Stjarnan - 01.05.1946, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.05.1946, Qupperneq 1
■ ■■ 1 E ■ -■■■ ■■■ ===== , = i == = ',"T7=F S1 MAÍ 1946 rJARNAN INNSÖFNUNARBLAÐIÐ LUNDAR, MAN. A "rr- —--7-T-=-v=r-:T-"'iL^ Endurreising von og hugrekki Á öllu tímabili kristninnar, frá dög- um postulanna alt til vorra tíma, hefir aldrei verið meiri þörf fyrir hjálp heldur en einmitt nú. fbúar heimsins eru niður- brotnir, særðir og skelfdir gegn um hörm- ungar stríðsins og afleiðingar þess; þeir þurfa þá lækningu sem hinn frelsandi kraftur fagnaðarerindisins getur veitt. Miljónir manna hafa mist líf sitt. Borgir og þorp, óteljandi þúsund heimili hafa verið eyðilögð. Fjölskyldur hafa sundrast sem aldrei geta sameinast aftur. Fjöldi fólks hefir verið sviftur þeim einkaréttindum sem Guð veitti mönnum að tilbiðja hann samkvæmt eigin sann- færingu. Tugir þúsunda hafa liðið ofsóknir og dauða. En á þessum þrengingar og ör- væntingatímum ljómar hið skæra ljós Guðs orðs, boðskapurinn sem vekur nýja von og býður mönnum sáluhjálp fyrir trúna á Jesúm Krist. Útdreifðir meðal þjóðanna í öllum lönd- um eru miljónir manna og kvenna sem þrá eitthvað er breytt geti örvæntingu þeirra í von, og sorg þeirra í gleði. Þessi breyting getur aðeins fengist fyrir verðskuldun vors blessaða Drottins og frelsara Jesú Krists. Hann er bót og lækning allra meina. Sjöunda dags Aðventista kirkjan geng- ur með gleði að starfi sínu að vinna fyrir Guðs ríki út um allan heim. Því starfi heigum vér alt vort fé, hæfilegleika og krafta. Þetta útheimtir að vér mentum trúboða, kennara, presta, lækna og hjúkr- unarkonur til að annast hið sívaxandi starf út um heiminn. Stofnun æðri og lægri skóla, sjúkrahúsa og forlags húsa, sem prenta kristileg rit, alt þetta verður kirkju- félagið að annast um. Stofnanir þessar hafa verið reistar svo hundruðum skiftir út um heiminn. í Norður, Mið og Suður Ameríku, í Evrópu, Asíu, Afriku, Austur- löndum og á Suðurhafseyjunum finnast þessar stofnanir. Vér getum ekki skýrt frá öllum þeim blessunarríku áhrifum sem þær hafa haft bæði nær og fjær. Nú sem stendur höfum vér 3401 skóla, 184 sjúkrahús og ýmiskonar lækningastofn- anir þar sem kend er meðferð og hjúkrun sjúklinga. Vér höfum einnig 61 prent- smiðjur þar sem prentuð eru kristindóms- og beilsufræðisrit á 185 tungumálum. Vér höfum starfsmenn í hundruðum landa og. eyja, meðal innfæddra manna sem tala margskonar tungumál og mál- ýzkur. En vér getum ekki látið hér við staðar nema. Guð býður oss að halda áfram. Áform vort er að auka starfið og færa það út, því Guðs málefni verður að flytjast út um allan heim með æ meiri áhuga og krafti. Vér þökkum Guði blessun hans og um- hyggju fyrir starfinu, sem hefir gjört oss mögulegt að starfa svo víða. Vér metum líka mikils hina göfugu sjálfsfórn sem fjöldi yina vorra hefir sýnt með því að leggja fram gjafir sínar til alheims starfs- ins. Vér erum ákveðnir í að halda áfram hinu góða verki þar til skipun Krists er að fullu framkvæmd og menn í öllum löndum hafa heyrt boðskapinn um hinn frelsandi kærleika í Drottni vorum Jesú Kristi. J. L. McElhany, President, General Conference of S. D. A.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.