Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 1
ST JARNAN ... . , . - OKT. 1946 LUNDAR, MAN. Akkeri sálarinnar Martin Lúther segir frá að einu sinni hafi hann verið svo niðuhbeygður af sorg yfir syndum sínum, guðleysi heimsins og hættum þeim sem vofðu yfir kristninni, að það var eins og svart ský hefði hulið auglit Guðs fyrir honum. Einn morgun sér til undrunar sá hann að kona hans var í sorgarbúningi, svo hann spurði hana hver væri dáinn. “Veiztu það ekki?” svaraði hún, “Guð á himnum er dáinn.” “Hvernig getur þú talað svo heimsku- lega, Kata?” sagði Lúther, “Hvernig getur Guð dáið, hann er ódauðlegur og lifir eilíflega.” “Er það satt?” spurði hún. “Auðvitað er það satt,” svaraði hann án þess að vita yfir hverju hún bjó. “Hvernig getur þú efast um það? Eins vissulega eins og Guð er á himnum, eins víst er það að hann getur ekki dáið.” “Og þó þú ekki efist um það, þá ert þá samt svo vonlaus og niðurbeygður,” sagði hún. Lúter sá nú hve vitur kona hans var og hann sigraðist á þunglyndi sínu. Hversu dimm sem nóttin er og storm- urinn ákafur, þá festum vér von vora ekki á mönnum, heldur á Guði. Vér höfum lof- orð hans um að öll hans trúu börn muni öðlast gleðiríka framtíð. “Svo að vér vegna tveggja óbrigðulla hluta, sökum hverra Guð ómögulega gat skrökvað, skyld- um hafa örugt traust til hans sem til hans flýjum til að höndla þá sæluvon sem oss er geymd, sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, óbifanlega og stöðuga, og sem fer inn í hið allrahelgasta.” Heb. 6: 18, 19. Þessi orð gleðja mig: “Sæluvon . . . sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar.” Það eru því miður margir nú á dögum sem hafa ekkert andlegt akkeri. Þegar menn gleyma Guðs orði eða vanrækja það, svo von fagnaðarerindisins hverfur, þá hefir sálin ekkert akkeri og maðurinn hrekst upp að dimmum og óþektum ströndum. Vér þurfum þetta akkeri sálarinnar, þessa guðdómlegu von fagnaðarerindisins. Vér finnum hana aldrei í vantrú, efa, heim- speki, manneðlisfræði eða siðalærdómum einum. Vér finnum hana ekki í andlegri eða líkamlegri starfsemi, stjómmálum eða skemtunum. Vér finnum hana einungis í Guði. Sumar eldspítur eru þess efnis að það kviknar ekki á þeim nema stroknar séu yfir eitt sérstakt efni; það má strjúka þeim yfir hvað annað sem er, án þess á þeim kvikni. Þannig getur ljós vonarinnar tendrast aðeins á einn hátt, á einum stað. Hjarta mannsins verður að snerta Guð. Hann verður að koma til Guðs. Páll postuli segir: “Þakkir gjörum vér Guði, föður Drottins vors Jesú Krists og biðjum ávalt fyrir yður frá því vér heyrð- um um trú yðar á Jesú Kristi og elsku til allra heilagra. Vegna þeirrar vonar sem yður er geymd á himni sem þér hafið áður heyrt um í sannleiksorði náðarlærdóms- ins.” Kor. 1: 3-5. Þessi “von sem yður er geymd á himni,” er bygð á “trú yðar á Jesú Kristi.” Sama hugsun er látin í ljósi í 1 Tím. 1: 1. “Páll postuli Jesú Krists, að boði Guðs frelsara vors, og Jesú Krists vonar vorrar.” Öll vor von bæði fyrir þetta og kom- andi líf byggist á Drottni vorum Jesú Kristi. “Af engum öðrum er hjálpræðis að vænta, því meðal manna gefst ekki nokkur annar undir himninum, íyrir hvers

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.