Stjarnan - 01.10.1946, Side 4
76
STJARNAN
Nú var hann þó orðinn enn forhertari.
Hann gat ekki staðist það, að Jesús svar-
aði honum ekki; hann réð sér naumast fyrir
reiði og jós ógnunarorðum yfir Jesúm, er
stóð rólegur eins og áður.
Jesús kom í heiminnn til þess að lækna
þá, sem höfðu sundurmarinn anda. Ef
hann hefði með því að tala getað grætt
hjartasár einhverrar syndaþjáðrar sálar,
þá hefði hann ekki þagað. En hann hafði
ekkert að segja við þá, sem einungis vildu
troða sannleikann undir fótum.
Frelsarinn hefði getað talað þannig, að
það hefði hrænt hinn forherta konung.
Hann hefði getað fylt hjarta hans með
ótta og skelfingu, með því að sýna honum
hið synduga líf hans, og þann hræðilega
dóm er biði hans. En honum var ekki eins
mikil mótgjörð í neinu eins og þögn frels-
arans.
Hann, sem ávalt hafði haft opið eyra
fyrir kveinstöfum mannanna, gaf nú eng-
an gaum að skipun Heródesar. Hann, hvers
hjarta ávalt hrærðist til meðaumkvunar
jafnvel af bænum hinna stærstu syndara,
var nú ósveigjanlegur fyrir hinn dramb-
sama konung, sem ekki sýndi neina þörf
fyrir frelsara.
í reiði sneri Heródes sér að fólkinu og
bar Jesú það á brýn, að hann væri svikari.
En sakberendur hans vissu vel, að hann
var það ekki; þeir höfðu séð hann gjöra
of mörg kraftaverk til þess að þeir tryðu
þessari ákæru.
Þá tók konungurinn að hæða og sví-
virða son guðs á smánarlegan hátt. “En
er Heródes, ásamt hermönnum sínum,
hafði óvirt hann og spottað, lagði hann um
hann ljómandi klæði.” (Lúk. 23: 11).
Þegar hinn óguðlegi konungur sá, að
Jesús þoldi með þögn og þolinmæði alla
þessa smánarlegu meðferð, greip hann
skyndilega ótti fyrir því, að Jesús væri
ekki náttúrlegur maður.
Honum kom til hugar, að fangi hans
væri ef til vill himnesk vera, er væri kom-
inn hér niður á jörðina.
Heródes þorði ekki að staðfesta dóm-
inn yfir Jesú. Hann vildi vera laus við þá
hræðilegu ábyrgð og sendi því Jesúm aftur
til Pílatusar.
Náungans kærleikur
“Elska skaltu náunga þinn sem sjálfan
þig-”
Hvað erum vér ekki fúsir að gjöra til
að afla sjáifum oss hamingju, friðar, heil-
brigðis og ánægju. Erum vér fúsir til að
gjöra eins mikið til þess að nágrannar vorir
geti notið Ihins sama? Textinn er ákveðin
skipun. Það er ekki aðeins guðrækileg
hugmynd, Iþað er skipun um framkvæmd-
arsemi iog starf. Þetta er eins nauðsynlegt
fyrir vort andlega líf eins og hreint loft
er fyrir heilsu líkamans.
Dr. Wilfred Grenfell trúbcðslæknir frá
Labrador heimsótti einu sinni stórt sjúikra-
hús í Massachusetts til að reyna að fa
hjúkrunarkonur fyrir trúboðs stöðvar sín-
ar. Honum var greinilega sagt að enginn
mundi vilja yfirgdfa þægindin og gott
kaup sem þær hefðu þar, til að vinna i
kuldanum þar norðurfrá. Samt sem áður
fékk hann að tala til hjúkrimarkvennanna
og sagði íþeim þessa sögui:
Það var einu sinni kaldan vetrardag
að hann ifékk símskeyti frá bygð sem var
60 mílur á suður, um að skæð influenza
hefði komið þar upp, og hann var beðinn
að senda strax hjálp. Hann gat ekki farið
sjállfur, svo hann sendi hjúkrunarkonu sem
bauðst til að fara einsömUl. Tveimur vik-
um seinna símaði hún honum að fiskimað-
ur einn hefði í óráði rist sig á kvið með
fiskihníf. Hún sárbað læknirinn að'koma.
Hann gat ekki farið en símaði hvernig
hún ætti að sauma saman sárið. Nokkrum
vikum seinna 'kom hjúkrunarkonan aftur
og þessi maður með benni, og var hann nú
alveg búinn að ná sér aftur.
Þegar Dr. Grenfell hafði lokið þessari
sögu, spurði hann hvort nokkur væri þar
sem vildi gefa sig fram til að hjálpa hon-
um við starfið þar norðurfrá. Hver ein-
asta hjúkrunarkona sem viðstödd var,
bauð sig fram. ,
Kærleikans boðorð hefir sent fjölda
ungra manna og kvenna meðal vor til yztu
endimarka heimsins til að veita hinum
nauðstöddu kærleikleiks þjónustu sína.
Menn hafa yfirgefið þægindi heimilisins,
félagskap vina og kunningja, góða stöðu
og 'veraldlegan auð til þess að vinna fyrir