Stjarnan - 01.10.1948, Side 8

Stjarnan - 01.10.1948, Side 8
80 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. No papers are sent out- except on paid subscription Ritstjórn og afgrei'ðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man„ Can. i Katólsku landi Presturinn er að tala við litla stúlku og skipar henni að vera viðstödd trúarbragða- kenslu. Litla stúlkan segist ekki geta það því faðir sinn banni það. “Þú átt að hlýða mér en ekki föður þín- um,” segir prestur. “Herra minn, Biblían segir: Heiðra föður þinn og móður.” “Þú hefir engan rétt til að lesa Biblíuna,” svaraði presturinn. “En herra minn, Jesús segir: Rannsakið Ritningarnar.” “Þetta var sagt við Gyðinga en ekki við börn,” segir prestur aftur. “Þú skilur ekki þetta.” “En Páll sagði við Tímóteus: “Frá barn- æsku er þér kunnug Heilög Ritning.” “Tímóteus var mentaður til að verða biskup og yfirmenn kirkjunnar kendu hon- um”. “Nei herra minn. Móðir hans og amma kendu honum.” Nú gramdist presti svo hann sagði: “Þú ert nógu kunnug Biblíunni til að geta ^eitrað heilt prestakall. C.O.G. Einu sinni kom maður inn í blómabúð og keypti blómvönd og sagði: “Þetta eru uppáhaldsblómin ko'nunnar minnar”. Stúlkan sem seldi blómin lét í ljósi sam- hygð sína yfir veikindum konu hans. “Veikindum,” sagði maðurinn undrandi. “Konan mín er eins frísk og þú.” Auðvitað afsakaði stúlkan misskilning sinn og sagði: “Fyrirgefðu mér, en satt að segja þá bíða ménnirnir oftastnær þangað til konan verður veik, eða er dáin, áður en þeir kaupa blóm handa henni.” L. & H. + ■ + + Allir erfiðleikar vorir í heiminum spretta af því að vér leyfum sjálfum oss að fótumtroða hina gullnu reglu, að elska ná- ungann eins og sjálfan sig, þó vér heimt- um af öðrum að þeir fylgi henni. Mikið af því sem gengur undir nafni kristindómsins er ekki fagnaðar erindi Krists og getur því ekki frelsað þá sem glataðir eru. Velgengni kemur ekki til manna á silf- urdiski heldur gegn um staðfestu við erfiði og áreynslu. LIBERTY Smávegis Fjögra ára gamall drengur í Atlanta Georgia gleypti nagla. Ásamt fæðu sem honum var gefin var hann látinn renna niður lítilli ögn af seglustáli sem var fest við endann á taug. Eftir 6 klukkustundir sagði drengurinn að hann heyrið hljóð niðri í sér. Læknirarnir drógu nú taugina upp mjög gætilega og upp kom segulstálið með naglann hangandi neðan í því. + + + Meir en þriðjungur íbúa heimsins skilja ensku. + + + Það eru aðeins fáeinar mílur milli hæsta og lægsta blettsins í Ameríku. Fjallið Whitney er 14,500 fet yfir sjáfarmál, og Death Valley, dauða dalurinn er 280 fet fyrir neðan sjáfarmál. + + + Yfir 60 miljónir manna í Bandaríkjunum tilheyra engri kirkju. Protestant Episcopal kirkjan ætlar að gjöra tilraun til að lag- færa þetta. Hún setur auglýsingar í frétta- blöð og tímarit, auglýsingar gegn um víð- varpið, gegn um hreifimyndir og á götun- um. + + + Verkamenn í bifreiða verksmiðjum eru 40 hundruðustu fleiri heldur en fyrir stríð- ið. Vinnulaun þeirra á viku hverri eru um 44 miljónir dollara eða helmingi meira en árið 1941. + + + Þegar Alaska kemur til að teljast eitt af ríkjum bandaríkjanna þá sleppir innan- ríkisstjórnin umráðum yfir 22 miljón ekr- um af landi sem einstaklingar fá tækifæri til að kaupa.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.