Stjarnan - 01.10.1948, Page 7

Stjarnan - 01.10.1948, Page 7
STJARNAN 79 Afturhvarf andatrúarmannsins Sagan af bróður Bique á eyjunni Guade- oupe sýnir kraft fagnaðar erindisins. Menn af öllum stéttum, bæði ríkir og fátækir leituðu til Bique þegar aðrir andatrúar- menn gátu ekki svarað spurningum þeirra. Hann virtist hafa vald yfir fleiri öndum og geta kallað þá fram með nafni hvern eftir annan. Það leit út eins og hann gæti altaf mætt kröfum viðskiftamanna sinna. Mr. Bique hafði verið andatrúarmaður í 40 ár. Einu sinni greip hann sú löngun að standa framar öllum andatrúarmönnum. Hann vildi fá að komast í samband við hinn æðsta anda, sem hefði skapað alla hluti. Andinn sem hann nú talaði við varð þögull og fór hjá sér, en Bique skipaði hon- um að hlýða. í örvæntingar róm sagði nú andinn: “Vinur minn, þú setur mig í vandræði. Það sem þú heimtar í dag er ómögulegt. Ef -eg reyndi að fullnægja þessari ósk þinni þá væri úti um okkur báða”, þá sagði Bique við andann: “þú ert djöfull, þú hefir svikið mig í langan tíma. Nú hefir komist upp um þig. Þú veist eg hef altaf skipað þér en þú skalt ekki skipa mér.” Upp frá þessu fékk Bique meiri og meiri löngun til.að þekkja hinn sanna Guð. Einn dag gekk hann fram hjá litlu bænahúsi þar sem hann heyrði fólkið vera að tala við Guð. Hann staðnæmdist snöggvast fyrir utan húsið gekk svo inn og settist niður. Guðs orð, sem hann heyrði lesið þar snerti hjarta hans. Er hann kom heim bað hann Jesúm að senda sér bók, sem gæti leitt hann á sannleikans veg. Frá því hann var 17 ára hafði þessi maður þjónað satan, en nú bað hann til Guðs í fleiri daga. Svo kom einhver til hans og gaf honum bókina: Ljós spádómanna fyrir vora daga. Hann' las hana með mestu eftirtekt. Sér- staklega var hann hrifinn af skýringunum yfir Dan. 2 og 7 kapítula. Hann sannfærðist um að þetta var sannleikur og kom nú til kirkju vorrar. Hann gaf Guði hjarta sitt. Svo var hann eitt ár í Biblíuskóla og hvíldardagaskóla til að búa sig undir skírn. Daginn sem hann var skírður kom hann uieð allar andatrúarbækur sínar og annað sem tilheyrði svarta skóla. Hann bar þetta ofan að sjáfarströndinni þar sem skírnin átti að fara fram. Hann kom líka með þuran elidvið sem hann hlóð upp, lét bæk- urnar þar ofan á og brendi altsaman í við- urvist 12 hundruð manna sem viðstaddir voru. Að því loknu var hann skírður ásamt ellefu öðrum. WESLEY AMUNDSEN Gagngjör breyting Það var þung reynsla fyrir Aðventista söfnuðinn í Japan þegar stjórnin lokaði kirkjum þeirra á stríðstímanum. Verst af öllu var þó að 42 af safnaðastjórum og leik- mönnum voru settir í fangelsi. I Tokyo héraðinu var yfirmaður lögreglunnar lát- inn kynna sér safnaðastarf vort. Þannig kyntist hann boðskapnum um endurkomu Krists til að stofna sitt eilífa ríki, en það var alveg gagnstætt skoðun Japana um að konungsætt þeirra mundi eilíflega sitja að völdum. Nú er þessi lögreglumaður stöð- ugt á samkomum vorum í Tokyo, og dóttir hans vinnur á sjúkrahúsi voru. Einn af starfsmönnum vorum Tagaki, gefur nú tvo Biblíulestra í fangelsinu, þar sem hann var fangi, annan fyrir nokkra af eftirlitsmönnum fangelsisins, enn hinn fyr- ir fanga sem hann kyntist meðan hann var þar. Annar starfsmaður, Hasegawa mætti svipaðri reynslu. Hann var ákærður fyrir trú sína, ákærandinn gjörði alt sem í hans valdi stóð til að fá dóm feldan yfir honum svo hann yrði settur í fangelsi. Seinna þegar Hasagawa hafði fengið frelsi sitt þá var ákærandi hans meðal hinna fyrstu sem kom að heimsækja hann. Þessi maður hafði orðið hrifinn af framkomu bróður vors fyrir réttinum og hvernig hann svaraði spurningum þeim sem fyrir hann voru lagðar þegar hann var yfirheyrður. Svo þessi fyriverandi ákærandi hans kom nú til að fá meiri þekkingu á boðskap þeim, sem hann fyrst hafði kynst í réttarsalnum. Nú fær hann reglubundna tilsögn í sannindum Biblíunnar. W. P. BRADLEY Sagt er að svo miklar saltnámur séu í Nýju Mexico, að þær mundu nægja til að framleiða salt handa öllum íbúum Vestur- heims um þúsundir ára, ef notkun salts væri hin sama og nú er.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.