Stjarnan - 01.09.1948, Síða 4

Stjarnan - 01.09.1948, Síða 4
68 STJARNAN í réttarsal himinsins og tala hin alvarlegu orð: “það er skeð”. Þá hefir hvert einasta mál í dóminum verið til lykta leitt, eilífð- arkjör hvers einasta manns verið ákveðin, og dyr náðarinnar lokaðar. Þá hljómar ákvæðið: “Sá rangláti haldi áfram að gjöra rangt, sá saurlifi haldi áfram saurlifnaðin- um sá réttláti haldi áfram í réttlætinu, sá heilagi haldi áfram í heilagleikanum.” Op. 22:11. Þetta eru alvarleg orð: “Sá rangláti haldi áfram að gjöra rangt.” Þá er hinn iðrun- arlausi útilokaður frá nokkurn tíma að komast í Guðs ríki. Hann hefir mótstaðið heilögum anda svo lengi. Hann getur að vísu hrópað til Guðs en hann fær enga áheyrn. “Af því eg kallaði og þér dróguð yður í hlé, eg útrétti mínar hendur en engiim gaf því gaufn. Af því þér létuð alt mitt ráð fara og vilduð ekki þola mína umvöndun, þá vil eg líka hlæja í yðar óförum og gjöra mér glatt þegar það kemur sem þér óttist. Þegar það sem þér hræðist kemur sem eyðilegging og yðar ogæfa kemur sem strombylur, þegar angist og neyð dynur yfir yður, þá munu þeir kalla til mín en eg mun ekki ansa, þeir munu árla leita mín en ekki finna mig. Af því þeir hötuðu þekkingu og útvöldu ekki ótta Drottins, af því þeir ekki féllust á mín ráð og forsmáðu alla mína umvöndun, því skulu þeir neyta af ávöxtum sinna vega og mettast af sínum eigin ráðum.” Örðsk. 1: 24-31. Á þeim tíma, segir Guðs orð, mun verða hungur í landinu, slíkt hungur sem þessi syndþjakaði heimur hefir aldrei haft áður. Amos spámaður talar um það í Amos 8: 11.12. “Sjá þeir dagar koma segir Drottinn alvaldur að eg mun senda hungun inn í landið, ekki hungur eftir brauði eða þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins. Þeir skulu reika frá einu hafinu til annars, frá norðri til austurs, þeir skulu renna hingað og þangað, að leita eftir orði Drottins og þó ekki finna það.” I megnustu sálarangist munu menn æpa á þeim degi. “Uppskeran er á enda, sumarið liðið og vér höfum ekki fengið hjálp.” En hvað verður um þá réttlátu þegar náðartíminn endar? Orðið heldur því skýrt fram: “Sá réttláti haldi áfram í réttlætinu, sá heilagi haldi áfram í heilagleikanum”. Op. 22:11. Dottinn mun halda hendi sinni yfir þjón- um sínum. “Sá sem býr undir varðveislu hins hæðsta sá hvílir óhult í skugga hins almáttuga.” Sálm. 91:1. Páll postuli segir: “Eg er þess fullviss að hann megnar að gæta míns geymslufjár, til hins ákveðna dags.” 2 Tím. 1:12. Hvílík blessuð fullvissa. Vér munum ekki vita daginn né stundina þegar náðartíminn endar. Ekkert sérstakt mun eiga sér stað þegar náðardyrnar lok- ast. þú ert ef til vill við vinnu þína þegar þú stígur yfir takmarkalínuna. Vera má þú sért úti að keyra í bílnum þínum, eða að ganga á skóla, eða kaupa nauðsynjar í búðinni. Þú getur unnið að hversdagsstörf- um þínum án þess að vita að Guð hefir lokað viðskiftabókunum við heiminn. Vér þurfum að vera stöðugt viðbúnir. Aldrei ætti sólin að ganga undir í vestri án þess syndir vorar séu allar viðurkendar og fyrir- gefnar, og alt leiðrétt sem rangt hefir verið. Aldrei ætti nokkur dagur að líða svo inn í eilífðina að skyldur vorar hefðu verið vanræktar, eða skipanir Guðs lítilsvirtar. "Nú er hin æskilega tíð”. “Andi minn skal ekki eilíflega óvirðast í manninum”. Gefur þú gaum að þegar andi Guðs talar til hjarta þíns? R. H. Pierson í réttarsalnum Þjófnaður hafði verið framinn og menn sáu þjófinn hlaupa niður strætið. Lýsing af honum var prentuð og menn voru hand- teknir sem grunaðir voru. Einn ungur mað- ur vakti mesta athygli, bæði að stærð og klæða burði líktist hann þjófnum. Það bætti heldur ekki úr fyrir honum að hann var nýlega kominn til bæjarins, hafði enga vinnu fengið ennþá og var félaus. Þetta styrkti grun manna á sekt hans. En ungi maðurinn kvaðst hafa verið uppi á litla kalda herberginu sínu þann tíma sem ránið var framið. Dómarinn spurði: “Hvað varst þú að gjöra uppi á herbergi þínu þessa áminstu klukkustund?” “Eg var að lesa Biblíuna mína.” “Þvílíkur framburður er ótrúlegur nú V

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.