Stjarnan - 01.05.1946, Qupperneq 3
STJARNAN
35
verið í uppreisn gegn Guði kærleikans,
þar mun að lokum verða friðsamt heim-
kynni hinna frelsuðu.
Lítill drengur hafði mikla löngun til
og vonaði sá dagur mundi koma að hann
gæti eignast bát að leika sér með. Hann
var mjög fátækur og oft horfði hann með
eftirlöngun á það sem var til sýnis út í
búðargluggana. En það var altaf gler á
milli. Skyldi hann aldrei geta eignast bát?
Einu sinni varð hann fyrir slysi á stræt-
inu. Han-n meiddist mikið, var tekinn á
sjúkrahús og lá þar fleiri mánuði. Vin-
gjarnlegur maður sem heimsótti sjúkra-
húsið gekk fram hjá rúmi hans og talaði
við hann litla stund. Næst þegar hann
kom á sjúkrahúsið færði hann drengnum
pakka. Þegar búið var að taka umbúð-
irnar utan af, stóð þarna í rúminu einmitt
sami báturinn, sem hann hafði svo oft
dáðst að í búðarglugganum. Var það mögu-
legt? Litli drengurinn horfði þegjandi á
bátinn um stund, rétti svo út hendina hálf-
hikandi til að snerta hann og sagði fagn-
andi um leið: “Það er ekkert á milli, ekk-
ert gler á milli.” Báturinn var hans. Hann
átti hann sjálfur.
“Einhvern daginn mun hin kærleiks-
ríka rödd frelsarans heyrast er hann segir:
“Komið ástvinir föður míns og eignist
ríkið, sem yður var fyrirbúið frá upphafi
veraldar.” Matt. 25:34. öll synd og af-
leiðingar hennar verða afmáðar að eilífu.
Vér munum sjá Guð augliti til auglitis.
Ekkert mun standa á milli.
Himininn er verulegt pláss. Jesús sagði:
“Eg fer að tilbúa yður stað.” Jóh. 14: 3. Sá
staður verður þar sem Guð sjálfur hefir
bústað sinn, “Fyrir því blygðast Guð ekki
þeirra vegna að kallast þeirra Guð, því
hann hafði tilreitt þeim borg.” Hebr. 11:16.
Borgin er hin nýja Jerúsalem, höfuðborg
hinnar nýju jarðar, og til þeirrar himnesku
borgar munu allir hinir frelsuðu koma og
tilbiðja hann, sem elskaði þá og gaf sjálfan
sig út fyrir þá. Þessi dýrðlega borg, með
gegnsæu jasper veggina og göturnar úr
gulli, er mjög svo ólík hinum syndspilltu
sóttkveikju- borgum heimsins, sem vér
þekkjum. Þessi borg hefir alt fagurt og
aðlaðandi. íbúar hennar verða heilagar,
himneskar verur og ,bezt af öllu, Jesús
sjálfur, hinn góði hirðir verður þar og
leiðir fólk sitt til uppsprettu lifandi vatns.
Þar mun menn hvorki hungra né þyrsta
framar. í stað hins rykuga fatnaðar píla-
grímsins fær maður skrúða dýrðlegrar
fegurðar. Frá hásæti hins eilífa flýtur
straumur lífsins vatns og á bökkunum vex
í slíkri fegurð, sem mannlegt auga aldrei
fyr hefir séð, lífsins tré með hinum líf-
gefandi ávöxtum, og sígrænu laufum sem
eru til lækningar þjóðunum.” Op. 22: 1-2.
Þá verða öll sár eftir stríð, hatur og áverka
fullkomlega læknuð, “þegar Drottinn græð-
ir meinsemdir síns fólfcs, og læknar þess
mörðu sáí.” Jes. 3: 26.
Hið eina sem stendur nú milli vor og
hins eilífa friðar er starf sem ekki er búið
að ljúka við. Jesús sagði að þegar búið
væri að prédika fagnaðar erindið út um
alla heimsbygðina til vitnisburðar öllum
þjóðum, þá mundi endirinn koma. Matt.
24: 14. Vilt þú hjálpa til að flytja boðskap-
inn til miljóna manna sem bíða hans, og
flýta þannig fyrir degi hins eilífa friðar.
Gefðu oss alla þá hjálp sem þú getur. Guð
mun launa þér.
R. A. Anderson.
Byrjun Aðventiáta átarfsins
í Kína
Abram La Rue, fyrverandi sjómaður,
sigldi til Hong Kong 21. marz 1888. Hann
var þá 69 ára að aldri. Mörg undanfarin
ár hafði honum legið á hjarta að flytja
fagnaðarerindi Krists til Kína, en trúboða-
nefndin áleit ekki hyggilegt að senda
aldraðan mann svo langt í burtu til að
starfa þar sem Aðventistar ennþá höfðu
enga trúboðstöð, svo honum var ráðlagt
að finna starfsvið sitt til eflingar Guðs
ríki heima fyrir. En hann gat ekki hrint
úr huga sínum þörf Kínverja, og forsjónin
opnaði veg fyrir hann að komast þangað.
Hann fékk far með skipi og ásetti sér að
starfa sem trúboði í Kína og sjá fyrir sér
sjálfur.
Hann lenti í, Hong Kong án þess að
skilja neitt í kínversku, og mætti sem von
var alskonar erfiðleikum. En hann var hug-
rakkur og hamingjusamur, sannfærður um
að hann var á réttum stað þar sem skylda