Stjarnan - 01.12.1945, Side 8

Stjarnan - 01.12.1945, Side 8
96 STJARNAN lært að treysta honum af öllu hjarta, ætíð og í öllum hlutum þá getum vér líka glatt aðra, styrkt og uppörfað þá, sem eiga við alskonar erfiðleika að stríða; og sem ekki þekkja hann sem einn getur hjálpað, eða sem ennþá eru of trúarveikir til að varpa allri sinni áhyggju upp á hann. Það eykur líka vora eigin hamingju hér, að geta létt byrði lífsins fyrir aðra og hjálpað þeim að meðtaka heimboðið til hins himneska brúð- kaups. Hefir þú meðtekið boðið? Gleðst þú óút- málanlegum og dýrðlegum fögnuði fyrir trú á frelsarann og í samfélagið við hann? S. J. Biðjið án afláts Guðs börn hafa þau einkaréttindi að mega biðja hann um hjálp og leiðbeiningu í öllu starfi sínu. Bóksölumenn vorir segja oft frá reynslu sinni og frelsun frá ýmis- konar hættum þegar þeir eru að ferðast um til að flytja fagnaðar erindið út um bygðir og bæi- Eftirfylgj andi er ein slík frásögn sunnan úr ríkjum. “Einu sinni vann eg allan daginn til klukkan þrjú eftir hádegi, án þess að fá eina einustu pöntun. Eg féll á kné á skugg- anum af stóru tré og bað til Guðs, fór svo heim að húsi einu skamt í burtu. Þegar eg kom að dyrunum leit konan snöggvast á mig og skelti svo aftur hurðinni. Hún hélt eg væri Jehova vitni. Eg fór burt en hún kallaði upp lögregluna og lýsti fyrir þeim útliti mínu. Lögregluþjónn var send- ur til að vita hvað um væri að vera. Hann sá mig fara inn í hús og kom upp á vegg- svalirnar og hlustaði á meðan eg lýsti bók- inni fyrir þeim sem inni voru. Þrjár konur voru þarna inni, þær voru systur, ein frá Kansas, önnur frá Missouri, þær voru að heimsækja systur sína sem hér bjó. Eg lýsti fyrir þeim bákinni sem eg var að selja, það var Deilan mikla. Eg fékk pöntun hjá þeim öllum. Húsmóðirin hafði fjóra syni í hernum, en hinar systurn- ar höfðu þar tvo syni hver. Eg kvaðst mundi vera glöð að biðja til Guðs með þeim, og tóku þær því vel. Eg fann til nálægðar Guðs er eg bað fyrir þessum mæðrum og sonum þeirra. STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. Þegar eg kom út úr húsinu mætti eg lögregluþjóninum við dyrnar. Tárin stóðu í augum hans. Hann heilsaði mér með handabandi og bað mig skrifa sitt nafn fyrir bókinni, sem eg væri að selja. Eg gjörði það. Svo stakk hann upp á að eg færi inn í bílinn hans og kæmi með hon- um. Hann keyrði með mig til konunnar sem skelti hurðinni móti mér- Hann heils- aði henni og bað leyfi til að koma inn, og að hún hlustáði á hvað eg hefði að segja, aðeins fáeinar mínútur. En fyrst fullviss- aði hann hana um að eg væri ekki Jehova vitni. Eg byrjaði með því að benda á flagg- ið með fjórum stjörnum á, og kom það þá í ljós að hún átti tvo syni og tvo sonar- syni í stríðinu. Svo lýsti eg Deilunni miklu fyrir henni, og Guð hneigði hjarta hennar til að gefa mér pöntun fyrir bókinni. Svo höfðum við bæn. Eftir það sagði hún mér að sér þætti leiðinlegt að hún skyldi hafa kallað lögregluna. Eg sagði henni það væri gleðiefni fyrir mig að hún hefði gjört það, því nú hefði eg fengið fimm pantanir í staðinn fyrir eina. Eg er búin að skila öll- um þessum bókum og konan sem kallaði lögregluna er í þann veginn að fara að halda hvíldardaginn. Mér geðjast vel að starfi mínu og vona það verði mörgum til blessunar. M. C. Graves. Smávegis Bandaríkjaherinn framleiðir nú 3000 rit- vélar á mánuði í þýzkri verksmiðju sem var útbúin til að framleiða vélar fyrir öll algeng núverandi tungumál, þar á meðal kínversku, hebresku, persnesku og Siamese. Allar vélar, sem nú eru búnar til þar eru með enskum bókstöfum, og eru þær send- ar til hermannastöðvanna-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.