Stjarnan - 01.05.1946, Síða 7
STJARNAN
39
Trúboð í þjónuátu
mannkynsins
Stríðið á Kyrrahafinu hefir vakið eftir-
tekt margra Ameríkumanna á þessum
fjarlægu löndum í hafinu sem þeir áður
höfðu litla þekkingu á. Eitt af því mark-
verðasta hefir verið vitnisburður manna
í sambandshernum um verðmæti trúboðs-
starfsins í þessum hluta heimsins. Einn
þeirra segir: “Stríðið hefir kastað þessum
trúboðsstöðvum inn í miðjan bræðsluofn
þessa voðalega alheimsstríðs.” Þetta er rétt
hermt.
Córalla sjáfar bardaginn var háður við
Lousiade skagann. Rlátt áfram engir hvítir
menn, nema trúboðarnir höfðu séð þessar
eyjar fyrir stríðið.
Trúboðsstarfið hefir haft undraverðan
framgang á Salómonseyjunum. Það sem
herhöfðingjum mistókst, það framkvæmdu
boðberar fagnaðar erindisins. Þúsundir
hraustr? eyjarbúa hafa meðtekið kristna
trú, og er u áreiðanlegir vinir í stað þess að
vera sterkir óvinir. Stríðið eyðilagði nær
því allar e’gnir trúboðsins á þessu svæði.
Munda Bay var, tildæmis, miðstöð trú-
boðsins, en því plássi var snúið upp í
orustuvöll. Það gleður oss að vita að
hundruð flugmanna, bæði frá Ameríku og
Ástralíu, sem urðu að nauðlenda í frum-
skógunum, eiga líf sitt að þakka innfædd-
um kristnum mönnum, sem björguðu þeim
og hjúkruðu, og hjálpuðu þeim síðan að
komast aftur til félaga sinna.
Einn hermaður skrifaði þetta heim: “Þú
manst eftir fólkinu sem kom í kring á
hverju ári til að safna gjöfum fyrir heið-
ingjatrúboðið og þið voruð vön að gefa
þeim eitthvað. Næst þegar það kemur þá
gefið því ekki 10 cent, heldur 10 dollara.
Trúboðarnir vinna dásamlegt starf hér úti.
Eg hef lært að meta útlenda trúboðið.”
Við annað tækifæri tók Amerísk her-
deild upp samskot að upphæð $300, og bað
prest sinn að senda það til aðalstöðva trú-
boðsins, sem viðurkenningu frá mönnum
sínum um ágæti kristniboðsins.
Það ætti vel við að rannsaka trúboðs-
starf frá nýju sjónarmiði eins og P. Van
Dusen stingur upp á í bók sinni: “Þeir
fundu kirkju þar.” Hann segir:
“Fyrir 15 árum síðan voru nokkrir
auðugir Amerískir mannvinir órólegir yfir
því, sem þeirn virtist vera þverrandi áhugi
hjá almenningi fyrir kristniboði. Þeir
stofnuðu til rannsókna á takmörkuðu trú-
boðssvæði á Indlandi, í Kína og Japan.
Skýrsla þeirra sem gefin var út undir
yfirskriftinni: “Athugun á trúboði,” var
víða lesin og hafði mikil áhrif.
“Hver sem tilgangur útgefendanna var,
þá vakti skýrslan fremur vantraust fjölda
fólks á trúboðsstarfi 1 heild sinni. Hún bar
það með sér að það væri í fáum stöðum,
mjög fáum stöðum, sem trúboðsstarfið væri
þess vert að halda því uppi, en mestalt
væri það lítilsvert og gæti varla álitist að
verðskulda stuðning.
“Nú er önnur rannsókn hafin, og það
yfir allan heim. Hún er vel og nákvæmlega
framkvæmd. Þeir sem standa fyrir henni
eru ekki háskóla kennarar eða vísinda-
menn, heldur reyndir hermenn, siglinga-
menn, flugmenn, og menn úr sjóliði sam-
einuðu þjóðanna. Skýrslur þeirra, nær
því allar, eru hrós og meðmæli:
“í stað vantrausts og fyrirlitningar fyrir
trúboðsstarfi, koma nú svo hundruðum
Skiftir vitnisburðir um ágæti þess.”
Það er eftirtektarvert að hinn háttvirti
Norman J. O. Makin, ráðgjafi sjóhersins
fyrir stjórn Australíu sagði í ræðu sem
hann hélt nýlega, að meðan stríðið stóð
yfir í Nýju Guinea hafi það ljóslega sýnt
sig hve mikið vér skuldum hinum ágætu
áhrifum trúboðsins.
1 janúar 1944 var gjörður samningur
milli stjórnanna í Australíu og Nýja Sjá-
landi. I því skjali var minst á trúboðið
með þessum orðum: “Það ætti að vera
samvinna í því að styðja trúboðsstarf og
hvetja alla viðleitni til að hefja á hærra
stig innfædda fólkið á Kyrrahafseyjunum.”
Það er kraftur í fagnaðarerindinu til
að breyta lífi manna. Þegar trúboðar fyrst
lentu á Fiji eyjunum fyrir 100 árum síðan
þá var fólkið mannætur og fult af. hjátrú.
Stjórnarskýrslur nú sýna að 85 af hundr-
aði tilheyra kristnum söfnuðum. Hvar sem
trúboðinn kemur, þar hverfur grimd og
hjátrú. Biblían er þýdd á tungumál fólks-
ins, og skólar eru stofnaðir þar sem fólki
er kent að lesa, og fagnaðar erindið fer
að hafa áhrif á hjörtu manna og kvenna.