Stjarnan - 01.10.1948, Side 3
STJARNAN
75
um skýring á leyndardómi draumsins, því
líf hans var einnig í hættu. Guð svaraði
bæn Daníels og sýndi honum bæði draum-
inn og þýðingu hans. Nú dyrfðist hann
að biðja um áheyrn hjá konungi. Það er
auðvelt að ímynda sér gleðitilfinningar
konungs þegar hann loks gat endurkallað
draum sinn. Þetta var undra vert. Óþektur
unglingur, fangi frá Jerúsalem að koma
fram sem spekingur og ráða fram úr því
sem hinir vitrustu menn landsins höfðu
engan skilning á.
í raun og veru þar það ekki þessi ungl-
ingur sem réði gátuna. Það var Guð, hann
átti hér hlut að máli í sambandi við stór-
kostlegt og undravert augnamið, eins og
Daníel sjálfur viðurkendi er hann sa.gði
við konunginn: “En sá Guð er á himnum
sem opinberar leynda hluti, og hann hefir
kunngert Nebúkadnezar konungi það er
verða mun á hinum síðustu tímum.”
Dan. 2:28.
Það er auðséð að leyndarmálið um líkn-
eskið var leyndarmál framtíðarinnar; efni
þess var það: “hvað verða mundi eftir
þetta” vers. 29. Það var skýring sögunnar
um ókomnar aldir, hverfulleik þjóðanna
og stjórnarvaldanna þangað til um síðir
að Guð tæki í taumana og stjórnaði sjálfur.
Þegar hinn ungi maður hafði sagt draum-
inn byrjaði hann að gefa ráðningu hans.
Konungur hallaði sér áfram hlustaði ná-
kvæmlega og horfði með opnum undrandi
augum á Daníel til að missa ekki eitt
einasta orð af þessari undursamlegu opin-
berun.
Daníel byrjaði mál sitt á þessa leið: “þú
konungur, yfirkonungur konunganna, sem
Guð himnanna hefir gefið valdið, ríkið,
máttinn og tignina; þú sem hann hefir
mennina á vald selt, hvar sem þeir búa,
dýr merkurinnar og fugla himinsins, og
sett þig, dratnara yfir því öllu, þú ert gull-
höfuðið”.
Konungur var ánægður yfir þessum
mikla heiðri; það hefðu allir verið. En það
var eins og skuggi liði yfir andlit hans þeg-
ar Daníel hélt áfram á þessa leið: “En eftir
þig mun hefjast annað konungsríki, minni
háttar en þitt, og þriðja konungsríkið úr
eiri, sem drotna mun yfir allri veröldu.
Þá mun hefjast fjórða ríkið sterkt sem
járn, því að járnið sundurbrýtur og mölvar
alt. Og eins og járnið molar sundur eins
mun það sundurbrjóta og mola öll hin
ríkin.”'
Svo Babýlon átti þá ekki að standa að
eilífu. Annað konungsríki átti að koma á
eftir henni, og svo annað og enn annað,
als fjögur. Þau áttu að verða hvert öðru
lélegra, frá gulli til silfurs, frá silfri til
eirs, frá eiri til járns, en eftir því sem efnið
varð lélagra átti það að verða hlutfallslega
sterkapa. En hvað átti að segja um hina
einkennilegu blöndun járns og leirs í fótun
um og tánum?
Daníel tók aftur til máls á þessa leið:
“En þar er þú sást fæturna og tærnar að
sumt var af pottara leiri, sumt af járni,
það merkir að ríkið mun verða skift, þó
mun það nokkru í sér halda af hörku járns
ins, þar sem þú sást járnið blandað saman
við deigulmóinn. En þar er tærnar á fótun-
um voru sums kostar af járni og sums kost-
ar af leiri, þá mun það ríki að nokkru
leiti verða öflugt og að nokkru leiti veikt.
Og þar er þú sást járnið blandað saroan
við deigulmóinn þá munu þeir með kvon-
föngum samanblandast og þó ekki sam-
þýðast hvorir öðrum, eins og járnið sam-
lagar sig ekki við leirinn.” Þetta voru und-
arleg orð. Nebúkadnezar hlýtur að hafa
skilið að þau boðuðu einhvers konar óróa
í landinu. En hvað á þessi leyndardóms-
fulli steinn að þýða sem brotnaði eða losn-
aði án þess að nokkur mannshönd snerti
hann? Steinninn sem féll á líkneskið og
mölbraut það. Hvað átti *alt þetta að
tákna.
Daníel hélt áfram: "En á dögum þessara
konunga, mun Guð himnanna hefja ríki,
sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki
skal engri annari þjóð í hendur fengið
verða, það mun knosa og að engu gjöra öll
önnur ríki, en sjálft mun það standa að
eilífu. Þar sem þú sást að steinn nokkur
losnaði úr fjállinu án þess að nokkur
mannshönd kæmi við hann, og mölvaði
járnið, eirinn leirinn, silfrið og gullið, Mik-
ill Guð hefir tilkynt konunginum hvað hér
eftir muni verða. Draumurinn er sannur og
þýðing hans áreiðanleg”.
Alt í einu birtust konunginum og spá-
manninum myndir als þess, sem átti að
ske í framtíðinni og þeir störðu á þær. með
hinni mestu undrun. Þeir sáu að þrjú stór-
veldi mundu koma hvert eftir annað á
eftir gullna stórveldinu sem yfir stóð.