Stjarnan - 01.05.1946, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.05.1946, Qupperneq 5
STJARNAN 37 við sjúklinginn í fleiri klukkutíma, þar til hann var sjálfur svo uppgefinn að hann varð að fara í rúmið. Honum versnaði meir og meir svo hann sá að lokum að hann var sjálfur í hættu staddur, svo hann var fluttur á sjúkrahús í Peking. Það tók 8 klukkutíma ferð með járnbrautarlest. Það var alt gjört fyrir hann sem unt var en ekkert dugði. Einn dag þegar kona hans sat við rúmið spurði hún hvort hann hefði nokkra orð- sending til föður síns. Hann brosti og mælti: “Segðu honum, eg dey hamingju- samur í starfi mínu.” Þetta voru síðustu orð trúboðslæknisins. Það var ákaflega fjölmenn líkfylgd í Kalgan. Eftir þarlendri venju sendu sjúkl- ingar og vinir ljómandi fallega silkifána. Á einum þeirra voru þessi orð: “Kærleik- urinn leiddi hann til dauða.” Landstjórinn sendi fána útsaumaðan með kínverskum bókstöfum sem þýddu: “Hann gaf líf sitt fyrir aðra.” Já, læknatrúboðinn fórnaði lífi sínu fyrir Krist og Kínverja. Neið og þörf heimsins er ákaflega mikil. Kína sundurtætt eftir margra ára blóðugt stríð þarfnast sjálfsfórnandi gjafa. Vér sem notið höfum ríkulegrar blessunar, haft allar nauðsynjar lífsins og meira fé til umráða heldur en nokkru sinni fyr, vér ættum ekki að draga oss í hlé, heldur gjöra vort ýtrasta til að hjálpa. Jesús sagði: “Það sem þér gjörðuð einum af þessum mínum minstu bræðrum, það hafið þér gjört mér.” N. F. Brewer. I þjónuátu friðarins Stríðið hefir látið eftir sig hundruð þúsunda eyðilögð heimili og sundurmarin hjörtu. Sagt er að 41 miljón manna hafi mætt meiðslum eða dauða. Miljónir manna hafa mist allar eigur sínar, og því miður hafa margir látið hugfallast og gefist upp, en sumir hafa hafið sig yfir alla erfiðleika og eru að reyna að byggja upp heimili sín aftur og safna saman þeim af fjölskyldunni sem hafa lifað af. Margir hafa flúið til annara landa til þess að leita sér verndar, skýlis og fæðu. Á þessum almennu erfiðleika tímum hefir trúboðsnefnd vor hvatt söfnuði sína til að styðja viðreisnarstarf það, sem Rauði Krossinn og ýmsar fleiri líknarstofnanir í Ameríku og Canada hafa unnið að, sem hafa gjört svo mikið til að létta undir með hinum nauðstöddu hinu megin hafsins. Nálægt þrjú þúsund líknarfélög Sjö- unda dags Aðventista hafa stöðugt starfað að því síðast liðið ár að safna fatnaði af ýmsu tagi, sem sendur hefir verið til Evr- ópu, Norður Afriku og Asíu. Hver einasta flík hefir verið rannsökuð til að sjá um að alt væri hreint, heilt og brúkfært undir- eins. Þetta hefir útheimt langan tíma til að sauma og bæta. Skór af öllum stærðum fyrir börn og fullorðna hafa verið gefnir, ef þeir þurftu aðgjörðar voru þeir fyrst sendir til skósmiðsins. Auk fatnaðar fyrir almenning hefir mikið verið sent af ýmsum nauðsynjum til presta hersins og sjúkrahúsa, til þæg- inda fyrir menn og konur sem starfa fyrir þjóðina. Söfnuðir vorir skoða það sem einkaréttindi sín að eiga hlut í starfi þjóð- arinnar, til líknar nauðstöddum í öllum löndum. Kirkjufélagið hefir sett upp tvær mið- stöðvar til að taka á móti framlögum fólks- ins, aðra austur við Atlantshafið, hina vestur á Kyrrahafsströnd. Á þessum stöðv- um er starfsfólk sem tekur á móti send- ingum frá öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hver pakki er opnaður, sorteraður og merktur. Eftir að búið er að búa um þenn- an fatnað, eru mörg skippund send í einu, svo fljótt sem hægt er að fá skipspláss til að flytja þau yfir hafið. Vér höfum sent fatnað til Norður Afr- iku, Etíópíu, Grikklands, Italíu, Frakk- lands, Belgíu, Hollands, ríkjanna við Eystrasalt, Pólands, Rússlands, Júgoslavíu og Filippaeyjanna, og til Svíþjóðar fyrir flóttafólk. Önnur lönd fá næstu sendingar. Vér áformum að halda áfram að senda fatnað svo lengi sem þörf er fyrir hann. Kirkjufélag vort hefir starfsdeildir í öllum löndum Evrópu, svo vér sendum fatnaðinn til þeirra deilda, svo er þeim útbýtt í félagi við aðrar líknarstofnanir til þeirra sem þurfa án tillits til þjóðemis eða trúarskoðana. Þetta hefir mikið styrkt kristilegan bróðurhug meðal manna. Truman, forseti Bandaríkjanna, mint-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.