Stjarnan - 01.04.1946, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.04.1946, Blaðsíða 6
30 STJARNAN “Meiri elsku hefir enginn” Fyrir mörgum árum síðan á dögum keisaraveldisins í Rússlandi, flýði hópur hermanna frá Moskva. Það var um vetur og kuldinn var ákaflega mikill. Mælirinn var langt fyrir neðan 0. Stirðir af kulda og uppgefnir af göng- unni féllu þeir einn eftir annan niður við veginn til að deyja af þreytu og kulda. Aðeins fáeinir stóðu uppi og héldu áfram ferðinni með ungan prins í fararbroddi. Þeir 'komust svo langt að þeir sáu tilsýndar sitt eigið elskaða föðurland. Það var farið að halla degi er þeir sáu bera við himin niðurníddan kofa, sem notaður hafði verið fyrir skepnur. Þeir keptu þangað, en voru þá svo aðfram komnir af hungri og þreytu að þeir kom- ust ekki lengra, svo þeir fóru inn í kofann til að hvíla sig og skýla sér fyrir vindinum. Uppgefnir og skjálfandi lögðust þeir niður á kofagólfið. Prinsinn sofnaði strax. Menn hans voru harðir af sér, vanir hættum og erfiði hermens'kunnar, en þeim rann til rifja að sjá hinn unga fyrirliða sinn svo fölan og mátt vana sofa þama í alt öðru umhverfi heldur en hann hafði vanist í skrauti og sællífi hirðarinnar. Svo þeir hver eftir annan stóðu uppð fóru úr yfir- höfn sinni og breiddu hana yfir prinsinn. Svo lögðu þeir sig til svefns með lítið til að skýla sér fyrir kuldanum. í dögun vaknaði prinsinn hrestur og endurnærður. Hann reis upp og vildi nú halda áfram ferðinni, svo hann kallaði menn sína en fékk ekkert svar. Vindurinn var það eina sem braut þögnina. Hann stökk á fætur og sá nú hvernig á því stóð að honum leið svo vel um nóttina. Yfirhafnir manna hans höfðu haldið honum heitum. Þeir höfðu fórnað sínum eigin þægindum fyrir hann, og voru nú liðin lík, vegna kærleika síns til hans. Þetta er hrífandi frásaga. Vér getum hugsað oss kærleiks og þakklætis tilfinn- ingu prinsins, og einnig söknuð þann sem fylti hjarta hans. En vér skulum nú minnast þess, að fyrir hvern einasta af oss, sem lesum þessar línur, hefir maður látið líf sitt, til þess vér mættum hafa líf og njóta eilífs friðar og gleði. Jesús dó fyrir okkur. Róm. 5: 8. Vér erum oft svo uppteknir við skyldur og annríki lífsins, að vér gleymum því að Jesús dó á Golgata og úthelti sínu helaga blóði fyrir þig og mig. Hversu hjörtu vor ættu að vera hrifin af lofgjörð, þakklæti og kærleika til hans, sem yfirgaf dýrð himnanna til að líða ofsóknir, fyrirlitning og kvalafullan dauða til að kaupa oss líf- “Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann láti líf sitt fyrir vini sína. . . Eg hef kallað yður vini.” Jóh. 15: 13-15. “Mannsins son- ur kom. . . til að láta líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga.” Matt. 20: 28. Lesið með athygli Jes. 53. kap. Hví- lík lýsing á æfi hans. “Hann var fyrirlitinn af mönnum, yfirgefinn, undirorpinn harm- kvælum.” “Þó bar hann vor sár, lagði á sig vor harmkvæli.” “Vegna vorra mis- gjörða var hann særður, og fyrir vorra synda sakir lemstraður.” Að síðustu var hann leiddur “sem lamb til slátrunar.” Er það ekki sorglegt að spámaðurinn varð að skrifa: “Vér mátum hann enskis.” Ó hversu hryggilegt það er að margir af oss uppfylla þennan spádóm. Ó snúum oss til hans, gefum hjörtu vor honum, sem úthelti lífi sínu í dauðann svo vér óverð- ugir mættum öðlast eilíft líf. L. L. Warriner. Fréttir frá Európu H'Ugsið yður 20 miljónir heimilislauss fólks ferðast um sléttur Evrópu, 17 þús- undir streyma yfir austur landamæri Þýzkalands á dag. Flestir eiga ekkert nema fötin sem þeir standa í. Búist er við að miljónir þeirra deyi í vetur. England þarf að byggja 4 og hálfa milj- ón íbúðir. í Lundúnaborg einni mistu miljón manns heimili sín, 24 miðar fyrir fatnað verða nú að nægja 8 mánuði. Einn karlmanns fatnaður kostar 26 miða, yfir- höfn 19, skór 9. Holland hefir nú hálfa miljón manns heimilislausa, og fjöldinn af íbúum lands- ins eru kaldir og klæðlitlir. Ekki er ástandið betra 1 Noregi. Fjöld- inn þar verður að bíða heilt ár til að eign- ast skó. í Oslo, höfuðborginni einni eru 10 þúsund manns heimilislausir. Þó er

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.