Stjarnan - 01.08.1944, Side 4

Stjarnan - 01.08.1944, Side 4
60 STJARNAN við öll vopnin, Hundarnir hans eru bundn- ir og sjálfur syngur hann: “Dýrð sé Guði í hæstum hæðum,” og hann talar um frið á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnun- um. J. L. BROWN. Drengirnir þáðu gjöfina Einn morgun í lok sunnudagaskólans kom 12 ára gamall drengur til mín og sagði: “Mig langar til að frelsast.” Við settumst niður út við vegginn og eg fletti upp Jóh. 3:16. “Eg kann þetta vers,” sagði hann. Rétt í þessu kom annar dreng- ur á líkum aldri og settist við hina hliðina á mér, svo las eg versið með hægð og lagði áherzlu á sérstök orð. Svo spurði eg fyrri drenginn: “Veistu hverjum Guð gaf son sinn?” “Hann gaf þér hann,” svaraði drengur- inn. “Eg held hann hafi gefið okkur börnun- um hann,” sagði þá hinn drengurinn. “Það er rétt,” svaraði eg, “Jesús var gef- inn ykkur, en er hann þá ykkar eign?” Fyrri drengurinn hafði hring á hendi. Eg spurði hvort honum hefði verið gefinn hann, en hann hafði unnið sér inn pening- a til að kaupa hann, sama átti sér stað með fatnað hans. Hann hafði ekkert, sem hann hafði fengið að gjöf. Svo eg spurði: “Ef þér er gefin gjöf, er hún þá orðin eign þín?” Hann hugsaði sig u-m en hinn dreng- urinn svaraði: Þú verður að taka á móti henni svo að hún sé þín.” “Það er rétt,” svaraði eg. Þó Guð hafi gefið þér soninn, þá verður þú að meðtaka hann svo að hann sé þinn. Eg er læknir, en eg er ekki ykkar læknir. Er eg ykkar lækn- ir?” “Nei,” svöruðu þeir báðir. “Hvers vegna er eg það ekki?” “Við fengum þig aldrei til að lækna okkur,” svöruðu þeir. Þessi skýring virtist nóg fyrir þá, þeir hneigðu báðir höfuð sín og sögðu: “Herra Jesús eg vil meðtaka þig sem Guðs gjöf til mín.” DR. W. L. W. Smásögur frá Afríku Trúboði nokkur fór framhjá þorpi einu um uppskerutíman og sá þar dálítinn blett þar sem uppskeran hafði ekki verið hirt. Hann spurði um orsökina og frétti þá að konan sem hafði ræktað þennan blett var veik. Hann sendi þessa frétt til formanns unglingafélags vors og hann fór ásamt 30 af félögum sínum, þeir hirtu maísinn og komu honum í skýli við heimili konunn- ar og luku við þetta alt á einum degi. Kona þessi var kristin, og meðlimur annars trúar- flokks, en enginn af meðlimum hennar gaf sig fram til að hjálpa henni. Og þeir urðu næsta forviða þegar ungu mennirnir okkar komu óbeðnir til að hjálpa henni. Daginn eftir sendi veika konan þeim gjöf, en þeir skiluðu henni aftur og sögðu sér hefði að- eins verið ánægja að því að hjálpa henni þegar hún var veik. Konan varð svo hrifin af þessari óeigingjörnu framkomu að hún fór að spyrja um hverju þeir tryðu. Svo kom hún á hvíldardagaskólann og meðtók gleðiboðskapinn. Fyrir áhrif hennar hafa tíu aðrir tekið skírn og sameinast söfn- uðinum. Starfsmaður vor heimsótti konu eina og fann hana grátandi. Hún sagðist ekkert hafa fyrir börnin að borða. Hann fór heim og sagði konu sinni frá vandræðunum. Þau sendu konunni bæði föt og mat. Næst þegar hann heimsótti þessa konu voru börn- in glöð og frísk að leika sér úti, og konan hafði löngun til að læra kenningar Bibl- íunnar. Hún meðtók gleðiboðskapinn og varð alvarlega kristin kona. Sonur höfðingjans var veikur. Kennar- inn og aðstoðarmenn hans hjálpuðu unga manninum alt sem þeir gátu, til að ná heilsu aftur. Þetta þótti höfðingjanum svo vænt um að hann fór að senda konur sínar tii kirkju vorrar. Seinna þegar helsta kona höfðingjans varð veik þá fóru meðlimir vorir og unnu í garðinum hennar. Maður hennar fór nú að gefa meiri gaum að kenningu vorri og konan gekk á Biblíu- skólann. Einn af kennurum vorum byrjaði skóla í kaþólsku héraði, það gekk mjög erfitt og hann mætti mikilli mótstöðu. Svo um þurka tíma ársins brann kofi höfðingjans. Snemma morguninn eftir fór kennarinn og

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.