Stjarnan - 01.09.1947, Síða 8

Stjarnan - 01.09.1947, Síða 8
80 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Offíce Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publíshers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn ogf afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundaj\ Man., Can. Konur kaupa 69 hundruðustu af öllum vindlingum sem seldir eru. ♦ + -t- Ársgjaldið fyrir “Tákn tímanna” sem prentað er í Shanghai, Kína, kostar 20 þúsund kínverska dollara. ♦ ♦ ♦ Árið 1946 dóu 87.777 menn og 93.723 konur úr krabbameini í Bandaríkjunum. ♦ ♦ ♦ , * Nafn Franklins D. Roosevelts eða mynd af honum stendur nú á um 40 frímerkjum í 10 löndum utan Bandaríkjanna, en að- eins 8 lönd hafa mynd Georgs Washing- tons á frímerkjum sínum. ♦ ♦ ♦ William Duncan í Columbia, Suður Carolína, misti annað eyrað í bílslysi. — Hann fann eyrað þar sem það lá á jörð- inni, tók það upp og keyrði til næsta sjúkrahúss, þar var eyrað saumað á hann aftur. ♦ ♦ ♦ í stórborgum Bandaríkjanna, þar sem unglingar gjöra alskonar spellvirki, þá er það eftirtektarvert að kínversk börn og unglingar koma sjaldan fyrir réttinn. Það sýnir að þeim er kent að virða foreldra sína og hegða sér vel. ♦ ♦ ♦ Hjónaskilnaður í Canada hefir fimm- faldast síðastliðinn 20 ár. 1926 voru rúm- lega 9 hjónaskilnaðir fyrir hvert þúsund giftinga, en 1945 höfðu hjónaskilnaðir verið 49.6 af þúsundi hverju. ♦ ♦ ♦ Nærri 8 biljón dollarar voru borgaðir fyrir áfenga drykki í Ameríku árið 1946. Þessi fjárupphæð hefði nægt til að byggja miljón heimili, sem mesta þörf var fyrir, þó hvert þeirra hefði kostað 8000 dollara, segir Mrs. D. L. Colvin, formaður kristilegs bindindisfélags kvenna. Hún leiðir athygli að því, að þörf er fyrir 15 miljón ódýr heimili, og mintist um leið á að ein áfengisframleiðslustofnun hefði stært sig af því nýlega í auglýsingum sín- um, að vegna aukinnar framleiðslu, tæki verksmiðja þeirra nú yfir 70 “city blocks”. ♦ ♦ ♦ Áhugi Ameríkumanna fyrir því að tala við hina dauðu, leita frétta af framliðn- um, kostar þá um 50 miljón dollara á ári, segir Willard Chevalier, varaforseti McGraw Hill prentfélagsins. ♦ ♦ ♦ Árið 1946 fluttu loftskipafélög Banda- ríkjanna 14 miljón farþega yfir 7 biljón mílur. Þótt nokkur slys kæmu fyrir, þá reyndist það að flugferðirnar voru hættu minni en áður. Aðeins einn maður fórst að meðaltali fyrir hverjar 60 miljón míl- ur á fluginu. ♦ ♦ ♦ Það er pláss á skipum yfir Atlantshafið aðeins fyrir einn af tíu af þeim sem biðjá um far. ♦ ♦ ♦ Frá 1859 til 1941 framleiddu Bandaríkin 63 hundruðustu af allri olíu sem notuð var í heiminum. Nú er aðeins einn þriðji af olíubirgðunum í Norður-Ameríku. ♦ ♦ ♦ Brezkir þegnar sem borguðu tekjuskatt fyrir fjárhagsárið ’45-’46 voru 13. 750.000, en aðeins 3.450.000 höfðu nógu háar tekjur til að borga tekjuskatt árið 1936. ♦ ♦ ♦ Appelsínur voru einu sinni notaðar í Vestur-Indversku eyjunum til að pólera gólf. Rómverjar í fornöld álitu sítrónur góðar til að verjast mel. ♦ ♦ ♦ Bushman, gorilla-api, sem vigtar 550 pund, er í Lincoln Park dýragarðinum í Chicago, sagt er hann sé stærstur af sinni tegund og verðmætasta skepna sem finnst í nokkrum dýragarði. Hann er 18 ára gamall. ♦ ♦ ♦ Einstakir hlutir finnast sem ekki hafa hækkað í verði á þessum árum. Gömul kona ein kom á járnbrautarlestina í.Roch- elle, New York og afhenti 10 centa far- seðil, hann hafði verið stimplaður í sept. 1898. Hann var tekinn gildur, því ekkert tímatakmark var á honum, og farið frá Rochelle til Larchmont er ennþá 10 cent.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.