Stjarnan - 01.09.1948, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.09.1948, Blaðsíða 6
70 STJARNAN vorum þá verðum vér að viðurkenna að alþjóðastjórn er ekki lengur aðeins hugsjón dreymandi manna eða stefna sér- staks félagsskapar, sem stuðning hljóti frá alslausum ákafamönnum. Alþjóðastjórn er nú orðin ákveðin, hagkvæm og viðurkend nauðsyn.” Þessi hreinskilnislega staðhæfing var álitin svo mikilvæg i augum ritstjóra tíma- ritsins “Readers Digest” að hann endur- prentaði hana á öllum tungumálum sem ritið er prentað á í Október útgáfunni 1945 með fyrirsögninni: “Alþjóða stjórn eða alþjóða eyðilegging,” skömmu seinna kom fram sterkur stuðningur fyrir þetta mál úr þeirri átt sem síst var að vænta. An- thony Eden, sem er aðal leiðtogi stjórnar andstæðinga á Englandi hélt ræðu í þíng- inu og lét í ljós þá skoðun að hver vísinda- lega uppfyndingin leiddi það annari betur í ljós hvílík heimska væri fólgin í hinum fornu stjórnar hugmyndum. Næsta dag flutti Bevin, hinn nýi utanríkis ráðherra ræðu í þinginu og sagði þetta meðal ann- ars: “Eg finn það glögt að vér erum miskun- arlaust knúðir til þess að velja nýja leið: það er nauðsyn til þess að kynna sér aðferð til alheims stjórnar, sem kosin sé beinlín- is af fólkinu sjálfu í öllum heimi . . . Eg er fús til að vinna með hverjum sem er, af hvaða flokki sem hann er, og hvaða þjóðar sem hann er í því skyni að semja annað- hvort reglur fyrir kosninga rétt eða stjórn- arskrá—alveg eins og aðrar þjóðir hafa gjört tii þess að koma á alþjóða þingi með ákveðnu augnamiði — því augnamiði að skapa frið”. Um sama leiti birtist ritstjórn- argrein í Lundúna blaðinu “Economist”, sem er strang' alvarlegt íhaldsblað, sem mælti með einhverskonar alþjóðastjórn. Blaðið kvaðst ekki sjá “nokkra aðra út- gönguleið mögulega.” Þessar uppástungur hafa í seinni tíð áunnið sér mikið fylgi í Bandaríkjunum, bæði meðal trúmála leiðtoga og stjórn- málamanna. í ritinu “Atlantic Monthly,” í November 1945 farast hinum fræga vís- indamanni Albert Einstein orð á þessa leið: “Leyndardómur sprengjunnar ætti að vera opinberaður alþjóðastjórn, og Bandaríkin ættu tafarlaust að láta í ljósi fúsleika sinn til þess . . . Ef vér eigum að koma í veg fyrir stríð þá verður þetta að gerast nú þegar.” Harold Stassen herforingi er merku mað- ur og óx mjög að áliti fyrir þann þátt sem hann átti í S. F. þinginu hann m æ 11 i í ræðu sem hann hélt nýlega “Leyndar- dómur sprengjunnar ætti að opinberast alþjóðastjórn. Vér erum fúsir til að láta af hendi nokkuð af sjálfsstjórn vorri til þjóðasambandsins, til þess því auðnist að framkvæma það, sem vér ætlum því að afreka.” Sami viljinn til samvinnu sést í því sem hér birtist úr ræðu sem Douglas McArthur hélt um það leiti sem Japanar gáfust upp. Hann er hershöfðingi og mælti á þessa leið: “Hernaðarsamband, r í k j a samningar, þjóðasambönd, alt þetta hefir brugðist. Síð- asta tækifærið er á förum. Ef vér stofnum ekki nú þegar einhverja meiri og hentari stofnun, þá er það víst að hið síðasta ger- eyðandi stríð er fyrir dyrum. Málefnið er í eðli sínu trúfræðislegt og felur í sér þörf fyrir ný andleg umbrot og endurbót mann- legs eðlis sem komi samtímis vorri full- komnustu vísinda þekkingu, listum, bók- mentum og als konar efnalegum og menn- ingarlegum þroska hinna síðustu tvö þús- und ára. Ef vér eigum að geta bjargað voru líkamlega lífi þá verður það að vera með áhrifum vors andlega lífs.” ,Aðal spurningin er auðvitað sú hversu mikið af sínu þjóðlega sjálfstæði þjóðirnar væru viljugar til að láta af hendi skilyrðis- laust til hinnar nýju alþjóðastjórnar. “Takmarkaðan hluta,” segir Mr. Stassen. En hversu mikinn, eða hversu takmarkað- an? Hingað til hefir engin þjóð boðist til að láta af hendi nokkrar eignir eða nokkur réttindi, hvort sem þau höfðu hlotnast sem erfðafé eða höfðu verið tekin með hervaldi. Það hefir aðeins verið þegar allra mest þrengdi að, til dæmis þ e g ar þjóð var að því komin að g e f a s t upp í stríði, eða þegar óvinur hafði blátt áfram lagt undir sig landið eða nokkurn hluta þess. Já, einungis undir þesskonar kring- umstæðum hafa þjóðir látið nokkuð af hendi. Ekki hefir nein hinna fimtíu þjóða, sem teljast til þjóðbandalags komið fram með

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.