Stjarnan - 01.09.1948, Síða 8
72
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
No papers are sent out except on paid
subscription
Ritstjðm og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man„ Can.
verður unt að nota það sterkasta afl sem
þessi heimur á til — það afl er siðferðis
styrkur.”
Ef menn gæfu sig algerlega Guði á vald
þá yrði mikil breyting til hins betra. Eins
og afturhvarf einstaklingsins lyftir honum
á miklu hæra stig hér í lífi, göfgar allar
hugsanir hans og öll hans verk, þannig er
það ekki, síður með heildina. Þegar fólkið
í heild sinni snýr sér til guðs þá hækkar
það og lifir göfugra lífi þá er virðing borin
fyrir dygðum en glæpir fyrirlitnir. Poli-
tísk svik yrðu útlæg og als konar spilling.
Ef heilar þjóðir sneru, sér þannig til Guðs
mundu þær fyllast heilögum eldmóði og
hinar stoltustu þjóðir eða afskektustu
keppast hver við aðra í sjálfsafneitun og
göfugum verkum á svo háu stigi að þær
sjálfar undruðust og frelsuðu ef til vill aðr-
ar þjóðir frá glötun. Því miður er þesskonar
endurfæðing þjóða á andlegan hátt ekki
líkleg. Fáir þeirra sem prédika um hana
trúa því verulega að hún muni eiga sér
stað.
'Það er að vísu satt að sumt fólk snýr
sér til Guðs og gefur sig honum á vald.
Með því náðarboðskapurinn er kunngjörð-
ur hverri þjóð kynkvísl tungumáli og fólki,
þá verða þeir margir hér og þar sem með-
taka hann og snúa sér til Drottins. Hjarta-
hreinir hlusta og hlýða en þeir endurfæð-
ast einn og einn í senn.
Það væri óviturlegt að vænta þess að
gerbreyting yrið svo víðtæk að hún nægði
til að breyta núverandi ósamræmi eða
koma því til vegar að hægt væri að stofna
alþjóðastjórn, þá breyting sem næði' yfir
allan heim breyting sem útlægði hið illa
um afdur og æfi og leiddi til alþjóða friðar -
og réttlætls, hún yrði að styðjast við þá
guðlegu meðalgöngu, sem svo mikið hefir
verið spáð um í Biblíunni, og miklu lofað
í sambandi við — þegar Kristur kemur
aftur í allri sinni dýrð.
Þá loksins myndast alþjóðastjórn, því
veldi hans mun, ná frá hafi til hafs, og
frá fljótinu til endimarka jarðarinnar. Sak.
9:10. Einnig á þeim degi segja spádómarnir
að “ríki vald og máttur allra konungsríkja,
sem undir himninum eru mun gefið verða
heilögum lýð hins hæðsta. Ríki hans mun
verða eilíft ríki og öll veldi munu þjóna
því og hlýða”. Dan. 7:27.
“Og á hans herðum skal höfðingjadóm-
urinn hvíla. Nafn hans kal kallað Undra-
ráðgjafi, guðhetja, eilífðar faðir, friðar
höfðingi. Mikill skal höfðingjadómurinn
verða og friðurinn engan enda taka á há-
sæti Davíðs og í konungsríki hans til þess
að reisa það og efla með réttvísi og réttlæti
héðan í frá og að eilífu.” Jes. 9:6.7.
Nú ættum vér að vænta þessa dýrðlega
ríkis með endurnýjaðri von og gleði og
það því fremur sem vér sjáum að dagurinn
nálgast og látum oss ekki slá á frest undir-
búningi vorum, því það er orðið framorðið.
Tíminn er svo sluitur. A. S. Maxwell
Smávegis
Meðlimir mótmælenda safnaða í Italíu
hafa fjölgað um átta hundruðustu síðan
stríðinu linti.
+ + +
Nú eru steinsteypu hús bygð á eyjunni
Guam í vestur Kyrrahafinu handa sjóher-
mönnum Bandaríkjanna og fjölskyldum
þeirra. Gjört er ráð fyrir að þessi hús
standi hvirfilbylji, jarðskjálfta og bruna, ög
nagdýr eða maurar geti ekki eyðilagt þau.
+ + +
Samkvæmt stjórnarskýrslum eru gjafa
pakkar frá Ameríku til almennings í
Þýskalandi mánaðarlega sendir um 10
miljón dollara virði. Frá fyrsta júní, 1946
til fyrsta maí, 1948 var sent um 150,000,000
dollar virði í matvöru fatnaði, meðulum
og öðrum nauðsynjum. Þrír fjórðu hlutar
af þessum sendingum veru til þess fólks
sem er undir umsjón Bandaríkjanna og
Breta.
+ + +
Næst þegar þú heimsækir dýragarð þá
minstu þess hve mikils virði skepnurnar
eru. Nýfæddur fíll frá Suður Afríku er
4,000 dollara virði. Fyrir stríðið kostaði
Orangutan api 3,000 dollara. Tveir gíraffar
7,000 dollara.