Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 2
74 STJARNAN fulltyngi oss sé ætlað hólpnum að verða.” Post. 4: 12. Sá sem fengið hefir fyrirgefning synda sinna fyrir trú á Krist getur með glaðri von litið á framtíðina “bæði fyrir þetta líf og hið tilkomandi.” Hann hefir öðlast nýtt líf. Sá sem fengið hefir fyrirgefning synda sinna er “Endurfæddur til lifandi vonar fyrir upprisu Krists frá dauðum. Til hluttekningar í þeirri arfleifð, sem yður er geymd á himni og óforgengileg er, fiekk- laus og aldrei fölnar. Yður sem fyrir Guðs öflugustu aðstoð varðveitist með trúnni, svo að þér aðnjótandi verðið yður fyrir- búinnar sælu er á síðasta tíma mun opin- ber verða.” 1 Pét. 1: 3-5. Hvaða gagn væri að eilífri arfleifð fyrir dauðlega menn, sem ekki gætu lifað eilíf- lega tii að njóta hennar. Eilíf arfleifð getur aðeins komið að fullum notum þeim sem lifa eilíflega, og vor himneski faðir hefir trygt börnum sínum þetta. Um þá sem hafa þessa lifandi von er sagt í 1. Kor. 15: 53, “Hið forgengilega verður að íklæð- ast óforgengilegleikanum, og hið dauðlega ódauðlegleikanum.” Allir Guðs útvöldu sem þekkja sannleikann og lifa í honum, um þá er sagt að þeir lifi í “von um eilíft líf, er hinn sannorði Guð hafði heitið frá eilífð.” “Þeim sem í stöðugleika í góðu verki leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika,” mun Guð gefa “eilíft líf.”' Samkvæmt kenningu Páls postula verður ódauðleik- inn veittur við upprisu réttlátra. Frammi fyrir Felix sagði Páll: “Og hef þá von til Guðs sem þeir sjálfir hafa að framliðnir muni upprísa, bæði vondir menn og goðir.” Post. 24: 15. Frammi fyrir Agrippa konungi talaði Páll um vonina á “því fyrirheiti sem Guð gaf feðrunum.” Svo bætti hann við: “Hvernig getur það álitist ótrúlegt hjá yður að Guð uppveki dauða?” Hin blessaða von vor er bundin upprisu Krists og þeirra sem sofnaðir eru í Kristi, en nú á dögum heyrum vér lítið talað um upprisu líkamans. Hvað skyggir á þessa dýrmætu von? Hafa menn vanrækt að lesa Biblíuna og minnast fyrirheita Guðs? Jesús reis upp og eftirfylgendur hans munu einnig upp rísa. Ef engin upprisa er, þá er engin von fyrir menn. “Ef dauðir ekki upprísa þá er Kristur ekki upprisinn, en ef Kristur er ekki upp- risinn þá er trú yðar ónýt, þér eruð þá enn í yðar syndurn og þeir sem sofnaðir eru í Kristi glataðir. Ef vér einungis í þessu lífi settum vora von til Krists, þá væruffl vér hinir vesælustu allra manna. En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði allra þeirra sem dánir eru, því þar eð dauðinn kom fyrir einn mann, kom og upprisa dauðra fyrir einn mann. Því að eins og allir deyja í Adam, eins munu allir lífgast í Kristi. En sérhver í sinni röð, Kristur er frumgróðinn þar næst munu þeir sem Kristi tilheyra upprísa í hans tilkomu.” 1 Kor. 15: 16-23. Dýrmæt von. Það gleður mig að þetta stendur í Biblíunni. Gröfin endar ekki allt. Ljósið skín fram yfir gröf og dauða. Guð varðveiti oss frá að sleppa þessu von- arinnar ljósi til að taka í þess stað hræva- Ijós mannlegra ímyndana. Drengur einn gekk í gegnum skóg í Massaehusetts. Löngu eftir að dimt var orðið settist hann niður, hann var berfætt- ur, blóðugur og marinn á fótunum. Brátt hresti hann upp hugann og fór af stað aftur. Alt *í einu varð hann ákaflega hræddur. Hann sá hann hafði vilst og vissi nú ekkert hvert halda skyldi, og hann hafði heyrt að villidýr væru í skóginum. I skelfingu hrópaði hann svo hátt sem hann gat: “Viltur, viltur, viltur!” Nú heyrði hann hundagelt. Það var hið fegursta, velkomnasta hljóð sem hann hafði nokkurn tíma heyrt. Svo kallaði maður til hans: “Vertu kyr þar sem þú ert, eg skal korna til þín,” Rétt á eftir sá hann ljósbera skamt í burtu milli trjánna og sá sem á honum hélt sagði: “Fylgdu mér.” Hann fór með manninum út úr skóginum og upp að húsi hans á hæðinni. Ó hversu glaður ‘hann var! Sælir eru þeir sem sjá að þeir eru glat- aðir og vonarlausir, ef þeir þiggja tilboðið að fylgja honum, sem segir: “Eg er heims- ins ljós, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa lífsins Ijós.” Jóh. 8: 12. Upprisa og ummyndun Guðs barna fer fram þegar drottinn sjálfur mun niður stíga frá himni. 1 Tess. 4: 16, 17. Páll postuli skrifar Títusi að “Guðs náð hefir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.