Stjarnan - 01.10.1946, Blaðsíða 3
STJARNAN
75
birst sáluhjálpleg öllum mönnum.” Hann
•hvetur oss til að Ibíða “þeirrar sælu sem
er í vændum og dýrðlegrar opinberunar
hins mikla Guðs og vors frelsara Jesú
Krists.” Tít. 2: 13.
Uppfylling vonar vor,r,ar um eilífa gleði,
samsöfnun Guðsbarna og ódauðleika er
bundin við endurkomu Jesú Krists. Þá
verður það að hinir útvöldu upprisnu öðl-
ast arfleifðina sem óforgengileg er, flekk-
laus og .aldrei fölnar. 1 Pét. 1: 4.
Lifir þú í þessari blessuðu öruggu von?
Ef ekki þá er þetta vegurinn til að öðlast
vonina og alt sem hún veitir:
Trúðu. “Trúðu á Drottinn Jesúm Krist,
þá verður þú hólpinn.”
Takið sinnaskifti. “Takið sinnaskifti
og snúið yður svo syndir yðar verði fyrir-
gefnar.” Post. 3: 19.
Játaðu trú þína. “Ef þú viðurkennir
með munni þínum Drottinn Jesúm og trú-
ir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann
frá dauðum, muntu hólpinn verða.” Róm.
10: 9.
Láttu skírast. “Hver yðar láti skíra sig
til nafns Jesú Krists.” “Svo margiþ af yður
sem eruð skírðir til Krists, þér hafið íklæðst
Kristi.” Post. 2: 38. Gal. 3: 27.
Þegar þú hlýðir Guði þá öðlast þú
þessa blessuðu von, og er þú gefur Guði líf
þitt og vilja þinn þá munt þú “vaxa í náð
og þekkingu Drottins vors Jesú Krists,”
og þá mun Guð opinbera þér “hvílíkur
dýrðaxTÍkdómur þessi leyndardómur er
fyrir þjóðirnar, sem er Kristur í yður, von
dýrðarinnar.” Kol. 1: 27.
Hin hjartfólgnasta von Guðs barna er
að þau munu sjá Jesúm og verða honum
lík. “Elskanlegir, nú þegar erum vér Guðs
börn, en það er ennþá ekki opinbert hvað
vé.r verða munum, en það vitum vér að
þegar hann birtist þá munum vér verða
honum líkir, því að vér munum sjá hann
eins og hann er. Og hver sem hefir þessa
von, til 'hans hreinsar sjálfan sig eins og
hann er hreinn.” 1 Jóh. 3: 2, 3.
'Brostnar vonir eru algeng reynzla í
þessu lífi. En þessi von Guðs barna getur
ekki ibrugðist. Þetta óbifanlega akkeri sál-
arinnar, sem fer inn í hið allra helgasta
bregzt ekki, því Jesús er þar við Guðs
hægri hönd til að tala máli voru.
Voice of Prophecy.
XXI. - Jesús fyrir Heródesi
Heródes hafði aldrei séð Jesúm, en hafði
lengi langað til þess að tala við hann, því
hann hafði heyrt svo margt um hann, og
hann vonaði að sjá hann gjöra eitthvað
tákn.
Þegar frelsarinn stóð frarnmi fyrir Her-
ódesi, gjörði lýðurinn svo mikinn aðsúg
að honum, að Heródes varð að hasta á
fólkið, svo að hann gæti yfirheyrt fangann
í næði.
Hann leif forvitnisaugum á Jesúm og
fann til meðaumkvunar, er hann sá hið
blóðuga andlit hans, er hann sá að bar vott
um heilagleik og ósegjanlegan vísdóm.
Hann var, eins og Pílatus, viss um, að 'það
væri einungis öfund og mannvonzka, er
hefði komið Gyðingunum til þess að ákæra
hann.
Heródes bað nú Jesúm að gjöra eitt-
hvert af sínum undraverðu kraftaverkum,
og sagðist skyldi láta hann lausan, ef hann
gjörði það.
Hann lét koma með veikt og fatlað fólk
inn og skipaði Jesú að lækna það. En frels-
arinn stóð frammi fyrir honum og lét sem
hann hvorki heyrði né sæi.
'Sonur Guðs hafði tekið á sig mannlegt
eðli, og hann varð því að breyta eins og
maður undir þessum kringumstæðum.
Hann vildi því ekki gjöra tákn til þess að
seðja forvitni mannanna, eða til þess að
komast hjá þeim kvölum og niðuriægingu,
sem mennirnir verða að þola, er komast í
sama ástand.
Gyðingar urðu óttaslegnir, er þeir
heyrðu Heródes skipa Jesú að gjöra krafta-
verk; því þeir vo:ru mest hræddir við það,
ef hann skyldi opinlbera guðdómskraft sinn,
því þeir vissu, að slíkt mundi ónýta öll á-
form þeirra og jafnvel kosta þá lífið. Þeir
byrjuðu að æpa og segja, að hann gjörði
kraftaverk með fulltingi djöflahöfðingj-
ans Belíals.
Fyrir nokkrum árum hafði Heródes
hlýtt á prédikun Jóhannesar skírara og
orðið mjög hrærður; en hann hafði aldrei
sagt skilið við sitt synduga líferni. Hjarta
hans forihertist því, og að síðustu skipaði
hann að liífláta Jóhannes, til þess í drykkju-
veizlu nokkurri, að þóknast hinni óguð-
legu Heródías.