Stjarnan - 01.08.1944, Side 5
61
STJARNAN
félagar hans að byggja upp kofann aftur.
Þeir höfðu lokið viö það um sólarlag svo
höfðinginn gat sofið í sínum eigin kofa um
nóttina. Nú varð gagngjör breyting á öllu.
Höfðinginn kallaði fólk sitt saman og réð
því til að ganga á vorn skóla. Hann tók
sjálfur kristna trú og notaði áhrif sín tii
að styðja starf vort. Margir af þeim sem
vÓfu erfiðastir viðureignar meðal eldra
fólksins, bæði karlar og konur sneru sér nú
°g meðtóku kristindóminn.
Einn af kennurum vorum sendi út tvo
°g tvo af nemendum sínum til að prédika.
'f'veir þeirra komu til konu sem sýndi engan
áhuga fyrir neinu sem þeir sögðu. Þeir
heimsóttu hana í tvær vikur en árangurs-
faust, þeir undruðust yíir hvernig hægt
mundi vera að vekja athygli hennar. Nú
fóru þeir og unnu sér inn lítið eitt af
peningum og keyptu salt fynr þá. Þegar
þeir heimsóttu konuna næst spurðu þeir
hvers vegna hún vildi ekki hlusta á Guðs
orð. Hún sagðist vera svo fátæk að hún
hefði enga ánægju af lífinu, og enginn
hugsaði neitt um sig. Nú gáfu þeir henni
saltið. Það var undravert hvernig það
glaðnaði yfir henni. Þegar þeir komu
næstu viku á eftir var hún fús til að
hlusta á boðskapinn, sem þeir höfðu að
flytja. Svo sendi hún barn sitt á skólann
svo að gæti lært og kent henni á eftir.
Árangurinn varð sá að konan sneri sér loks
til Guðs og varð einlæg trúuð manneskja.
Kennari eirin hafði farið heim til sín
fyrir hvíldardaginn. Snemma um morgun-
inn fór hann ofan að ánni til að þvo sér
áður en hann færi á hvíldardagsskólann
Niður við ána mætti hann drykkjumanni,
sem var að baða sig, og spurði hví hann
væri þar svo snemma morguns. Maðurinn
spurði hann sömu spurningar. Kennarinn
sagðist vera að fara á hvíldardagsskóiann.
Hinn sagðist vera að fara í drykkjuveizlu.
“Hvers vegna ekki heldur koma með mér?”
spurði kennarinn. “Kom þú með mér í
drykkjuveizluna,” sagði maðurinn. “Það má
vera,” svaraði kennarinn, “ef þú vilt fyrst
koma með mér á hvíldardagsskólann.”
Klukkutíma seinna var drykkjumaðurinu
uppá búinn og fór með kennaranum á guðs-
þjónustuna. Þegar þangað kom var kennar-
inn beðinn að prédika. Hann tók fyrir ræðu
efni söguna um Símon töframann, sem lét
svo mikið yfir sér, og sýndi fram á hvað
hann var illa staddur og hafði ekkert.
Drykkjumaðurinn hélt að ræðan hefði aðal-
lega verið ætluð sér. Skömmu seinna fór
kennarinn fram hjá þorpi hans og maður-
inn kallaði til hans að bíða. Svo kom
hann út með langa reykjarpípu lagði hana
á stein, tók svo minni stein og braut píp-
una í smátt með honum. Þorpsbúar sem
höfðu horft á hann spurðu hvað hann væri
að gjöra. Hann sagði þeim að þetta væri
það sem hefði hindrað hann frá að lifa
hamingjusömu sigursælu lífi, svo hann
notaði þessa aðferð til að losast við freist-
inguna. Svo kom hann á skóiann og bað
um upptöku í Biblíunámsbekkinn, en hann
kunni ekki að lesa, svo hann fór í bekk með
litlu börnunum til að læra að lesa. Hann
var 1 byrjenda bekknum í þrjú ár, svo tvö
ár í þeim næsta. En þrautseigja hans og
staðfesta öðlaðist endurgjald sitt að lok-
um. Hann lærði að lesa Biblíuna sína. Nú
er hann djákni í söfnuðinum.
Kennari einn mintist þess að hann var
lítill drengur þegar hann fór að fara á
skólann 1914. Faðir hans var drykkjumað-
ur og heiðingi. Á heimili hans var stöðugt
ósamlyndi. Eftir nokkurn tíma fór hann
að segja föður sínum guðspjalla sögurnar,
sem hann heyrði á skólanum. Þegar faðir-
inn heyrði um endurkomu Krists og enda-
lok óguðlegra, þá fór hann að. hugsa
Drengurinn var þangað til að, að hann
fékk föður sinn til að koma með sér til
kirkju. Árangurinn varð sá smámsaman að
bæði faðir hans og móðir gáfu Guði hjarta
sitt. Nú er þessi maður auðmjúkur og guð-
rækinn meðstarfandi í söfnuði vorum.
Prédikari nokkur segir frá því að nálægt
heimili hans hafi verið lítið hús þar sem
maður einn bjó með konu sinni. Konan
var læs en maðurinn ekki. Á hverjum degi
heyrðu þau kvöld og morgun guðsþjónust-
una, sem prédikarinn hafði á heimili sínu,
en þau fóru þangað ekki af því þau til-
heyrðu annari kirkju. En þegar þessi ná-
granni sá þau lesa Biblíuna og læra vers
utanbókar þá vaknaði forvitni hans. Pré-
dikarinn lánaði þeim nú smárit, sem konan
las upphátt fyrir mann sinn. Það var um
hvíldardag Drottins. Konan fékk áhuga
fyrir að læra meira og sagði manni sínum
að hún vildi verða Aðventisti. Hann mót-
mælti því als ekki, en mánuði seinna bað
hann prédikarann að stryka nafn konu sinn