Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 7
STJARNAN
79
Áður en hann tók andvörpin, sagði
sjúklingurinn: “Ekkert meira, þetta er alt
sem eg get sagt.” Leyndardómurinn fór
í gröfina með honum.
Þú sem les þessar línur kemst við af
kærleika föðursins. Hvílík fórn, hvað hann
lagði á sig til að frelsa son sinn.
Já, 'í sannleika var það mikil fórn.
Frelsarinn sagði: “Meiri elsku hefir eng-
inn en þá að hann láti líf sitt fyrir vini
sína.” Þessi frásaga minnir oss að nýju á
hina stærstu fórn, þá sem Jesús bar fram
er hann gaf sjálfan sig oss, til frelsunar.
Af kærleika til vor tók hann upp á sig þá
synd og skömm, sem á oss hvíldi, og þoldi
dauðahegningu þá sem vér höfðum til
unnið. Vér vorum sekir og dæmdir til
dauða, en hann sem ekki þekti synd, dó á
krossinum svo vér mættum lifa. Hann
yfirgaf dýrðar heimkynni Föðursins á
himnum, og kom niður til þessarar dimmu
jarðar, sem bölvun syndarinnar hvíldi
yfir. “Hann var fyrirlitinn af mönnum,
undirorpinn harmkvælum, auðkendur af
sárum, líkur manni þeim er menn byrgja
fyrir andlit sín.” Alt þetta til þess að vér
mættum lifa.
. Vor blessaði Drottinn og herra dó fyrir
mig og jþig á krossinum. Hjarta hans br.ast.
Hann dó af hjartasorg. Ó að vér gætum
metið hið óumræðilega lausnargjald, sem
borgað var svo að vér mættum lifa.
Voice of Prophecy News
Svo fullkomlega hefir Berlin verið eyði-
lögð, að álitið er að það muni þurfa 10
járnbrautarlestir, hverja með 50 vögnum,
til að vinna 365 daga á ári í 16 ár til að
hreinsa miðhluta borgarinnar svo hægt
væri að byggja hana upp aftur.
iHobi Indíánar í Arizona eru fyrirmynd-
ar menn, segir Warid Shepard, eftirlits-
maður þeirra. Þeir hafa lifað friðsömu
lífi í Iþúsund ár, án þess að hafa stjórn, og
hafa alið upp börn sín þannig, að þau hafa
meiri áhuga fyrir velferð þjóðar sinnar
heldur en velgengni sjálfra þeirra. Þeir
standa hærra hvað vitmuni snertir heldur
en alment gjörist. En sumir segja þeir geti
ekki gjört að gamni sínu, því þeir sjá aldrei
neitt hlægilegt í erfiðleikum eða óhöppum
annara.
Hann gat ekki beðið
til morguns
Huamani selur bækur fyrir Lake Titi-
caca trúboðið. Hann er Indíáni. Einn dag
er hann var að skila bókum i litlu þorpi,
fann hann að kaupmaður sem pantað hafði
bækur hj á honum var ekki heima, og frétti
hann yrði burtu í fleiri daga.
Árangurslaust reyndi hann að fá ein-
hvern af mönnum hans að taka bækurnar
fyrir hann, svo hann fór til heimilis hans
og stakk upp á að kona hans tæki bækurn-
ar og borgaði fyrir þær það sem eftir stóð.
Konan svaraði: “Maðurinn minn talaði
ekkert um að eg tæki á móti eða borgaði
fyrir neinar bækur, svo eg get það ekki.”
Bókasölumaðurinn sagði henni að hann
færi burt úr þorpinu með Bus snemma
næsta morgun og manni hennar mundi
þykja mikið slæmt ef hann fengi ekki bæk-
urnar, og lagði að henni með að taka þær,
en hún lét sig ekki, svo Huamani fór á
gistihúsið til að sofa þar um nóttina.
Nú kom nokkuð óvænt fyrir. Kaup-
maðurinn kom heim sömu nóttina og spurði
konu sína strax hvort nokkur hefði komið
með ibækur. Meðan hann var að ferðast
mundi hann alt í einu eftir bókunum og
að þær áttu að koma einmitt þennan dag,
svo hann sneri heim umsvifalaust, til þess
að vera viss um að hann misti ekki af bók-
unum. Konan sagði honum að maður hefði
komið með bækur, en að hún hefði ekkert
vitað um þær, svo hún vildi ekki taka þær.
Hún sagði honum líka að bóksalinn færi
•burt úr þorpinu snemma morguns og stakk
upp á að hann færi að mæta honum á
Bus stöðinni.
Maðurinn svaraði: “Eg get ekki látið
mér koma dúr á auga fyr en eg finn mann-
inn og fæ bækurnar.” Þetta var eftir mið-
nætti, en hann fór út í þorpið og heimsótti
hvert gistihúsið eftir annað. Loks kom
hann að því seinasta, barði á dyr og kall-
aði hástöfum um leið. Húsbóndinn var
harðsofandi og vaknaði ekki, en bókasölu-
maðurinn heyrði hávaðann og fór til dyra.
Hann gat ekki opnað hurðina en kallaði
upp hver væri úti og hvað hann vildi.
Kaupmaður sagði frá hver hann var og að
hann væri að leita uppi mann sem hann