd. 9:5.6.10. Eftir þessu þá hefir maðurinn enga meðvitund eftir að hann er dáinn. “Treystið eigi tignarmennum, manni, sem engahijálp getur veitt, andi hans líður burt, hann verður aftur að jörðu, á þeim degi verða áform hans að engu.” Sálm. 146:3.4. Höggormurinn sagði Evu: “Engan veg- inn munuð þér deyja.” Því miður virðist fjöldi afkomenda hennar taka þessi orð freistarans fram yfir Guðs orð, þess vegna hefir honum lánast að byggja tvær háska- legar villukenningar á grundvelli þessarar fyrstu lýgi. Önnur þeirra er hreinsunar- elds kenningin. Ef menn tryðu því, sem Guðs orð segir um ástand mannsins milli dauðans og upprisunnar, þá væri ómögu- legt fyrir ágjarna menn að sjúga út pen- inga til að biðja fyrir sálum, sem þeir telja mönnum trú um að kveljist í hreinsunar- eldinum. Hin villan, sem bygð er á sömu lýgi djöfulsins er andatrúin. Orðið segir að hin- ir framliðnu eigi enga hlutdeild framar í neinu, sem við ber undir sólunni, þá er ekki hægt að fá fréttir, upplýsingar, ráð- leggingar eða leiðbeiningar hjá þeim. Nú verður mönnum náttúrlega fyrir að spyrja: Hvernig stendur þá á að menn á andatrúar- fundum hafa fengið vitneskju um það, sem ekki var hægt að fá annarsstaðar, og sann- orðar manneskjur hafa vitnað að andarnir hafi sagt sér það'sem enginn vissi nema þær sjálfar og sá ástvinur, hvers andi þótt- ist koma fram? Vér þurfum hér að minn- ast þess að djöfullinn er ósýnilegur, svo hann getur hafa heyrt það, sem talað var undir fjögur augu. Hann hefir líka sex þúsund ára æfingu í að ljúga, svíkja og draga á tálar þá, sem vilja ljá honum eyra. Það eru djöfla andar sem koma fram og stæla útlit og málróm látinna ástvina vorra. í 2. Kor. 11:13.14. er oss gefin þessi að- vörun: “Satan sjálfur tekur á sig ljósengils mynd, það er því ekki mikið þó þjónar hans og taki á sig mynd réttlætiáþjóna.” Guð hefir stranglega bannað mönnum, að leita frétta af framliðnum, og kveður svo að orði að, “Hver sem slíkt aðhefst er Guði andstyggilegur.” 5. Mós. 18:11.12. Fyr- ir slíkar “svívirðingar” var það að Guð rak burt þjóðirnar úr Canaanslandi og gaf ísraelsbörnum landið. Aðeins þeir, sem trúa Guðs orði, öllu Guðs orði, og engu sem er gagnstætt Guðs orði, munu geta staðist blekkingar hinna síðustu tíma, þegar framkvæmd Satans birtist “í alskonar krafti, táknum og undr- um lýginnar og í alskyns vélum ranglæt- isins.” Vér þurfum að “íklæðast Guðs alvæpni svo vér staðist getum djöfulsins véla- brögð.” Efes. 6:11. Vér verðum að “lifa af sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni.” Þá get- um vér öruggir heimfært til vor öll Guðs dýrmætu fyrirheit um varðveitslu á tíma freistinganna. S. J.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.