Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.08.1946, Blaðsíða 1
' '?,T7=-r-.T-.-",r' ~ -■ —T' ' STJ ÁGÚST 1946 A ] RNAN LUNDAR, MAN. jjiUZ.—■—■1 1 - ■■■■■ ■ ■ 1 : Hvað meinar að vera umventur ? Þegar menn hvetja ungt fólk til að meðtaka og viðurkenna Jesúm, þá fær maðúr stundum þetta svar: “Eg veit það er hið eina rétta, en eg er hræddur um að eg standi ekki stöðugur.” Til að sýna þeim hve hættulegt er að koma með slíka afsökun, þá ber eg fram þessa spurningu: “Hefir þú þá ákveðið fyrir fult og fast að þú ætlar þér að glat- ast. Viltu trúa því að þú vaknir upp þegar þeir fordæmdu rísa upp?” Auðvitað verð- ur þeim hverft við slíka spurningu, en hún er rökrétt, því ef þeir ekki snúa sér til Guðs, eða ef þeir standa ekki stöðugir með honum, þá verða þeir meðal hinna glötuðu á hinum mikla degi dómsins. Sumir koma með þá ímyndun að Guð sé of góður til að eyðileggja nokkurn mann, þeir halda því fram að hann sé kærleikans Guð og himneskur faðir, og faðirinn muni víst ekki eyðileggja þær verur sem hann hafi skapað. í fyrsta áliti sýnist þetta vera allgóð röksemd, en margir munu glatast af því þeir vildu leggja sáluhjálp sína í hættu í þeirri von að þeir hefðu fundið létta aðferð til að losast við hlýðnisskyldu sína við Guðs boðorð. Guð hefir gefið ákveðið svar í þessu efni, svo enginn geti efast um hvílík hætta það er að byggja sálu- hjálpar von sína á slíkri ímyndun. Fyrir mörgum öldum síðan gjörði satan uppreisn á himni; hann hefir án efa haldið fram þessari kenningu. Margir af engl- unum söfnuðust undir merki hans. Þeir hafa eflaust verið aðvaraði um hvað af- leiðingin yrði ef þeir settu sig upp á móti Guðs boðum, en satan hefir að líkindum fullvissað þá um að Guð væri of góður til að eyðileggja nokkurn, svo þeir þyrftu ekki að óttast neinar illar afleiðingar. Svo þeir héldu áfram að óhlýðnast Guði. Meðan á uppreisninni stóð nálgaðist dagur reiðinnar stöðugt, þar til loks sá dagur kom að Guð kastaði satan og engl- um hans niður af himni. Þegar þeir að lokum áttuðu sig á hvað skeð hafði, sann- færðust þeir fullkomlega um að Guð læt- ur ekki að sér hæða. Þeir voru svo vissir um að hegning beið þeirra, að þegar Jesús kom til jarðarinnar og mætti sumum hinna föllnu engla, þá var það eina spurningin hjá þeim, hvenær hegning þeirra mundi byrja. “Sjá, þeir hrinu upp og sögðu: Hvað höfum vér og þú Guðs son saman að sælda. Ertu kominn hingað áður en tími er, til að kvelja oss?” Matt 8: 29. Þeir vissu 'hvers þeir máttu vænta, en vissu ekki hvort þeir mundu verða kvaldir fyr en hinn mikli dómsdagur kæmi. Vér, bæði ungir og gamlir. getum verið vissir um, að fyrst Guð kastaði niður af himni hinum himnesku verum, vegna ó- hlýðni þeirra við skipanir hans, þá mun hann vissulega útiloka frá himni, þá sem hér á jörðu ekki vilja hlýðnast honum, meðan þeir hafa svo dásamlegt tækifæri til þess. Ef vér höfum syndgað, þá er ó- mögulegt að lokum að umflýja Guðs dóm, nema gegnum milligöngu sonarins, Drott- ins vors Jesú Krists. Hann býður oss hér, og nú alla þá hjálp -sem vér þurfum. Ef vér gefum oss í hans hönd, reynumst hon- um trúir og stöndum stöðugir með hon- um meðan vér erum hér, þá verðum vér eilíflega sælir í hinum komanda heimi..

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.