Stjarnan - 01.10.1948, Side 1

Stjarnan - 01.10.1948, Side 1
STJARNAN OKTÓBER, 1948 LUNDAR, MANITOBA Hið eina nauðsynlega Hlýðni sú sem Guð krefst af mönnum leiðir þá til að lifa réttlátu lífi og veitir þeim andlegan auð. Heimspekin hefir ekk- ert slíkt að bjóða. Það var Jesús, Guðs sonur sem opinberaði þennan sannleika fyrir heiminum, að leyndardómurinn við hinn blessunarríka vilja Föðursins innifelst í orðinu hlýðni. í “Hugleiðingum fyrir hvers dags líf,” eftir M. D. Babcock stendur þessi grein: “Menn segja þegar þeir þekki þá muni þeir gjöra, en Jesús segir: Sá sem gjörir mun þekkja. Jesús hefir aldrei lofað að opinbera sig fyrir þeim sem dreyma eða kappræða, heldur fyrir þeim sem halda hans boðorð. Sæði sannleikans festir rætur í jarðvegi hlýðninnar. Orð Krists í hjarta hins óhlýðna eru engu frjósamari heldur en hveitikornin vafin innan í líkklæði upp- þornaðs mannslíkama. Til þess að þekkja kraftin í kenningum Krists verðum vér með ákveðnum ásetningi að gjöra vilja hans. Siðferðisleg óhlýðni er andlegt myrk- ur, en að gefa honum vilja vorn til þess trúlega að hlýða hans boðum opnar hjörtu vor og hugskot fyrir ljósi sannleikans." Ákveðin hlýðni við Guðs vilja er helsta nauðsyn lífsins. Þekkingin ein nægir ekki til að veita þann frið og öruggleik sem mannshjartað þráir “Fullkomnum inn- rætisins er ekki innifalin í þekkingu, eða viðurkenningu þess hvað rétt sé, heldur 1 hlýðni.’ Guðs orð bendir skýrt á að hlýðni er meira áríðandi heldur en þekking. “Ef þér skiljið þetta þá eruð þér sælir ef þér breytið eftir því,” sagði Jesús. Það er fjöldi manna og kvenna sem fús- lega kannast við grundvallar atriði kenn- inga Krists, en breyta als ekki eftir þeim, heldur lifa eins og kristindómurinn væri aðeins þekkingar atriði. Þeir gleyma því að menn geta vitað hvað rétt er þó þeir lifi í synd. “Djöflarnir trúa líka og skelf- ast”. Þó þeir þekki Guðs orð veitir það þeim enga von og engan frið. Menn geta haft talsverða þekkingu á Biblíunni þótt kenningar hennar ummyndi ekki lífernið. Á þann hátt svifta menn sjálfa sig hinni dýrmætustu blessun. Sumir menn fylgja sínum eigin vilja, aðrir láta leiðast af Guðs vilja eins og hann er opinberaður í orði hans. Til eru þeir sem viðurkenna reglur réttlætisins, en það er aðeins játning varanna og nær ekki til lífernis þeirra. Aðrir leitast við að gjöra Guðs vilja en þekking þeirra er takmörkuð, en þeir eru af öllu hjarta með Guði til að gjöra hans vilja og eru því sannkristnir menn. Kærleikurinn veldur því að hlýðni verð- ur gleðiefni. Jesús hafði löngun til að gjöra vilja Föðursins, það var hans yndi. í byrj- un starfs hans lýsti hann því yfir að hinn minsti “bókstafur eða titill lögmálsins” mundi ekki undir lok líða heldur skyldi sýnd fullkomnari hlýðni með því að fylgja anda þess, fremur en öllum þeim ytri sið- um, sem Gyðingar höfðu bætt við frá sjálf- um sér. Réttlæti lögmálsins átti að uppfyll- ast hjá lærisveinum hans, “sem ekki ganga eftir holdinu heldur eftir andanum.” Kærleikurinn gjörir hlýðnina sjálfsagða og eðlilega. Jesús sagði: “Ef þér elskið mig þá haldið þér mín boðorð”. “Sá sem hefir mín boðorð og heldur þau hann er sá sem elskar mig”: “Sá sem elskar mig hann mun varðveita mitt orð”. Þannig lagði Jesús áherslu á hið allra nauðsynlegasta, hlýðn- ina sem ávöxt kærleikans. Lögmálið er erfitt og óvelkomið fyrir þann sem ekki elskar Guð. Á heimili því hvar kærleikurinn ríkir er reglum heimili- sins fúslega hlýtt. Samfélag vort við Guðs son breytir af-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.